Fréttablaðið - 15.06.2013, Side 42

Fréttablaðið - 15.06.2013, Side 42
FÓLK|HELGIN höfundar, eru nú fimmtán mán- aða. Fyrir átti Katrín son sem nú er fjórtán ára og Bjarni son sem er þrettán ára. „Að vera mamma er það besta sem ég veit og nú algjört ævin- týri að sjá stóra strákinn minn vaxa úr grasi. Ég er því ótrúlega rík og mikið stuð á heimilinu,“ segir Katrín kát. Hún segist hafa verið tilbúin að fara aftur til ráðherrastarfa eftir fæðingarorlof með tvíbur- unum. „Ég hafði áður verið þingmað- ur og einstæð móðir í ellefu ár og þekkti vel að púsla þeim tveimur hlutverkum saman. Munurinn í dag er sá að nú á ég æðislegan mann sem er súperpabbi og frábær fjölskyldufaðir. Því fékk ég aldrei samviskubit né leið illa yfir því að vinna frá tvíburunum svo ungum því þeir voru með pabba sínum og höfðu það óskaplega gott, alltaf kátir og sælir. Ég hafði því yfir engu að kvarta.“ Um helgar hefur fjölskyldan yndi af gestakomum í bröns og svo verður einnig nú um helgina. „Ég byrjaði helgina á að bjóða stóra stráknum mínum í bíó og svo eru nokkrar bíómyndir sem maðurinn minn hefur beðið eftir að ég hefði tíma og orku í að horfa á með honum. Það verður því kósíkvöld heima í kvöld; ég baka pitsu og strákarnir velja myndina.“ Á þjóðhátíðardaginn ætlar Katrín að venju með fjölskylduna á Rútstún í Kópavogi. „Þar tek ég þátt í hátíðahöldunum og þótt dagskráin sé góð er ómissandi hluti af 17. júní að rekast á gamla vini og kunningja á túninu.“ NÝTT HLUTVERK Á ALÞINGI Árið 2004 fékk Katrín bláæða- tappa utan á smáheilann sem er óvenjuleg útgáfa af heilaáfalli. „Það tók mig dálítinn tíma að ná mér að fullu en ég fékk græna ljósið og var fullhlaðin rúmu ári seinna. Í dag bendir ekkert til þess að þetta geti gerst aftur en þegar ég gekk með tvíburana var ég á blóðþynningarlyfjum í var- úðarskyni. Fyrir góðan málstað, eins og að ganga með tvö börn, var ég vitaskuld til í að nota slík varúðartæki,“ segir Katrín. Með nýrri ríkisstjórn er Katrín sest í sæti stjórnarandstöðuþing- manns og kveðst líka það vel. „Breytingar fara alltaf vel í mig. Hlutverk stjórnarandstöðuþing- mannsins er líka mikilvægt; að veita aðhald, spyrja spurninga og leggja góðum málum lið. Ég mun auðvitað fylgjast grannt með málum og er nú skilningsríkari og með dýpri þekkingu á ákveðnum málaflokkum sem gerir mig að enn betri stjórnarandstöðuþing- manni,“ segir Katrín. Hún segist munu sakna góðra félaga sem hættu eða náðu ekki á þing í síðustu kosningum. „Svona er nú pólitíkin og svona á hún að vera; flokkar eiga að stækka og minnka og þurfa að vinna fyrir atkvæðum sínum. Mér þótti erfitt að hverfa frá verkefnum og fyrstu dagana voru sum mál mér afar hugleikin sem ég vildi koma í betra var. En svo andar maður í kviðinn og sleppir og það verður allt í lagi. Stjórn- málamenn eru upp til hópa gott fólk og það á einnig við um þá sem koma á eftir.“ Katrín segist aldrei hafa dreymt um að verða alþingis- maður. „Ég hafði allt aðrar hugmyndir um líf mitt og er enn aðeins 38 ára, svo ekki er öll nótt úti um starfsframa annars staðar. Ég ætl- aði að verða atvinnuspretthlaup- ari yfir í að verða skóhönnuður yfir í að verða framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Mannrétt- indi og alþjóðamál hafa heillað mig lengi og ég sé fyrir mér að starfa þar í framtíðinni. Sem barn átti ég draum um að leggja mitt af mörkum til betri veraldar og ég ætla mér svo sannarlega ekki að gefa þann draum upp á bát- inn.