Fréttablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 44
FÓLK|| FÓ K | HELGIN4 Við höfum haldið þjóðhá-tíðardaginn hátíðlegan gegnum tíðina hér á safninu,“ segir Erna Ósk Arnar- dóttir, flokkstjóri í Árbæjarsafni. Dagskráin á safninu verður á þjóðlegum nótum. Verður þá ekkert kandífloss á boðstólum eða grillaðar pylsur? „Nei, en við munum örugglega baka lumm- ur úti í gamla Árbæ og svo er auðvitað opið í Dillonshúsi. Þá verður mikið að gera í Krambúð- inni. Gestir geta meðal annars keypt ferskan rabarbara, eða trölla súrur eins og hann var kall- aður í gamla daga. Það má ýmist borða rabarbarann á staðnum, eða fara með heim og sulta,“ segir Erna. „Fjallkonan verður skautuð klukkan 14 í Lækjargötu og geta gestir fylgst með hvernig faldur, faldblæja og spöng eru sett upp og borin við skautbúning. Fjall- konan mun síðan ganga um safn- svæðið og fólki býðst að taka myndir af henni.“ Búningurinn sem fjallkonan í Árbæjarsafni klæðist er sá sami og fjallkonan á Austurvelli ber. Erna segir búninginn áratuga gamlan og því heiður fyrir þá sem fær að klæðast honum. „Allar frægustu leikkonur og listakonur lands- ins hafa klæðst þessum búningi og það er auðvitað heiður fyrir þann starfsmann sem fær að klæðast honum hér á safninu. Það er alltaf mjög skemmtilegt.“ Fornbílaklúbburinn mun renna í hlað klukkan 14 og sýna bílana og á torginu verður slegið upp dansleik við harmonikkuleik síðar um daginn. „Við vonumst til að gestir taki þátt í dansinum og sérstaklega þeir sem mæta í þjóðbúningum,“ segir Erna. Safnið er opið frá klukkan 10 til 17 alla daga í sumar. Nánar má forvitnast um dagskrá safnsins á www.minjasafnreykjavikur.is. ■ heida@365.is ÞJÓÐHÁTÍÐ Í ÁRBÆJARSAFNI 17. JÚNÍ Lífleg dagskrá verður í Árbæjarsafni á mánudaginn, 17. júní. Forn- bílaklúbburinn rennir í hlað og fjallkonan ber skautbúning á safninu. EÐALVAGNAR Fornbílaklúbburinn rennir í hlað klukkan 14 á sautjándann. FJALLKONAN Fjallkonan í Árbæjar- safni klæðist sama búning og fjallkonan á Austurvelli. Hún verður skautuð klukkan 14 og gengur svo um svæðið. SUMAR Á SAFNINU Starfsfólk Árbæjarsafns hvetur gesti til að mæta í þjóðbúningum á safnið á þjóðhátíðardaginn. Glæný verslun með íslenska hönnun var opnuð á Ísafirði síðastliðinn laug- ardag á horni Austurvegs og Hafnar- strætis. Búðin hefur fengið nafnið Kaupmaðurinn og segir Gísli Jón Hjaltason verslunarstjóri slíka búð hafa vantað á Vestfirði. „Okkur langaði til að bjóða upp á íslenska hönnun hér á Ísafirði. Það er gróska í íslenskri hönnun og við sáum að við yrðum ekki í vandræðum með að fylla búðina af vörum. Ferða- mannastraumurinn hingað á Vestfirði er líka alltaf að aukast,“ segir Gísli. „Sara Jónsdóttir hannaði verslunina og skapaði fallega umgjörð um vör- urnar, meðal annars vegg sem hún hannaði með örnefnum að vestan og Fánasmiðjan á Ísafirði prentaði.“ Meðal merkja til sölu í búðinni eru Vík Prjónsdóttir, Farmers Market, As we grow og Aurum svo eitthvað sé nefnt og teygir vöruúrvalið sig yfir fatnað, skart, heimilisvörur og fylgi- hluti. „Það er allt íslenskt í búðinni, nema gúmmískórnir,“ segir Gísli. „Þeir eru samt svo rótgrónir í íslenskri menningu að við vildum hafa þá með.“ Hægt er að fylgjast með Kaupmann- inum á Facebook. ■ heida@365.is ALLT ÍSLENSKT NEMA GÚMMÍSKÓRNIR Kaupmaðurinn er heiti nýrrar hönnunarverslunar á Ísafirði sem selur íslenska hönnun. HÖNNUN Kaupmaðurinn er ný verslun með íslenska hönnun á Ísafirði. MYND/KAUPMAÐURINN ÖRNEFNI Á VEGG Sara Jónsdóttir hann- aði útlit verslunarinnar. Fánasmiðjan á Ísafirði prentaði vestfirsk örnefni á vegg. ÍSLENSKT Vöruúrvalið spannar allt frá fatnaði til heimilisvara. 100 síður af hugmyndum Frábært blað www.gengurvel.is UPPLIFÐUMUNINN! Þessi vara er laus við: Mjólk • Glúten • Sykur Soja • Rotvarnarefni P R E N T U N .IS Af hverju virka PRÓGASTRÓ DDS PLÚS 3 góðgerlarnir svona vel og fljótt á marga meltingaerfiðleika eins og hægðatregðu, niðurgang, uppþembu, kandíta, sveppasýkingu ofl. Lykillinn er að allir góðgerlarnir í PRÓGASTRÓ DDS PÚS 3 eru gall- og sýruþolnir og ná að lifa ferðina af í gegnum magann niður í smá- þarmana. Auk þess er ASÍDÓFÍLUSINN DDS 1, sem hefur þann hæfileika að fjölga sér og dvelja í þörmunum, vinnusamur og stöðugur. 2 hylki á morgnana á fastandi maga geta gert kraftaverk fyrir meltinguna! Margir fullyrða að þeir sem hafa góða meltingu séu hamingju- samari. Á Vísi er hægt að horfa á mynd skreyttan upp lestur úr þessum sígildu ævintýrum. Hlustaðu á Dísu ljósálf og Alfinn álfakóng á Vísi Ævintýrið um Dísu ljósálf kom fyrst út á íslensku árið 1928 í þýðingu Árna Óla og hefur margsinnis verið endurprentað. Dísa ljósálfur er ein klassískra sagna holl enska meistarans G.T. Rotman, sem fylgt hafa íslenskum börnum í tugi ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.