Fréttablaðið - 25.07.2013, Page 18
25. júlí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 18
Arðsemi í rekstri íslensku bank-
anna, sem einkavæddir voru á
árunum 1998 til 2003, var hvað
lakastur á árunum 2006 til 2007, á
sama tíma og bókhaldslegur hagn-
aður var hvað mestur.
Þetta kemur fram í nýútkominni
meistararitgerð Snorra Jakobs-
sonar um áhrif eignarhalds á
rekstrarárangur íslenskra inn-
lánastofnana. Ritgerðin hlaut
framúrskarandi einkunn í Hag-
fræðideild Háskóla Íslands.
Helstu niðurstöður eru þær að
rekstur ríkisbankanna hafi ekki
orðið skilvirkari eftir einkavæð-
ingu þrátt fyrir að flestar rann-
sóknir sýni fram á að einkabank-
ar skili almennt meiri arðsemi og
séu skilvirkari í rekstri.
„Framkvæmd við einkavæðingu
íslensku bankanna mistókst. Ríkis-
bankarnir voru litlir og kostnaður
var mjög hár. Í stað þess að fara
í niðurskurð og hagræða í rekstri
eftir einkavæðinguna ákváðu
bankarnir heldur að fara í útrás,“
segir Snorri, sem bendir á að
menn hafi ekki horft nógu mikið á
grunnrekstur bankanna.
Í ritgerðinni kemur fram að við
fyrstu sýn hafi íslenska banka-
kerfið virst standa traustum
fótum. Arðsemi var há, hlutabréfa-
verð hátt og lánshæfismat sterkt.
Hins vegar þurfti ekki að kafa
djúpt í reikninga þeirra til þess að
sjá að grunnreksturinn var mjög
veikur.
„Að fara í niðurskurð er alltaf
óvinsælt og hræðsla bankanna við
að missa markaðshlutdeild sína
gerði það að verkum að ekki var
tekið til slíkra aðgerða,“ útskýrir
Snorri.
Í staðinn fyrir hagræðingu voru
óreglulegir liðir í rekstri bank-
anna, líkt og gengishagnaður, not-
aðir til að bæta upp slakan grunn-
rekstur.
„Lítill munur var á rekstri bank-
anna fyrir og eftir einkavæð-
ingu. Hins vegar var bókhaldsleg
arðsemi einkavæddu bankanna
mun betri, sem gaf óraunveru-
lega mynd af stöðu þeirra,“ segir
Snorri.
Samkvæmt niðurstöðum rann-
sóknarinnar voru íslenskir bank-
ar litlar og óhagkvæmar einingar.
Eigendur höfðu því um tvennt að
velja, pólitískt óvinsælan niður-
skurð eða útrás. lovisa@frettabladid.is
Einstaklingar greiða 11,7 milljarða króna í
fjármagnstekjuskatt vegna ársins 2012, sem
er 13,9 prósenta aukning frá síðasta ári. Um
42 þúsund greiddu fjármagnstekjuskatt á
árinu.
Alls greiddu 5.980 aðilar, um 3.100
fjölskyldur, samtals 5,6 milljarða króna í
auðlegðarskatt vegna ársins 2012. Það er 0,3
prósenta lækkun frá árinu 2011. Viðbótarauð-
legðarskattur var lagður á hlutabréfaeign
4.988 skattgreiðenda, samtals 3,5 milljarðar
króna, sem er 44 prósenta aukning milli ára.
Að fara í
niðurskurð er
alltaf óvinsælt
og hræðsla
bankanna við
að missa
markaðs-
hlutdeild sína gerði það að
verkum að ekki var tekið
til slíkra aðgerða.
Snorri Jakobsson
hagfræðingur
25%
20%
15%
10%
5%
0%
-5%
-10%
ARÐSEMI ÍSLENSKA BANKAKERFISINS
6,3%
0,2% 0,2%
8,5%
1,8%
5,3%
18,7%
22,3%
24,0%
1,3%
6,3%
11,3%
7,1%
3,1%
-0,1%
1,4%
8,1%
2,3%
-1,5%-1,5%
-9,5%
-7,6%
1,0%
1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007
Arðsemi
reglulegs rekstrar
eða grunnrekstrar
Arðsemi
bókhaldslegs
rekstrar
Heimild: Snorri Jakobsson
Myndin sýnir að grunnrekstur íslensku
bankanna fór versnandi eftir að
ríkisbankarnir Landsbanki Íslands og
Búnaðar banki Íslands voru að fullu
komnir í eigu einkaaðila í lok árs 2003.
