Fréttablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 32
15. júní 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32 1 14 15 16 17 18 19 202122 2324 2526 27 28 29 30 31 33 32 2 3 4 5 6 7 8 9 10 12 11 13 Jarðvarmavirkjanir á Íslandi og mögulegar framkvæmdir Húsavík 2 MW Þeistareykir I&II 90 MW Hellisheiðarvirkjun 303 MW Núverandi virkjanir Mögulegar virkjanaframkvæmdir Bjarnarfl ag I 45 MW Bjarnarfl ag II 45 MW Bjarnarfl ag 3,2 MW Kröfl uvirkjun 60 MW Nesjavallavirkjun 120 MW Hverahlíð 90 MW Reykjanesvirkjun 100 MW Svartsengi 76,4 MW Krísuvík I, II og III 225 MW Eldvörp 45 MW Reykjanes II og III 95 MW 1 Stóra-Sandvík 2 Sandfell 3 Trölladyngja 4 Sveifl uháls 5 Austurengjar 6 Brennisteins- fj öll 7 Meitillinn 8 Gráuhnúkar 9 Innstidalur 10 Bitra 11 Þverárdalur 12 Ölfusdalur 13 Grændalur 14 Geysir 15 Hverabotn 16 Neðri-Hvera- dalir 17 Kistubotnar 18 Þverfell 19 Hveravellir 20 Blautakvísl 21 Vestur-Reykja- dalir 22 Austur-Reykja- dalir 23 Ljósártungur 24 Jökultungur 25 Kaldaklof 26 Landmanna- laugar 27 Hágöngu- virkjun 28 Vonarskarð 29 Kverkfj öll 30 Askja 31 Hrúthálsar 32 Fremrinámar 33 Gjástykki Skýringarmyndin sýnir þær sjö jarðvarmavirkjanir sem starfræktar eru á Íslandi og mögulegar virkjunarframkvæmdir sem eru í bið eða til skoðunar hjá Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku. Að auki eru númeruð nokkur jarðhitasvæði sem er að fi nna í Rammaáætlun. HEIMILD: ORKUSTOFNUN, ÍSLANDSBANKI OG RAMMAÁÆTLUN UM NÝTINGU VATNAAFLS OG JARÐVARMA Þegar íslenskt sam-félag logaði í deilum vegna byggingar Kára-hnjúkavirkjunar voru hugmyndir uppi um að tæknibylting við nýt- ingu jarðvarma myndi leysa slík- ar virkjanir af hólmi, og ekki síst vegna þess að ný tækni við djúp- boranir myndi margfalda þá orku sem þjóðin hefur aðgang að – en bjartsýni varðandi það verkefni var mikil. Nú er sett spurningamerki við nýtingu jarðvarma í kjölfar þess að framleiðsla í Hellisheiðar- virkjun hefur fallið umtalsvert vegna gufuskorts, og að núver- andi vinnslusvæði stendur ekki undir fullri framleiðslu til fram- búðar. Sumir ganga svo langt að setja spurningamerki við framtíðar orkuöflun þjóðarinnar í þessu samhengi. Ari Trausti Guðmundsson, jarð- eðlisfræðingur og rit höfundur, þekkir vel til orkunýtingar hér á landi – bæði vatnsorkunnar og jarðvarmaorku. Hann er þeirrar skoðunar að umræðan sé oft á villigötum og þess sjaldan gætt að myndin er ekki svart/hvít, eins og látið er að liggja. Djúpborun Deilur vegna byggingar Kára- hnjúkavirkjunar eru vel þekkt- ar, en síður að á sama tíma var Hellisheiðarvirkjun byggð að stærstum hluta. Lítil, ef nokkur, umræða var í samfélaginu um að hraði þeirrar uppbyggingar væri gagnrýniverður, þó fræðimenn og hagsmunaöflin hafi bitist á bak við tjöldin. Þá var kynnt til sögunnar djúp- borunarverkefni sem felst í því að kanna hagkvæmni þess að vinna orku og efnasambönd úr háhita- svæðum með því að bora mun dýpra en áður hefur verið gert. Þar er að finna miklu meiri hita og þrýsting en í efri jarðlögum. Talið er að slíkar borholur gætu framleitt allt að tíu sinni meiri raforku en borholur í dag. Miklar vonir voru bundnar við tilraunina og kom hún til dæmis við sögu í matsskýrslu fyrir álver í Helgu- vík. Því er haldið fram að djúp- borunarverkefninu hafi verið flaggað sem