Fréttablaðið - 25.07.2013, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 25. júlí 2013 | FRÉTTIR | 11
VÍSINDI Fjallgarðar á plánetunni
Mars veita vísbendingar um að
þar hafi rignt einhvern tímann í
sögu plánetunnar rauðu.
Vísindamenn við Brown-
háskóla í Bandaríkjunum telja
jarðmyndanir á fjöllunum svipa
til fjalla á Havaí, þar sem vindur-
inn blæs skýjum upp fjallgarðana
en megnar ekki að koma þeim
yfir. Þar af leiðandi rignir bara
öðru megin á fjöllin.
Vísindamenn eru almennt sam-
mála um að vatn hafi verið á
yfirborði Mars, en gögn hefur
skort til að sýna fram á hvort það
flæddi einfaldlega upp á yfir-
borðið eða hvort því rigndi eða
snjóaði yfir yfirborðið. - bj
Fjöllin veita vísbendingu:
Virðist hafa
rignt á Mars
SKORNINGAR Skorningar í fjöllunum á
Mars gætu veitt vísbendingar um veður-
far á plánetunni á meðan vatn fannst á
yfirborðinu. MYND/NASA
SVARTFJALLALAND, AP Nokkur hundruð manns
gerðu aðsúg að gleðigöngu samkynhneigðra í
Svartfjallalandi í gær. Þetta var fyrsta gleði-
gangan í sögu landsins.
Árásarmennirnir köstuðu grjóti, flöskum og
glösum að göngufólkinu, og jafnvel stólum af
kaffihúsum.
Fáeinir tugir manna tóku þátt í göngunni og
fékk hópurinn lögregluvernd, þannig að gang-
an gekk stórslysalaust fyrir sig.
Um tuttugu árásarmenn voru handteknir.
„Því miður hefur Svartfjallaland á tuttugu
ára umbreytingartímum ekki náð nægum
þroska til að þola það að fólk sé mismunandi,“
sagði Rasko Konjevic innanríkisráðherra.
Zdravko Cimbaljevitsj, sem árið 2010 varð
fyrstur íbúa Svartfjallalands til að lýsa því yfir
að hann væri samkynhneigður, sagðist vissu-
lega hafa reiknað með andstöðu í gær, „…en
þessi árás er satt að segja hin sanna ímynd
Svartfjallalands.“
Íbúar landsins eru um 600 þúsund talsins.
Samfélagið er íhaldssamt og karlremba sögð
landlæg. Ekki hefur þótt þorandi að efna til
gleðigöngu fyrr vegna hótana um ofbeldi.
- gb
Hundruð manna réðust á samkynhneigða í gleðigöngu í Svartfjallalandi:
Köstuðu grjóti, glösum og stólum
SAMKYNHNEIGÐIR Í LÖGREGLUFYLGD Lögreglan
verndaði göngufólk gegn ofbeldi öfgamanna.
NORDICPHOTOS/AFP
EGYPTALAND, AP Yfirmaður
egypska hersins hvetur fólk til að
halda út á götur á morgun til að
mótmæla ofbeldi og styðja bæði
herinn og nýju stjórnina, sem
herinn kom til valda í byrjun júlí.
Abdel Fattah el Sisi herforingi,
sem er í senn æðsti yfirmaður
hersins, varnarmálaráðherra og
aðstoðarforsætisráðherra, segir
að fjölmenn mótmæli nú gefi
stjórninni og hernum „umboð“ til
að gera það sem þarf til að stöðva
blóðsúthellingar, eins og hann
orðaði það. - gb
Herinn biður um stuðning:
El Sisi hvetur
til mótmæla
VIÐSKIPTI Tekjur Marel hf. lækk-
uðu um 4,3 prósent á öðrum árs-
fjórðungi þessa árs miðað við
sama tímabil í fyrra.
Tekjurnar í ár námu 178,4 millj-
ónum evra, sem samsvarar um
28,5 milljörðum króna. Rekstrar-
hagnaðurinn nam því sem svarar
um tveimur milljörðum króna.
„Afkoma Marel á fyrri helmingi
ársins 2013 endurspeglar krefj-
andi markaðsaðstæður og áfram-
haldandi töf á fjárfestingu á
helstu mörkuðum félagsins,“ segir
í tilkynningu félagsins. „Marel
gerir ráð fyrir að viðsnúningur á
mörkuðum verði á næsta ári í stað
seinni hluta þessa árs og gerir ráð
fyrir hóflegri lækkun tekna fyrir
árið í heild.“ - gar
Tekjur lækka milli ára:
Marel býst við
viðsnúningi
THEO HOEN Forstjóri Marel reiknar
með betri tíð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Álagningar- og innheimtuseðlar
einstaklinga eru aðgengilegir á þjónustuvef ríkisskattstjóra;
www.rsk.is og www.skattur.is.
Útborgun bóta og endurgreiðsla
hefst 1. ágúst
Barna- og vaxtabætur
ásamt öðrum inneignum verða greiddar 1. ágúst.
Innheimta eftirstöðva hefst á sama tíma.
Unnt er að vitja inneigna hjá Tollstjóranum í Reykjavík
og sýslumönnum um land allt.
Álagningarskrár liggja frammi á starfsstöðvum
ríkisskatt stjóra, dagana 25. júlí til 8. ágúst 2013
að báðum dögum meðtöldum.
Kærufresti lýkur 26. ágúst 2013.
Álagningu
skatta er lokið
skattur.is