Grunnrekstur var hvað verstur á
árunum 2006 til 2007, rétt fyrir hrun,
en á sama tíma var bókhaldslegur
hagnaður hvað mestur.
Óreglulegir liðir, líkt og gengis-
viðskipti, voru notaðir til að bæta upp
slakan grunnrekstur.
Grunnrekstur var betri fyrir einkavæðingu
Arðsemi íslensku bankanna varð
minni við einkavæðingu þeirra
Þótt rannsóknir bendi til að einkabankar séu skilvirkari í rekstri en ríkisbankar átti það ekki við um íslensku bankana eftir einkavæðingu
ef marka má nýja ritgerð. Framkvæmd einkavæðingarinnar mistókst og gengishagnaður var notaður til að bæta upp slakan grunnrekstur.
Skuldir íslenskra heimila jukust um
rúmlega 1,5 prósent á síðasta ári og
skuldar meðalheimilið nú um 12
milljónir króna. Eignirnar juk-
ust þó meira, um 6,9 prósent sam-
kvæmt samantekt Ríkisskattstjóra.
Íslensk heimili skulduðu samtals
1.785 milljarða króna í árslok 2012
samanborið við 1.759 milljarða í
byrjun þess árs.
Um 68 þúsund fjölskyldur af
þeim 94 þúsundum sem telja fram
skulduðu í húsnæði sínu en 26 þús-
und skulda ekkert í húsnæði sínu.
Heildar skuldir heimilanna vegna
húsnæðisskulda voru 1.159 millj-
arðar í lok árs 2012. Þær fjölskyldur
sem skulda vegna húsnæðiskaupa
skulda um 17 milljónir að meðaltali.
Eignir heimilanna námu 3.861
milljarði króna í lok síðasta árs og
höfðu þá aukist um 6,9 prósent á
árinu. Ástæðan er einkum hækkað
verðmæti fasteigna. Verðmæti fast-
eigna, sem er ríflega tveir þriðju af
eignum heimilanna, jókst um 9 pró-
sent í fyrra en verðmæti annarra
eigna um 2,4 prósent. - bj
Meðalfjölskyldan skuldar um tólf milljónir króna samkvæmt samantekt ríkisskattstjóra á skattamálum:
Eignir heimilanna aukast meira en skuldir
➜ Fjármagnstekjuskattur skilar meiru
EINKABANKARNIR EKKI ARÐSAMARI Landsbanki Íslands varð að fullu einka-
væddur árið 2003, ásamt Búnaðarbanka Íslands.
Ársverðbólgan mælist nú 3,8 pró-
sent og hækkar lítillega eftir að
hafa staðið í 3,3 prósentum síðustu
mánuði.
Samkvæmt mælingu Hagstofu
Íslands lækkaði vísitala neyslu-
verðs um 0,27 prósent milli júní
og júlí. Ástæður þess að vísitalan
lækkar á milli mánaða eru einkum
sumarútsölur á fötum og skóm,
sem ná að vega upp hækkun á
áhrifum húsnæðis og hækkandi
eldsneytisverðs, og ríflega það. - bj
Verðbólgan mælist 3,8%:
Sumarútsölur
duga ekki til
Áttu leið um Fljótsdal?
Ef þú átt leið um Fljótsdal í sumar er upplagt að koma við
í gestastofunni í Végarði og kynnast Fljótsdalsstöð, stærstu
vatnsaflsstöð landsins. Þar er heitt á könnunni alla daga
í sumar og boðið upp á leiðsögn við Kárahnjúkastíflu og
Hálslón, vatnsmesta lón landsins.
Gestastofur Landsvirkjunar eru opnar 10-17 alla daga í allt sumar:
Búrfellsstöð
Gagnvirk orkusýning og vindmyllur á Hafinu
Kröflustöð
Jarðvarmasýning í gestastofu
Fljótsdalsstöð
Gestastofa í Végarði og leiðsögn um Kárahnjúka
mið. og lau. 14-17. Nánari upplýsingar á
www.landsvirkjun.is/heimsoknir