lausn, og hafi átt að sefa sárasta sviðann hjá efa- semdarmönnum um nýtingu jarð- varmans. „Það var ósköp eðlilegt að fólk hefði miklar væntingar í upphafi. Eðlisfræðilega séð er þetta mjög spennandi,“ segir Ari Trausti. „Þeir kraftar sem um ræðir eru slíkir að auðveldlega má marg- falda afl venjulegrar borholu með fimm. En djúpborunarverk- efnið hefur aldrei verið annað en tilraun. Hvað sem eðlisfræðin segir, þá er það nú einu sinni svo að ekki er víst að þú finnir þetta ástand á fimm kílómetra dýpi né hvort þú getur hamið holuna og þróað þá tækni sem þessu tengist. Gerðar hafa verið tvær tilraun- ir. Þær mistókust vegna óvæntra aðstæðna í jarðlögum og síðan hafa menn haldið að sér höndum og kannað hvort frekari fjárfest- ing sé réttlætanleg – og þá hvar eigi að bora. Ef að þetta verkefni fær framhaldslíf, þá munu menn fá svör. Eftir það má spá í hvort og hvar fleiri slíkar holur verða boraðar, en þær eru gríðarlega dýrar. Menn hafa ekki gefið hug- myndafræðina upp á bátinn, en þetta leysir einfaldlega engan vanda allra næstu árin. Djúp- borun bjargar ekki orkumálum á Íslandi í bili. Að ræða um þetta sem lausn í núinu er barn síns tíma og á ekki við lengur,“ segir Ari Trausti. Hellisheiðarvirkjun Spurður um Hellisheiðarvirkjun, og umræðuna sem hefur skap- ast um það verkefni, segir Ari Trausti að munurinn á vatns- aflsvirkjun og jarðvarma virkjun verði að vera mönnum ljós. Línur eru skýrar þegar vatnsaflsvirkj- un er byggð. Þar er allt á yfir- borðinu og hún skilar því sem hún á að skila, og hentar vel til stýr- ingar á raforkuflutnings kerfinu ef koma upp vandamál – öfugt við jarðvarmavirkjun sem er allt annars eðlis. „Þar eru nokkrir jókerar á hendi þó að heimavinnan hafi verið unnin vel og allar jarð- fræðilegar og jarðeðlisfræði- legar mælingar hafi verið unnar af kostgæfni. Þar koma fjölmörg flókin viðfangsefni til sögunn- ar til að átta sig á getu jarðhita- geymisins. En þú getur aldrei fullyrt að þú sért með myndina klára og hreina. Það er alltaf óvissa og þess vegna eru boraðar rannsóknarholur til frekari upp- lýsingaöflunar. Þá er ályktað hvað svæðið gefur á endanum, boraðar vinnsluholur sem líka gefa upp- lýsingar meðfram virkjun upp á 40 til 50 megavött. Skref eitt – og svo koll af kolli ef mögulegt er og á alllöngu árabili.“ Þetta er hin eðlilega og æski- lega aðferð og hefur oftast verið notuð, segir Ari Trausti. Hún er aftur á móti tímafrekari en þegar kemur að vatnsafls virkjuninni. Sem sagt, ólíkar virkjanir en í báðum tilfellum er verið að tengja við orkustrauma, nema á ólíkum forsendum. Í öðru tilfellinu er meiri áhætta í spilinu, og hana skildu menn taka alvarlega. Vel gert Ari Trausti nefnir virkjun Orku- veitu Reykjavíkur á Nesjavöllum og HS Orku við Svartsengi sem dæmi um allvel heppnaðar fram- kvæmdir. Þar fóru rannsóknir og nýting saman og vandamál orku- öflunar leyst. Sama telur hann að eigi við um Reykjanes, að svo komnu máli og stefnt að betri nýtingu varma og vatns. „Við Kröflu var þetta öðru- vísi vegna atburðanna þar; elds- umbrota á sama tíma og unnið var að uppbyggingu. En það minnir okkur líka á að öll háhita- svæðin eru hluti af virkum eld- stöðvakerfum. Það er því mjög líklegt að atburðir, eins og við Kröflu, verði fyrr eða síðar í Hengilskerfinu eða á Reykja- nesi. Þá