Fréttablaðið - 25.07.2013, Side 1
FRÉTTIR
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Fimmtudagur
20
2 SÉRBLÖÐ
Þjóðhátíð | Fólk
Sími: 512 5000
25. júlí 2013
173. tölublað 13. árgangur
SKOÐUN Ómar H. Kristmundsson
segir fáar vísbendingar um „fitulag“
meðal starfsmanna ríkisins. 21
MENNING Ásta Katrín Viggósdóttir
teiknar fallegar myndir af gæludýrum
eftir pöntun. 54
SPORT Íslandsmótið í höggleik hefst
á Korpunni í dag. Sterkustu kylfingar
landsins mæta til leiks. 50
Gjafakort
er góð gjöf
Opið til
21
500GB VASAFLAKKARI
11.990
Bolungarvík 17° NA 3
Akureyri 18° NA 2
Egilsstaðir 18° A 3
Kirkjubæjarkl. 18° A 3
Reykjavík 17° V 2
BJARTVIÐRI Hæg breytileg átt eða
hafgola í dag og yfirleitt léttskýjað en
sums staðar þoka við ströndina einkum
A-til. Hiti 10-24 stig. 4
BUSLAÐ Í BLÍÐUNNI Sólin hefur leikið við höfuðborgarbúa sem og aðra landsmenn undanfarna daga og var ekki annað að sjá en að þessir hressu drengir hefðu það
mjög gott í blíðunni. Þeir sulluðu af miklum móð í þessu skemmtitæki í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. sjá síðu 10 MYND/ARNÞÓR
MANNLÍF „Ég var afar sorgmædd
yfir þessu máli fyrst,“ segir Erla
Durr Magnúsdóttir, sem varð
fyrir aðkasti varaborgarstjórans
í serbnesku borginni Krusevac.
Erla, sem er sjálfboðaliði hjá
samtökum tengdum Evrópusam-
bandinu, hélt kynningu fyrir ung-
mannasamtök í Krusevac sem
síðan töluðu lofsamlega um þá
kynningu á Facebook og hengdu
við mynd af
Erlu á hlýrabol
að tala til ung-
mennanna.
Sá
varaborgar-
stjórinn í Kruse-
vac þá ástæðu
til að líkja Erlu
við papriku-
tínslu konu og
sagði að það væri aldeilis fegurð-
in sem Evrópusambandið hefði
sent æskunni í borginni.
Serbnesku þjóðinni mislíkaði
framkoma Miladinovic. Varð
hún að segja af sér embætti vara-
borgarstjóra. „Hún er opinber
persóna sem ætti að taka sér alla
þá landa sína til fyrirmyndar sem
ofbauð framkoma hennar,“ segir
Erla. - jse / sjá síðu 2
Varaborgarstjóri í Serbíu lét niðrandi orð falla um íslenskan sjálfboðaliða:
Hæddi Íslending og sagði af sér
FÓTBOLTI FH vann frækinn 2-1
sigur á litháísku meisturunum
í Ekranas í 2. umferð forkeppni
Meistaradeildar Evrópu á þriðju-
dagskvöldið. Liðið vann 1-0 sigur
í fyrri leiknum og tryggði sér því
sæti í 3. umferð keppninnar. And-
stæðingar FH verða austurrísku
meistararnir Austria Vín.
Hafnfirðingar, sem urðu Íslands-
meistarar síðastliðið sumar og
tryggðu sér þannig þátttökurétt í
keppninni, hafa þegar tryggt sér
tæplega 60 milljónir króna frá
Knattspyrnusambandi Evrópu eftir
leik sinn gegn Ekranas. FH á vísar
52 milljónir króna til við bótar jafn-
vel þótt liðið falli úr keppni gegn
stórliðinu frá Austurríki.
Takist FH hins vegar að slá
austur ríska félagið úr keppni, sem
er metnaðarfullt en ekki óhugs-
andi markmið, fær liðið rúman
hálfan milljarð króna til viðbót-
ar. Heildarupphæðin myndi nema
653 milljónum króna. Ljóst er að
slík upphæð myndi breyta öllu
rekstrar umhverfi hjá knattspyrnu-
deild FH. Velta deildarinnar á síð-
asta ári var um 170 milljónir. Velta
austurríska félagsins var tæplega
tuttugu sinnum meiri, eða um 3,2
milljarðar króna. - esá / sjá síðu 46
FH gæti fengið 653 milljónir
Karlalið FH í knattspyrnu hefur aflað sér tæplega 60 milljóna króna í tekjur með þátttöku sinni í Meistaradeild
Evrópu. Mun hærri fjárhæðir eru handan við hornið gangi liðinu vel í einvígi sínu gegn Austria frá Vínarborg.
FAGNAÐ FH-ingar nutu kvöldsins í
Kaplakrika á þriðjudag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ERLA DURR
MAGNÚSDÓTTIR
Stórverkefni í
milljarðafélagi
Halldór Jörgensson hættir sem for-
stjóri Microsoft á Íslandi og gerist
sölu- og markaðsstjóri Surface-
spjaldtölvu Microsoft í öllum löndum
utan Bandaríkanna. 2
Dýrar eftirlitsstofnanir
Kostnaður við opinberar eftirlits-
stofnanir á Íslandi hefur þrefaldast
frá árinu 2002. 4
Ekki fyrir lofthrædda
Lundaveiðimenn í Vestmannaeyjum
gengu hæversklega fram á þeim
fimm dögum sem heimilt var að
fanga fuglinn. 8
Lúxus í íslenskri náttúru
Nokkrir staðir á Íslandi sameina
endurnæringu og ferðalög í fagurri
náttúru landsins. 12