Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.07.2013, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 25.07.2013, Qupperneq 22
25. júlí 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 22 Nýverið birtust hér í blaðinu 17 erindi af því sem höfundur, Sif Sigmarsdóttir, kallar Alþingis limrur. En reynd- ar er hér á ferð hið versta hnoð sem ég hef séð á prenti. Kannski leyfist höfundi að kalla þetta limrur í lokuðum hóp fólks sem ekkert veit um kveðskap, bragarhætti og annað þvíumlíkt. En að leyfa sér að birta á prenti slíkt rusl, undir heiti hins fagra limruforms, er náttúrlega höfundi til ævarandi skammar. Það er einfaldlega ekki öllum gefið að setja saman brag og það hefur Sif Sigmars dóttir sannað með óyggj- andi hætti. Það er einnig til hábor- innar skammar að Fréttablaðið skuli leyfa sér þann glæp að ráðast að helgum véum limrunnar með því að birta umrætt hnoð. Galdur í einfaldleikanum Limra er vísa í fimm línum og er formið þannig að fyrstu tvær lín- urnar og sú fimmta ríma með enda- rími, og svo ríma lína þrjú og fjög- ur. Oftast er um valstakt að ræða, þ.e. þrískiptur taktur er ríkjandi, þótt finna megi ótrúlegustu afbrigði sem ekkert eiga skylt við þrískiptan takt. Í því sem e.t.v. má kalla fyrirmyndar limru eru línur eitt, tvö og fimm þannig byggðar að fyrst kemur forliður, þá koma tveir þríliðir og svo tví- liður. En línur þrjú og fjög- ur eru aftur á móti þannig byggðar að fyrst kemur for- liður, þá einn þríliður og svo stúfur (getur líka verið tví- liður eða jafnvel þríliður): Ef ljóðskáldið limru vill yrkja má líklega kímnina virkja og víst er hún góð hjá vísnanna þjóð ef vináttuböndin skal styrkja. Formið er í raun bæði einfalt og flókið, því þrátt fyrir einfalt yfir- bragð býr skemmtilegur galdur í þessum einfaldleika. Og ef ég reyni að lýsa þessum galdri, þá er hann falinn í því að fyrst kemur lína sem kynnir það sem lýsa skal og þá kemur lína sem undirstrikar þá fyrstu eða lýsir viðfangsefninu nánar. Svo koma tvær stuttar línur sem eru tröppur upp í lokahnykk- inn. Lokalínan setur svo punktinn aftan við frásögnina. Þetta gerir það að verkum að formið sjálft verður epískt; frásögn leynist í forminu sjálfu. Þessi galdur verður sýnilegur og jafnvel afar áberandi þegar réttum brögðum er beitt. Íslensk hefð hefur svo bætt við limruna stuðlasetningu sem í dag þykir nauðsynlegt að skarta ef limra á að teljast boðleg. Stuðla- setningin er þá byggð á þeim reglum og þeim hefðum sem prýða íslenska bragfræði. Ekki sé ég ástæðu til að draga fram sögu limrunnar eða styðja mál mitt ítarlegri rökum þegar ég legg á það áherslu að Sif Sigmars- dóttir ætti að leita til sérfræðinga áður en hún gerir aðra atlögu að bragfræðinni. Limran er yndis- legt bragform og jafnvel þótt ein- staka ambögur geti verið fyndnar, þá er algjör óþarfi að safna þeim öllum saman og setja á prent. Sif ætti sem fyrst að biðja alla vel- unnara kveðskapar afsökunar á framferðinu. Hún sýnir okkur að vísu að hún hefur kjark til að núllstilla íslenska limrugerð með atlögu sinni. En hér verður henni ekki hrósað fyrir þá döngun. Ég get ekki annað sagt en að hortittasafn Sifjar Sigmarsdóttur hljóti að flokkast sem það versta sem ég hef lesið – hef ég þó lesið margt á langri ævi. Alþingisambögur Þann 19. júlí sl. var birt á forsíðu Fréttablaðsins frétt undir fyrirsögninni „Bera mörg merki mansals“ þar sem m.a. er vitnað í orð mín. Því miður er viðtal- ið eins og það birtist óná- kvæmt og beinar tilvitn- anir í mig ekki réttar. Það sem mér og blaðakonu fór á milli er rakið hér. Þann 18. júlí sl. hringdi blaðakona Fréttablaðsins í mig til að kanna hvort ég hefði séð nýlega umfjöllun blaðs- ins um starfsemi svokallaðra kampavínsklúbba í Reykjavík og spurði hvað ég hefði um þessa umfjöllun að segja út frá starfi mínu í Kristínarhúsi. Umfjöll- unina hafði ég séð og svaraði því til að kampavínsklúbbarnir hefðu ekki komið til umræðu í Kristínar- húsi og ég vissi því ekkert meira um þá en það sem ég hafði lesið á vef Vísis. Innt eftir viðbrögðum við umfjölluninni sagði ég að fyrst og fremst þætti mér að blaðið ætti að hafa samband við lögreglu, sem eftirlitsaðila með starfseminni, og óska eftir viðbrögðum hennar. Vegna starfa minna þekki ég vel til þekktra einkenna mansals og vændis og ýmissa vísbendinga sem geta bent til þess að slíkt eigi sér stað. Ég sagði blaðakonu almennt frá einkennum vændis og mansals og benti á ákveðnar hlið- stæður sem