Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.07.2013, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 25.07.2013, Qupperneq 4
25. júlí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 3.600 rúmkílómetrar af ís eru bundnir í ís- lensku jöklunum. Jöklarnir þynnast um einn metra á ári að meðaltali samkvæmt tölfræði Veðurstofu Íslands. Yfirborð heimshafanna hækkar um 0,03 millimetra á ári vegna þynn- ingar íslensku jöklanna. AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sigurður Helgi Grímsson sigurdurhg@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Gildistími korta er um hádegiVeðurspá Laugardagur Hæg breytileg átt. MUNIÐ EFTIR SÓLARVÖRN Þeir sem ætla að njóta sólarinnar ættu að bera á sig sólarvörn sem er að minnsta kosti númer 15 og ef útivistin nær yfir allan liðlangan daginn þarf að muna að bera hana oft á eða nota sterkari vörn. 17° 3 m/s 16° 2 m/s 17° 2 m/s 12° 2 m/s Á morgun Hæg vestlæg eða breytileg átt. 17° 16° 16° 19° 20° Alicante Basel Berlín 32° 31° 28° Billund Frankfurt Friedrichshafen 26° 29° 29° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 23° 23° 25° London Mallorca New York 25° 31° 24° Orlando Ósló París 31° 27° 30° San Francisco Stokkhólmur 19° 24° 18° 3 m/s 16° 4 m/s 18° 3 m/s 15° 3 m/s 18° 2 m/s 14° 2 m/s 18° 2 m/s 17° 16° 22° 22° 20° Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður MENNING Síðasta fimmtudags- kvöldganga sumarsins á vegum Þjóðgarðsins á Þingvöllum er í kvöld. Þá mun Hilmar Örn Hilmars son, tónskáld og allsherjar goði, fjalla um Lögberg og rifja upp helstu hugmyndir um staðsetningu þess. „Skiptar skoðanir hafa verið um staðsetningu Lögbergs frá því að fyrstu rannsóknir hófust á Þingvöllum um miðja nítjándu öld,“ segir í tilkynningu frá Þjóð- garðinum. Gangan hefst klukkan átta og gengið er frá fræðslumið- stöðinni. - gar Kvöldganga á Þingvöllum: Allsherjargoði leitar Lögbergs HILMAR ÖRN HILMARSSON Skoðar mögulegar staðsetningar Lögbergs. LÖGREGLUMÁL Verslunarstjóri í Bónus elti uppi mann sem hann sá stela úr verslun sinni. Hann hljóp þjófinn uppi með lögregluna í símanum. Maðurinn reyndist hafa stolið úr fleiri verslunum. Lögregla handtók manninn eftir að verslunarstjórinn stöðv- aði för hans. Maðurinn var með þýfi úr Bónus og úr öðrum versl- unum. Maðurinn er vímuefna- neytandi sem lögregla telur fjár- magna neyslu sína með þjófnaði. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu fór fram á gæsluvarðhald yfir manninum til 16. ágúst þar sem talið var líklegt að hann bryti af sér aftur. Héraðsdómur Reykja- víkur féllst á kröfuna fyrir helgi, og Hæstiréttur hefur nú staðfest þá niðurstöðu. - bj Síbrotamaður í varðhald: Verslunarstjóri hljóp uppi þjóf Eftirlitið er dýru verði keypt 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 STJÓRNSÝSLA Kostnaður við rekst- ur ýmissa eftirlitsstofnana hefur aukist um 316% á verðlagi dagsins í dag frá árinu 2002 til 2012. Árið 2002 kostaði rekstur Fjár- málaeftirlitsins, samkeppnis- yfirvalda, Neytendastofu og Talsmanns neytenda tæpar 740 milljónir en rúma 2,3 milljarða árið 2012 samkvæmt Ríkisreikn- ingi. Mest var aukningin á árunum fyrir hrun eða úr tæpum 800 millj- ónum á ári 2004 í 2,4 milljarða árið 2008. Kostnaðurinn dróst lítillega saman eftir hrun en hefur náð fyrri hæðum að nýju. Orri Hauksson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins, segir aukið eftirlit íþyngja atvinnu lífinu. „Fyrirtækin finna mjög mikið fyrir þessu aukna umfangi eftir- lits í landinu. Það er búið að aukast um mörg hundruð prósent hérna á einum áratug. Sumt af þessu eftir- liti er afar nauðsynlegt og veitir okkur öryggistilfinningu en annað myndi ég segja að sé hreinn óþarfi og að minnsta kosti sé verið að kosta of miklu til,“ segir Orri. Hann segir ekki rétt sem haldið hefur verið fram að eftirlit fyrir hrun hafi minnkað. „Við vorum búin að auka umfang regluverksins og eftirlitsins mjög mikið hér fyrir fjármálakrepp- una og eftir hana hefur þetta auk- ist ennþá meira. Einhvers staðar eru nú efri mörk á því hverju þetta skilar.