gjörbreytast allar for- sendur. Virkjanirnar geta eyði- lagst eða umbrotin hresst upp á svæðið og aukið virkni þess og nýtingarmöguleika. Undir Hengl- inum er til dæmis kvikuhólf, en það á ekki við um sum háhita- svæði, t.d. vestast á Reykjanes- skaga. Nálægð mikillar kviku er líkast til skýringin á að brenni- steinsgas frá Hellisheiðarvirkjun er eins mikið og raun ber vitni. Þetta á ekki við um önnur svæði, eða þynning gassins þar er næg, og því um staðbundinn vanda að ræða á Hengilssvæðinu. Það er fjarri því svo að öll háhita- svæði henti til vinnslu. Sum eru undir jökli, önnur viljum við hafa ósnert og enn önnur eru of lítil. Þetta er allt saman spurn- ing um jafnvægi náttúrunytja og náttúru verndar. Það er ekki hægt að taka bara annan pólinn í hæðina, því ættu allir að gera sér grein fyrir,“ segir Ari Trausti. Hitaveita Þegar hér er komið verður að spyrja hvort jarðvarmavirkjanir á Íslandi séu yfirleitt vel heppn- aðar framkvæmdir. Ari Trausti segir að svara við þeirri spurn- ingu verði að leita aftur til upp- Myndin er fjarri því svart/hvít Hröð uppbygging Hellisheiðarvirkjunar voru mistök sem áttu sér pólitískar og efnahagslegar rætur. Ari Trausti Guðmundsson segir umræðu um orkunýtingu oft á villigötum. Djúpborun, sem miklar vonir voru bundnar við, bjargar engu í orkumálum í nánustu framtíð. byggingar hitaveitu á Íslandi. Ekki megi gleyma því að stór hluti jarðhitavinnslu á Íslandi sé lághitavinnsla. „Þar gerðu menn mistök, til dæmis hér í Reykjavík. Þar tóku menn of mikið úr kerf- inu. Þetta varð mönnum ljóst og þeir hættu því; svæðið jafnaði sig og er núna sjálfbært, getum við sagt. Því vissu menn það snemma að fara þyrfti varlega í nýtingu jarðhitasvæða, og dæmi þessa eru fleiri út um land og erlendis. Vandamál, sem eru hliðar- afurðir, eins og brennisteins- gas og afrennsli, það er eitthvað sem þarf að taka sérstaklega á. Eina virkjunin þar sem hægt er að tala um veruleg mistök er Hellisheiðar virkjun. Mistökin eru hraði uppbyggingarinnar og mikil skuldsetning. Slíkt á sér efna- hagslegar og pólitískar rætur.“ Jarðhiti og pólitískur þrýstingur „Gallinn við Hellisheiðar virkjun, utan þess hvað hún varð fljótt stór, var að menn voru að uppfylla loforð um orku vegna samninga við stórfyrirtæki. Þannig varð til pólitískur þrýstingur. Það er hægt að safna orkunni saman úr mörg- um áttum, eins og við höfum rætt. En á þessum árum var sá mögu- leiki einfaldlega ekki fyrir hendi. Það þurfti mikla orku – í hvelli. Það var einfaldlega gert og á ógn- arhraða. Hefðu menn valið minni Hellisheiðarvirkjun, flýtt Búð- arhálsvirkjun og byggt t.d. aðra vatnsvirkjun þá hefði myndin verið allt önnur í dag. Menn full- yrða að jarðvarmavirkjanir henti ekki til álvera. Það er tilhæfu- laust. Stóra spurningin er hvort jarðhitasvæðið leggur til 50 mega- vött eða 300 megavött. Þar er mikill munur á. Það má því segja að eitt jarðvarmaorkuver henti ekki til að keyra álverksmiðju, en tvö slík með einni eða fleiri vatns- aflsvirkjun er allt annað mál, vilji menn á annað borð stór málmiðju- ver, segir Ari Trausti, sem telur að háhita virkjanir á Íslandi séu góður kostur ef rétt er staðið að þeim. „Inn í þetta allt spilaði fjár- hagsleg staða Orkuveitunnar. Ekki bara vegna framkvæmda hér á landi, heldur var Orkuveit- an komin