Fréttablaðið - 15.06.2013, Side 24

Fréttablaðið - 15.06.2013, Side 24
15. júní 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24 Þegar við Elín hittumst til að ræða ævintýrið henn-ar í Dubai á ónefndu kaffihúsi í Reykjavik lýsir hún samstundis upp staðinn en Elín er ein af þessum konum sem er allt- af jákvæð og skemmtileg. Af hverju í ósköpunum fluttuð þið til Dubai? Þegar við fluttum hingað út þá var það ekkert endi- lega út af kreppu eða neitt. Við höfðum nóg að gera á Íslandi. Við bara ákváðum að prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt og breyta til. Mér finnst Ísland besta land í heimi en ég hef einhvern veginn alltaf þurft að taka frí frá Íslandi í gegnum tíðina. Við fluttum út árið 2010 bara til þess að prófa eitt- hvað nýtt og spennandi. Við vorum orðin svolítið leið á Íslandi. Mái sótti um starf sem flugumferða- stjóri og fékk vinnuna. Erfitt að flytja frá fjölskyldu Við vorum öll mjög spennt að fara en vissum í rauninni lítið um Dubai þegar við fluttum út eða hvernig þetta myndi verða allt saman. Við tókum bara sénsinn. Ég skal alveg viðurkenna það að fjölskyldan okkar, afar og ömmur, voru ekkert svakalega ánægð með okkur þegar við tókum ákvörðun um að flytja af landi brott. Það allra erfiðasta var að fara frá þeim en auðvitað söknum við fjöl- skyldna okkar og vina sem búa á Íslandi mjög mikið en þau hafa verið mjög dugleg að koma í heim- sókn. Margir eru búnir að koma oftar en þrisvar til okkar. Svo dvel ég með krakkana á Íslandi yfir sumartímann en Mái kemur og er með okkur í þrjár vikur yfir sumarið. Samskiptaforritið Skype gerir þetta auðveldara. Ég hef búið nokkrum sinnum áður í útlöndum fyrir tíma Skype en það munar öllu. Nú fáum við ekki eins mikla heimþrá því við getum verið í góðu sambandi við fjölskylduna í gegn- um internetið. Búa á dásamlegum stað í Dubai Viltu lýsa fyrir okkur þínu nán- asta umhverfi? Við búum á besta stað í Dubai, mitt á milli tveggja golfvalla; Emirates golfclub og Montgomery golfclub. Ég er tíu mínútur að keyra niður á strönd og 10-20 mínútur í allt það helsta. Dubai er ekkert svo stór borg, það eru rétt um tvær milljónir sem búa hér. Hverfið okkar er algjör draumur með mörgum sund- laugum og tennisvöllum. Hvernig hefur þér og fjölskyld- unni gengið að aðlagast? Fyrsta árið hérna fór bara í að átta sig á þessu öllu saman, koma krökk- unum í skólann og gerast góð hús- móðir. Ég spáði ekki einu sinni í að reyna að fá mér vinnu. Mér fannst æðislegt að fá að vera hús- móðir í rólegheitum, ekkert stress bara baka og elda, labba í sund, lesa bækur og kynnast nýju fólki í góða veðrinu. Við byrjuðum til dæmis öll að æfa tennis, sem er alveg frábært. Mér fannst ég bara fá að kynnast fjölskyldunni minni betur eftir að við fluttum. Við erum miklu meira saman núna en áður, þegar við bjuggum heima á Íslandi. DÁSAMLEGT Í DUBAI Elín Reynisdóttir förðunarmeistari flutti ásamt eiginmanni og tveimur börnum til Dubai fyrir þremur árum. Hún segir fjölskyldu- tengslin hafa styrkst við flutningana, að ekki sé minnst á tækifærin í starfinu. Hvernig er að vera kona í Dubai þegar kemur að klæðnaði til að mynda? Það er bara alveg eins að vera kona í Dubai og á Íslandi. Það má klæða sig alveg eins og á Spáni. Það er ekkert tiltökumál ef við erum í stuttu pilsi eða hlýrabol. Einu skiptin sem við konur þurfum að hylja okkur er þegar við förum inn í mosku en þá klæðum við okkur í „abaya“ og hyljum hárið. Aginn mikill í skólunum Eru börnin sátt? Krakkarnir hafa fengið rosalega mikið út úr því að búa hér. Þau ganga í alþjóðlegan enskumælandi skóla sem er frekar strangur en virkilega góður skóli. Mér finnst þau hafa grætt alveg svakalega mikið á því að hafa verið hér því þau hafa lært alveg ótrúlega mikið á þessu. Til dæmis er Kolbrún María búin að vera að læra arabísku, spænsku og ensku og gengur mjög vel. Oliver er einu ári á undan í skóla en hann langar svolítið til að prófa menntó heima á Íslandi, þannig að kannski flytur hann heim á undan okkur og verð- ur hjá mömmu minni. Mér finnst aginn hérna miklu meiri og betri en í íslenskum skól- um. Sem dæmi um það þá ganga allir nemendur í eins skólabún- ingum og þar af leiðandi er ekk- ert einelti þegar kemur að klæða- burði krakkanna. Eitt sinn þurfti ég að kvarta yfir því hvernig einn drengur hagaði sér í byrjun skólaársins eftir að við komum út. Hann gerði í því að stríða Kol- brúnu svo að ég hafði samband við skólastjórann í kjölfarið og sagði honum hvernig hann hagaði sér. Skólastjórinn varð öskureiður yfir þessari hegðun og sagði hana ekki líðast í skólanum. Drengur- inn var næstum því rekinn úr skól- anum. Það sem ég var svo ánægð með var að það var tekið strax á vandamálinu. Þessi strákur hefur verið eins og engill síðan og allir eru glaðir. Það sem ég er sérstak- lega ánægð með er að krakkarnir hafa eignast alveg fullt af nýjum og góðum vinum úr öllum heims- álfum og eru alsælir með þetta. Fjölmörg spennandi verkefni Þú fékkst stórt atvinnutækifæri sem förðunarmeistari – viltu „HRESSILEG OG DREPFYNDIN SKVÍSUSAGA. VELHEPPNUÐ BLANDA AF SATC OG GIRLS MEÐ DASSI AF ALÍSLENSKUM HALLÆRISGANGI.“ FRIÐRIKA BENÓNÝSDÓTTIR / FRÉTTABLAÐIÐ „... LÍFLEG OG SKEMMTILEG ...“ ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON / FRÉTTATÍMINN 2.699 KYNNIN GAR- VERÐ Náðu í sýnishorn úr bókinni með því að skanna QR kóðann Gi ld ir til 1 . j úL Í. ELÍN REYNISDÓTTIR Elín tók sénsinn eins og hún segir sjálf og flutti alla leið til Dubai. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Aldur 43 ára Maki Már Ormarsson flugumferðarstjóri Börn Oliver 17 ára, Kolbrún María, 12 ára Áhugamál Ferðalög, íþróttir, förðun, músík og matur. Menntun 1991-1993 lærir förðunarfræði í Hollywood 1994 hefur störf í Þjóðleikhúsinu. Ferillinn 1996-2000 ráðin hjá Borgarleikhúsinu 2000- 2010. Byrjar að vinna hjá RÚV 2000-2010 samhliða förðunar- starfinu hjá sjónvarpinu starf- ar Elín sjálfstætt í fjölmörgum verkefnum eins og Eurovision svo fátt eitt sé nefnt. 26 Ellý Ármanns elly@365.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.