“ Orri gefur lítið fyrir þær stað- Kostnaður við eftirlit þrefaldast á tíu árum Íslendingar reiða nú fram rúmlega þrefalt meira til eftirlitsstofnana en árið 2002. Eftirlit fyrir hrun var aukið. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir eftirlits- stofnanir standa atvinnulífi fyrir þrifum og fela í sér mikinn falinn kostnað. hæfingar að auka þurfi eftirlit nú vegna hrunsins. „Eftirlit er nauðsynlegt en það hvernig þetta er gert á Íslandi og hvernig við höfum verið að auka þetta eftirlit er að sumu leyti óþarft.“ Fyrirtækin velti svo oft kostnað- inum yfir á almenning. „Þetta endar á því að vera kostn- aður sem veltist yfir á almenn- ing. Það verður bara dýrara að reka fyrirtæki sem þýðir að ein- hvers staðar endar kostnaðurinn. Það verður þá minni hagnaður hjá fyrirtækjum eða hærra verð til neytenda, nema hvort tveggja sé,“ segir Orri Hauksson. johanness@365.is ORRI HAUKS- SON Orri segir eftirlits- stofnanir fela í sér mun meiri falinn kostnað en af sé látið. BANDARÍKIN, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti gagnrýndi repúblikana á þingi fyrir snúa stjórnmálunum upp í „endalaus- ar truflanir, pólitíska stæla og sýndar hneyksli“ í staðinn fyrir að snúa sér að því sem mikilvægast væri, efnahagsmálum þjóðarinnar. Þetta sagði hann í ræðu um efna- hagsmál, sem hann flutti í gær í Knox-háskólanum í Illinois, en þar flutti hann fyrstu stóru pólit ísku ræðuna sína, þá nýkjörinn öld- ungadeildarþingmaður. Í ræðunni hét hann því að „nota hverja einustu mínútu þeirra 1.276 daga sem eftir eru af kjörtímabili mínu til að sjá til þess að þetta land fari að virka fyrir Banda- ríkjamenn aftur.“ Hann lagði mikla áherslu á að stöðva sívaxandi tekjumisvægi, en þetta hefur verið eitt helsta áherslumál hans í efnahagsmálum bæði kjörtímabilin. „Jafnvel þótt fyrirtæki séu nú að búa til ný störf og hafi skilað methagnaði, þá hefur nærri öll tekjuaukning síðustu tíu ára haldið áfram að hafna hjá tekjuhæsta prósentinu,“ sagði hann. „Meðalframkvæmdastjóri hefur fengið nærri 40 prósenta kaup- hækkun síðan 2009, en meðal Bandaríkjamaður hefur sömu eða minni tekjur en hann eða hún hafði árið 1999.“ - gb Barak Obama Bandaríkjaforseti segir repúblikana þvælast fyrir því að efnahagsmál komist á dagskrá: Sakar andstæðinga um „endalausa stæla“ BARACK OBAMA Segir repúblikana ekki fást til að tala um það sem máli skipti, efnahagsmálin. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NEW YORK, AP Sameinuðu þjóðirn- ar hafa ákveðið að 19. nóvember verði alþjóðlegur salernisdagur. Með þessu er athygli vakin á því að 2,5 milljarðar manna hafa ekki aðgang að salerni. Þetta var samþykkt einróma á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna í gær. Alls búa um sjö milljarðar manna á jörðinni. Af þeim eiga sex milljarðar farsíma, en ein- ungis 4,5 milljarðar hafa aðgang að salerni. - gb Nýr alþjóðadagur ákveðinn: Dagur helgaður vatnssalernum BANDARÍKIN, AP Fyrir Banda- ríkjaþingi liggur nú frumvarp um að frá og með árinu 2022 hætti ríkið að láta bera út póst heim til fólks. Þess í stað verði einkapóstur skilinn eftir ýmist í pósthólfum á götuhornum eða póstkössum fyrir fjöldapóst. Sitt sýnist hverjum um þessi áform, en hugmyndin er sú að spara ríkinu fé. Á síðasta ári var póstþjónusta Bandaríkjanna rekin með 16 milljarða dala tapi. - gb Sparnaður ræddur á þingi: Vilja hætta að bera póst heim SALERNI 2,5 milljarðar manna hafa ekki aðgang að salerni. NORDICPHOTOS/AFP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.