Fréttablaðið - 15.06.2013, Síða 46

Fréttablaðið - 15.06.2013, Síða 46
FÓLK|TÍSKA UPPRUNINN Í BRETLANDI HARÐKÚLUHATTAR, rykfrakkar og tvíd eru upphaflega frá Bretlandi. Þetta var staðfest í nýlegri rannsókn. Ótrúlegt en satt þá ganga 85% kvenna í rangri stærð af brjóstahaldara. Þetta getur valdið eymslum í baki, hálsi, höfði og fleiri stöðum. Annað þekkt vanda- mál er að brjóstahaldarastærðir geta verið mismunandi eftir vörumerkjum og sniðum en konur fara yfirleitt ekki í brjóstamælingu fyrir hver einustu brjóstahaldarakaup. Undirfatarisinn Jockey hefur fundið lausnina en eftir átta ára þróun á nýju stærðarkerfi hefur fyrirtækið þróað hina fullkomnu lausn. Um er að ræða 55 brjóstahaldara- stærðir sem hægt er að velja um. Stærðirnar eru hannaðar út frá lögun brjóstsins og stærð. Til þess að finna út sína stærð í þessu nýja kerfi þarf að panta byrjunarsett sem sent er heim að dyrum. Settið inniheldur tíu mismun- andi stærðir af skálum sem eru mátaðar heima og einnig fylgir málband með til þess að mæla um- málið undir brjóst- unum. Með þessu móti er hægt að fá réttu brjósta- haldarastærðina og kaupandinn sleppur við að fara í mælingu í undirfatabúðum. Eftir að hafa fundið út rétta stærð sem hentar bæði stærð og lögun brjóstanna er hægt að panta brjóstahaldara á heimasíðu fyrirtækis- ins. Þetta þykir stórt stökk í rétta átt og munu vonandi fleiri fyrirtæki fylgja í fót- spor Jockey, enda skipta brjóstahald- arar gríðarlega miklu máli fyrir heilsu kvenna. A-, B-, C- og D-stærðarkerfið hef- ur verið í notkun síðustu 80 ár en nú er loksins hægt að fá brjóstahaldara sem passar eins og hann sé sérsaumaður á viðskiptavininn. ■ gunnhildur@365.is NÝ TÆKNI TIL AÐ FINNA RÉTTA BRJÓSTAHALDARANN JOCKEY Fyrirtækið hefur fundið upp nýjung fyrir kon- ur sem vilja vera í réttri stærð af brjóstahaldara. Um 85% kvenna ganga í rangri stærð. Rannsóknin var framkvæmd af Victoria og Albert safn-inu að beiðni breska tísku- ráðsins, British Fashion Council. Almennt hefur verið vitað að Bretar hafa átt stóran þátt í að móta karlfatatísku heimsins en í niðurstöðu rannsóknarinn- ar er þetta staðfest. Nefndir eru nokkrir hlutir sem sannarlega eru breskir inn að beini. Þetta eru harðkúluhatturinn, leðurskór með mynstri, rykfrakkinn, tvíd- og tartan-mynstur, skyrtur og bindi með blómamynstri, þrískipt jakkaföt, reið- frakkinn, svartar buxur með ólum, sem kallast upp á ensku „bondage“- buxur, og Wellington- stígvélin. Þá má einnig rekja klæði spjátrungsins, eða „dandy“ eins og fatastíllinn kallast upp á ensku, til Bretlands. LEÐURSKÓR Svokallaðir „brogues“-skór eru með sér- stöku mynstri. TARTAN-MYNSTUR Leikarinn Alan Cumm- ing í jakkafötum með afar líflegu tartan- mynstri. BUXUR MEÐ ÓLUM Svokallaðar „bondage“- buxur komu fyrst fram á Englandi. WELLING- TON-STÍG- VÉL Þau gerast varla breskari en þessi. HARÐKÚLU- HATTUR Klassísk þrískipt jakkaföt eru enn vinsæl. Hér eru þau á tískusýningu The Hackett í London í janúar. RYKFRAKKI Hönnuðurinn Zac Posen í klassískum rykfrakka. JAKKI ÚR TVÍDEFNI Tvídefnið er sér- staklega breskt. DANDY Klæði spjátrungsins, eða „dandy“ eins og fatastíll- inn kallast upp á ensku, má rekja til Bretlands. Byrjaðu strax að spara. Skráðu kortin ykkar núna á www.stod2.is/vild ENN MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR F ÍT O N / S ÍA 50% afsláttur af fjölskyldu- kortum Skemmtigarðsins. Þú borgar 3.000 kr. en færð 6.000 kr. inneign. O N / S ÍA AFSLÁTTUR 50 40% afsláttur af þriggja mánaða korti í baðstofu og heilsurækt. AFSLÁTTUR40 LANGAR ÞIG Á TÓNLEIKA? Það er sama hvað er að gerast - við seljum miðana. F ÍT O N / S ÍA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.