“ ■ thordis@365.is HAMINGJUSÖM Katrín segist hafa farið sátt til annasamra starfa eftir fæðingarorlof með tvíburunum því þeir hafi verið í góðum og traustum höndum föður síns. MYND/STEFÁN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Þegar tvíburarnir fæddust sögðu strákarnir mínir heima að loks væri komið jafnvægi á heimilið því þeir þyrftu að vera fjórir á móti mér einni! Ég vona að þeir hafi verið að grínast,“ segir Katrín og skellir upp úr. „Ég skal viðurkenna það hér og nú, og af því að sagt er að vont sé að vera í afneitun, að ég er afar stjórnsöm heima fyrir. Fólkið mitt lætur sig hafa það því ég er ekki ósanngjörn en mér þykir þægilegt að hafa hlutina eftir mínu höfði. Væru mínir menn spurðir um helstu galla mína væri það eflaust hversu mikið ég gef þeim af góð- um ráðum. Ég er meðvituð um þetta en hef alltaf verið svona,“ segir Katrín þegar hún er spurð hvort yfirsýn og stjórnunarhæfi- leikar hennar sem fyrrverandi ráðherra sýni sig líka heima. „Ég vil alltaf hafa heimilið í röð og reglu og þvottinn samanbrot- inn. Það var því stundum óþægi- legt að vera í annasömu embætti með lítil börn á heimilinu og geta ekkert gert í málunum. Þegar tími gefst vil ég frekar nota hann með börnunum en að vera á kafi í þvottinum.“ ELSKAR AÐ VERA HÚSMÓÐIR Þótt nú standi yfir sumarþing nýtur Katrín afslappaðri tilveru en þegar hún var ráðherra. „Ég fór mikið á mis við fjöl- skyldulífið í vetur því ráðherra- embættið er þó nokkuð anna- samara en þingmannsins. Ég skal því alveg játa að í önnum embættisins og kosningabarátt- unni í vor gekk ég ansi harkalega nærri mér,“ segir Katrín sem fagn- aði kærkomnum frídögum eftir stjórnarskiptin. „Það var yndislegt að verða aftur hluti af venjulegu heimilislífi og komast inn í fjölskyldurútín- una. Þar hafði verið minna gert ráð fyrir mér og ég kom þegar ég gat. Mér þykir húsmóðurhlut- verkið meiriháttar yndislegt, að fá að hugsa um mína menn, steikja handa þeim kjötbollur og allt það venjulega sem við lítum á sem sjálfsagðan hlut. Þegar tvíburarn- ir komust til dagmömmu komst ég svo aftur í ræktina og fékk tíma með sjálfri mér, sem var indæll lúxus sem ég hafði ekki getað leyft mér lengi,” segir Katrín sæl með lífið og tilveruna. Þegar fjöl- skyldan kemst í sumarfrí er ætl- unin að ferðast um landið og hafa það gott heima. „Ég ætla fyrst og fremst að hafa það huggulegt með strákunum mínum og manninum og sé fyrir mér að vakna á morgnana og gera það sem dagurinn býður upp á hverju sinni. Það finnst mér alltaf ljúfast og að fara út á róló með litlu kallana mína sem nú eru byrjaðir að uppgötva heiminn á tveimur jafnfljótum.“ ALDREI MEÐ SAMVISKUBIT Tvíburar Katrínar og eiginmanns hennar Bjarna Bjarnasonar rit- MAMMA LOKSINS KOMIN HEIM STJÓRNSÖM HÚSMÓÐIR Sem óbreyttur þingmaður strýkur Katrín Júlíusdóttir nú frjálsar um höfuð en þegar hún var í erilsömu ráðherraembætti. Hún nýtur nú fjölskyldulífsins en segist aldrei hafa haft samviskubit vegna lítillar viðveru heima í ráðherratíð. GAMAN „Mér þykir húsmóður- hlutverkið meiriháttar yndislegt, að fá að hugsa um mína menn, steikja handa þeim kjötboll- ur og allt það venjulega sem við lítum á sem sjálfsagð- an hlut.“ Myndlistarráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr myndlistarsjóði til úthlutunar í ágúst 2013. Upplýsingar um myndlistarsjóð, umsóknareyðublað, úthlutunarreglur og leiðbeiningar er að finna á vefsíðu myndlistarráðs myndlistarsjodur.is Umsóknarfrestur er til kl.17 mánudaginn 29. júlí 2013. Veittir verða Höfum opnað nýja hársnyrti- og rakarastofu að Vínlandsleið 14, Grafarholti. Bjóðum alla viðskiptavini, bæði gamla og nýja hjartanlega velkomna. Frábær opnunartilboð á vörum og þjónustu Tímapantanir í síma 567 6666 Hlökkum til að sjá ykkur! Hrefna og Bára HÁRFÍNT – VÍNLANDSLEIÐ 14 – 113 REYKJAVÍK – SÍMI 567 6666
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.