Fréttablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 44
FÓLK|| FÓ K | HELGIN4
Við höfum haldið þjóðhá-tíðardaginn hátíðlegan gegnum tíðina hér á
safninu,“ segir Erna Ósk Arnar-
dóttir, flokkstjóri í Árbæjarsafni.
Dagskráin á safninu verður á
þjóðlegum nótum. Verður þá
ekkert kandífloss á boðstólum
eða grillaðar pylsur? „Nei, en við
munum örugglega baka lumm-
ur úti í gamla Árbæ og svo er
auðvitað opið í Dillonshúsi. Þá
verður mikið að gera í Krambúð-
inni. Gestir geta meðal annars
keypt ferskan rabarbara, eða
trölla súrur eins og hann var kall-
aður í gamla daga. Það má ýmist
borða rabarbarann á staðnum,
eða fara með heim og sulta,“
segir Erna.
„Fjallkonan verður skautuð
klukkan 14 í Lækjargötu og geta
gestir fylgst með hvernig faldur,
faldblæja og spöng eru sett upp
og borin við skautbúning. Fjall-
konan mun síðan ganga um safn-
svæðið og fólki býðst að taka
myndir af henni.“ Búningurinn
sem fjallkonan í Árbæjarsafni
klæðist er sá sami og fjallkonan
á Austurvelli ber. Erna segir
búninginn áratuga gamlan og
því heiður fyrir þá sem fær að
klæðast honum. „Allar frægustu
leikkonur og listakonur lands-
ins hafa klæðst þessum búningi
og það er auðvitað heiður fyrir
þann starfsmann sem fær að
klæðast honum hér á safninu.
Það er alltaf mjög skemmtilegt.“
Fornbílaklúbburinn mun renna
í hlað klukkan 14 og sýna bílana
og á torginu verður slegið upp
dansleik við harmonikkuleik
síðar um daginn. „Við vonumst
til að gestir taki þátt í dansinum
og sérstaklega þeir sem mæta
í þjóðbúningum,“ segir Erna.
Safnið er opið frá klukkan 10 til
17 alla daga í sumar. Nánar má
forvitnast um dagskrá safnsins á
www.minjasafnreykjavikur.is.
■ heida@365.is
ÞJÓÐHÁTÍÐ Í
ÁRBÆJARSAFNI
17. JÚNÍ Lífleg dagskrá verður í Árbæjarsafni á mánudaginn, 17. júní. Forn-
bílaklúbburinn rennir í hlað og fjallkonan ber skautbúning á safninu.
EÐALVAGNAR Fornbílaklúbburinn rennir
í hlað klukkan 14 á sautjándann.
FJALLKONAN Fjallkonan í Árbæjar-
safni klæðist sama búning og fjallkonan á
Austurvelli. Hún verður skautuð klukkan
14 og gengur svo um svæðið.
SUMAR Á SAFNINU Starfsfólk Árbæjarsafns hvetur gesti til að mæta í þjóðbúningum
á safnið á þjóðhátíðardaginn.
Glæný verslun með íslenska hönnun
var opnuð á Ísafirði síðastliðinn laug-
ardag á horni Austurvegs og Hafnar-
strætis. Búðin hefur fengið nafnið
Kaupmaðurinn og segir Gísli Jón
Hjaltason verslunarstjóri slíka búð
hafa vantað á Vestfirði.
„Okkur langaði til að bjóða upp á
íslenska hönnun hér á Ísafirði. Það
er gróska í íslenskri hönnun og við
sáum að við yrðum ekki í vandræðum
með að fylla búðina af vörum. Ferða-
mannastraumurinn hingað á Vestfirði
er líka alltaf að aukast,“ segir Gísli.
„Sara Jónsdóttir hannaði verslunina
og skapaði fallega umgjörð um vör-
urnar, meðal annars vegg sem hún
hannaði með örnefnum að vestan og
Fánasmiðjan á Ísafirði prentaði.“
Meðal merkja til sölu í búðinni eru
Vík Prjónsdóttir, Farmers Market, As
we grow og Aurum svo eitthvað sé
nefnt og teygir vöruúrvalið sig yfir
fatnað, skart, heimilisvörur og fylgi-
hluti. „Það er allt íslenskt í búðinni,
nema gúmmískórnir,“ segir Gísli. „Þeir
eru samt svo rótgrónir í íslenskri
menningu að við vildum hafa þá
með.“
Hægt er að fylgjast með Kaupmann-
inum á Facebook. ■ heida@365.is
ALLT ÍSLENSKT NEMA
GÚMMÍSKÓRNIR
Kaupmaðurinn er heiti nýrrar hönnunarverslunar
á Ísafirði sem selur íslenska hönnun.
HÖNNUN Kaupmaðurinn er ný verslun með íslenska hönnun á Ísafirði.
MYND/KAUPMAÐURINN
ÖRNEFNI Á VEGG Sara Jónsdóttir hann-
aði útlit verslunarinnar. Fánasmiðjan á
Ísafirði prentaði vestfirsk örnefni á vegg.
ÍSLENSKT Vöruúrvalið spannar
allt frá fatnaði til heimilisvara.
100 síður af hugmyndum
Frábært blað
www.gengurvel.is
UPPLIFÐUMUNINN!
Þessi vara er laus við:
Mjólk • Glúten • Sykur
Soja • Rotvarnarefni
P
R
E
N
T
U
N
.IS
Af hverju virka PRÓGASTRÓ DDS PLÚS 3
góðgerlarnir svona vel og fljótt á marga
meltingaerfiðleika eins og hægðatregðu,
niðurgang, uppþembu, kandíta,
sveppasýkingu ofl.
Lykillinn er að allir góðgerlarnir í PRÓGASTRÓ
DDS PÚS 3 eru gall- og sýruþolnir og ná að
lifa ferðina af í gegnum magann niður í smá-
þarmana. Auk þess er ASÍDÓFÍLUSINN
DDS 1, sem hefur þann hæfileika að fjölga
sér og dvelja í þörmunum, vinnusamur og
stöðugur.
2 hylki á morgnana á fastandi maga geta gert
kraftaverk fyrir meltinguna! Margir fullyrða að
þeir sem hafa góða meltingu séu hamingju-
samari.
Á Vísi er hægt að horfa á
mynd skreyttan upp lestur
úr þessum sígildu
ævintýrum.
Hlustaðu á Dísu ljósálf
og Alfinn álfakóng á Vísi
Ævintýrið um Dísu ljósálf kom fyrst út á íslensku árið 1928
í þýðingu Árna Óla og hefur margsinnis verið endurprentað.
Dísa ljósálfur er ein klassískra sagna holl enska meistarans
G.T. Rotman, sem fylgt hafa íslenskum börnum í tugi ára.