Fréttablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 15.06.2013, Blaðsíða 67
TÍSKA | FÓLK | 7 Þetta er miklu flottara og bjartara pláss,“ segir Aron Helgason, verslunarstjóri Smash í Smáralind sem opnaði á dögunum. Smash hefur lengi verið vinsæl meðal hjólabrettafólks á Íslandi, en aðaláhersla verslun- arinnar eru vörur tengdar því áhugamáli. Hjólabrettamenningin er sívaxandi á Íslandi og þátttak- endur eru bæði stelpur og strákar. „Við erum búin að stækka hjóla- brettahornið okkar, þar sem boðið er upp á mun meira úrval og fleiri merki en áður.“ Einnig er hægt að fá varahluti fyrir brettin, svo sem öxla og dekk af ýmsum gerðum. FYRIR BYRJENDUR OG LENGRA KOMNA Hægt er að fá ýmsar tegundir af brettum. Til dæmis má nefna svo- kölluð „cruiser“-hjólabretti sem njóta mikilla vinsælda um þessar mundir. „Þetta eru lítil plastbretti sem allir ættu að geta ráðið við. Það er algjör snilld að renna sér á þeim á sumrin og þau passa hæg- lega í bakpoka svo það er gott að ferðast með þau líka.“ Aron segir að það taki smátíma að venjast litlu brettunum en það sé vel þess virði. „Þau eru miklu liprari í beygjunum heldur en þessi stóru og maður kemst hraðar.“ Auk þess fá svokölluð long- board í versluninni, en þau eru stærri en venjuleg hjólabretti og auðveldari í notkun. Von er á nýju merki í verslanir Smash á næstu dögum. „Það er að koma sending frá Landyachtz, sem er eitt fræg- asta merkið í dag. Þetta eru bretti fyrir lengra komna og þá sem vilja fara hraðar,“ segir Aron. „Þau eru samt fyrir alla, það geta allir verið á longboard.“ Að lokum er gott úrval af hinum hefðbundnu hjólabrettum sem flestir þekkja. „Úrvalið í nýju búð- inni er miklu meira og aðgengið er betra,“ segir Aron. „Við erum alltaf til í að hjálpa þeim byrjendum sem koma í verslunina, að velja bretti og sýna þeim einhver trikk.“ Í versluninni er boðið upp á tilbúin hjólabretti, sem fólk má prófa, en eins getur viðskiptavin- urinn búið til bretti eftir sínu eigin höfði. Hann velur þá bretti, öxla og dekk og starfsmennirnir sjá um að setja það saman. „Til dæmis eru cruiser dekkin breiðari og stærri, ætluð fyrir meiri hraða og beygjur. Svo erum við með þessi hörðu hjólabrettadekk, þau eru til í ýmsum stærðum. Mjórri dekkin eru betri til að skeita á pöllum og römpum en breiðari dekkin eru betri á götunni,“ útskýrir Aron. „En svo er bara persónubundið hvað þú fílar.“ Brettin eru til fyrir alla aldurs- hópa, allt niður í fimm ára. „Já, það er aðeins erfiðara fyrir þau að byrja á þessum stóru,“ segir Aron kíminn. ALLT FRÁ TOPPI TIL TÁAR Fatnaðurinn er stór hluti af brettamenningunni og úrvalið er mikið í verslunum Smash. „Við erum með þessi helstu hjóla- brettamerki,“ segir Aron. „Vin- sælustu skórnir segir Aron vera Vans og Converse. Brettaskórnir frá Emerica fylgja þar fast á eftr, en þeir eru hannaðir af atvinnu- hjólabrettamönnum. Úrvalið er líka gott af húfum og derhúfum. Sérstaklega vinsælar eru ákveðn- ar húfur sem kallast „beanies“ frá Carhartt.“ Þó markhópurinn sé yngra fólk eru viðskiptavinirnir á öllum aldri. „Ömmurnar eru mjög virkir kaupendur,“ segir Aron og bætir við að starfsfólkið sé alltaf tilbúið til að leiðbeina við val á flíkum og öðru. Í Smash er hægt að kaupa flík- ur frá toppi til táar, frá flottustu götutískumerkjunum í dag eins- og Carhartt og Obey. „Við erum með fínar skyrtur, gott úrval af mismunandi sniðum af gallabux- um, hettupeysur, jakka, húfur og skó. Um þessar mundir er 20% afsláttur af öllum bolum, en það er aldrei hægt að eiga of mikið af bolum,“ segir Aron, hlær og bætir við að vel sé tekið á móti öllum sem koma í Smash. „Við erum rosalega glaðir og hressir strákar sem vinnum hérna og allir eru vinir.“ HJÓLABRETTAMENNINGIN FÆRIST ENN Í AUKANA SMASH KYNNIR Smash opnaði nýverið nýja og bjarta verslun í Smáralindinni. GLAÐIR OG HRESSIR Ágúst Atli Atlason og Aron Helgason, verslunarstjóri í Smash bjóða alla velkomna í nýju verslunina. MYND/VALGARÐUR GÍSLASON LITSKRÚÐUG HJÓLABRETTI FJÖLBREYTT ÚRVAL Vinsælustu skórnir eru Converse og Vans. MYND/VALGARÐUR GÍSLASON NÝ VERSLUN Í SMÁRALIND Nýja verslunin er á annarri hæð Smáralindar og bæði björt og rúmgóð. MYND/VALGARÐUR GÍSLASON NÝ OG FLOTTARI SMASH VERSLUN 20% afsláttur af öllum bolum dagana 13. - 16. júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.