í innlendar fjárfesting- ar og útrás. Þessi hæga þrepa- skipting, lausn hliðarvandamála og viðhaldsboranir voru einfald- lega utan getu eða vilja og tíma Orkuveitunnar. Niðurstaðan er sú að við sitjum uppi með virkjun sem vinnslugetan er að minnka hægt og rólega, nema eitthvað annað komi til. Þessi lausn sem nefnd er, tengingin við Hverahlíð með gufulögn, er skynsamleg. Í raun verður, að því að best verð- ur séð, bara ein virkjun á Hellis- heiði í framtíðinni og hún aldrei mikið stærri en nú er, segjum 320-350 MW. Taka þarf á vand- anum af myndugleik, og það er verið að gera það. Það þarf meiri gufu, en rangt að bora fleiri holur, í bili að minnsta kosti.“ Framtíðarnýting Ari Trausti telur engan vafa leika á því að háhitasvæði á Íslandi verði nýtt frekar, enda verði að afla orku til að knýja samfélagið áfram. Sama eigi við um ein- stök fallvötn þar sem því verður komið við með góðu móti og sátt er um. Allt tal um annað er barna- legt, að hans mati. „Virkjun og náttúru skoðun getur líka vel farið saman. Kröfluvirkjun hefur ekki latt nokkurn mann til að heim- sækja Leirhnjúkssvæðið, Kröflu sjálfa eða Víti og hraunin á svæð- inu. Þvert á móti finnst flestum þetta svo merkilegt að úr verður aðdráttarafl. Það er upplifun lang- flestra.“ Núna er verið að byggja eina 90-95 megavatta vatnsaflsvirkj- un, Búðarhálsvirkjun, sem ekki nokkur maður gagnrýnir að því er séð verður. Ari Trausti hefur ekki trú á því að hún verði síðasta vatnsaflsvirkjunin á Íslandi. „Þær verða kannski ekki mjög stórar en það þarf að finna þá staði sem þorri fólks sættir sig við. Þetta verður ekki gert með upphrópun- um, heldur skynsamlegri umræðu. Ég bendi alltaf á að samkvæmt veðurfarsspám verða jökulárnar okkar að mestu horfnar eftir rúma eina öld, eða svo. Við erum því með þetta allt að láni. Samkvæmt orkuspám verðum við að finna 600 MW fyrir 2050 til að reka okkur sjálf og sennilega önnur 1.000 MW í ýmiss konar æskilegan iðnað. Við verðum að ræða æsingalaust um að finna þetta afl í þokkalegu bróðerni.“ Samkvæmt raforkulögum eru það stórnotendur eða stóriðja sem krefjast meira en 15 mega- vatta af raforku. Ari Trausti segist því staldra við þegar menn tala um stóriðju. „Það er búið að rafvæða fiskimjölsverksmiðjurnar, sem betur fer. Ég held að ég geti fullyrt að til þeirra allra fari 120 megavött. Þetta er stóriðja. Gagnaver er stóriðja. Ef við framleiðum metanól á bensínbílaflotann, þá er það líka stóriðja. Aflþynnuverksmiðja Becromal er stóriðja. En það er enginn á móti neinu af þessu. Við eigum að tala um orkufrek málmiðjuver þegar það á við. Ég get ekki ímyndað mér að fólk sé á móti kísilveri í Helguvík sem krefst 65 megavatta, það tengist jú orkuvinnslu frá sólinni. Það eina sem ég er á móti um þessar mundir er sæstrengshugmyndin, mér finnst hún ekki rétt núna nema sem rannsóknarverkefni. Við höfum svo mikla þörf fyrir orku sjálf; með stærstan hluta af okkar orku til orkufreks iðnaðar í eigu erlendra aðila. Það sem út af stendur þurfum við að nýta sjálf.“ Verðum að kalla hlutina réttum nöfnum ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON Mistökin eru hraði uppbyggingarinnar og mikil skuldsetning. Slíkt á sér efnahagslegar og pólitískar rætur. Ari Trausti Guðmundsson Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.