hægt var að sjá með lýsingu Fréttablaðsins á starf- semi hinna svonefndu kampavíns- klúbba og þekktra vísbendinga um vændi og mansal. Fullyrti ekki um vændi eða mansal Þar ber fyrst að nefna að skv. umfjöllun blaðsins væri hægt að fara afsíðis með konu í tíu mínút- ur fyrir 20.000 krónur. Ég benti á að það væri vel þekkt gangverð fyrir vændi á Íslandi í dag. Þá hjó ég eftir því í umfjöllun- inni að starfskonur að minnsta kosti annars klúbbsins væru flestar erlendar og hefðu aðeins verið í mjög stutt- an tíma á Íslandi. Ég benti á að það væru þekkt einkenni mansals að staða kvenna sem standa höllum fæti væri misnotuð og að konur sem seldar væru mansali væru oft á eilífu flakki milli landa. Í umfjöllun Fréttablaðsins hafði auk þess komið fram að konurnar virtust lúta stjórn einnar konu inni á staðnum og byggju allar á sama stað utan vinnu. Aftur benti ég á að þekkt vísbending um man- sal er skertur yfirráðaréttur yfir eigin lífi, m.a. búsetu, auk þess sem konur geta stýrt mansali og gert út aðrar konur líkt og karlar. Í lok viðtals ítrekaði ég mikilvægi þess að kalla eftir viðbrögðum lög- reglu. Ég fullyrti hins vegar ekki í viðtalinu að á umræddum stöðum væri stundað vændi og/eða man- sal. Þau einkenni mansals og vænd- is sem ég tiltók eru öll vel þekkt og í samræmi við alþjóðlegar skil- greiningar og gátlista um man- sal. Ég þekki ekki persónulega til starfsemi kampavínsklúbbanna og gat því ekki fullyrt um hvers kyns starfsemi fer þar fram. Því byggð- ust svör mín einvörðungu á því að bera saman þekktar vísbending- ar um mansal við lýsingar blaða- manns á starfseminni án þess að draga ályktanir af því. Vegna viðtals um kampavínsklúbba LJÓÐAGERÐ Kristján Hreinsson skáld ➜ Ekki sé ég ástæðu til að draga fram sögu limrunnar eða styðja mál mitt ítarlegri rökum þegar ég legg á það áherslu að Sif Sigmarsdóttir ætti að leita til sérfræðinga áður en hún gerir aðra atlögu að bragfræðinni. ➜ Ég þekki ekki persónulega til starfsemi kampavíns- klúbbanna og gat því ekki fullyrt um hvers kyns starfsemi fer þar fram. Sóknarpresturinn Gunnar Jóhannesson fjallar enn um trúfrelsisstefnu Sið- menntar í Fréttablaðinu 18. júlí síðastliðinn. Það sem vakti mest athygli mína við nýjustu grein Gunnars er að hann virðist algjörlega sammála grund- vallarstefnu Siðmenntar sem hann er þó að gagn- rýna: „Ég tek sannarlega undir það að hinu opin- bera skuli ekki stjórnað á tiltekn- um trúarlegum forsendum sem bindandi séu fyrir alla þegna, að því gefnu að með „trúarlegum for- sendum“ sé ekki eingöngu átt við lífsskoðanir sem byggja á guðstrú heldur einnig þær sem grundvall- ast á guðleysi, enda eru þær í eðli sínu trúarlegar.“ Hér endurtekur Gunnar í raun það sem ég sagði í minni síðustu grein (Sóknarprestur misskilur hugtökin trúfrelsi og veraldlegt samfélag) þar sem ég lagði sér- staka áherslu á að í veraldlegu samfélagi fer hvorki fram boðun á trú né lífsskoðun í opinberu rými: „Með veraldlegu samfélagi er reynt að tryggja að opinberar stofnanir séu ekki grundvallað- ar á ákveðinni trú eða lífsskoðun. Í veraldlegu samfélagi fer ekki fram boðun á ákveðinni trú eða lífsskoðun á vegum hins opinbera eða í opinberu rými.“ Og: „Í veraldlegu samfélagi eru opinberar stofnanir hlutlausar þegar kemur að lífsskoðunum. Þar hanga ekki uppi á vegg boðorðin tíu og ekki heldur stefnuskrá Sið- menntar. Þar starfa ekki einstaklingar sem hafa það hlutverk að kristna einstaklinga og ekki held- ur guðleysingjar frá Sið- mennt sem vinna við að sannfæra fólk um gildi trúleysis og húmanisma. Í opin- berum skólum fer fram fræðsla um ýmislegt, þar á meðal um trúar brögð og lífsskoðanir, en ekki boðun.“ Litaður lesskilningur Við Gunnar erum því alveg sam- mála. Það eina sem ég vil gagn- rýna er þörf Gunnars á að stimpla veraldlega lífsskoðun Siðmenntar sem „trúarlega“. Trúleysi er ekki trú frekar en að safna ekki frí- merkjum er áhugamál. Satt best að segja veit ég ekki hvað Gunnar er ósáttur við í stefnu Siðmenntar. Hann segist geta lesið „út úr yfirlýsingu Siðmenntar“ eitthvað sem „gengur þvert á allar hugmyndir um frelsi manna til sannfæringar, skoðana, trúar og tjáningar“. Ég hef ekki hugmynd um hvað Gunnar er að vísa í hér og grunar mig helst að þessi les- skilningur hans sé litaður af fyrir fram skoðun hans á Siðmennt og stefnu félagsins. Að lokum hvet ég sem flesta til að kynna sér stefnu Siðmenntar en hana er að finna á vefsíðu félags- ins, sidmennt.is. Sóknarprestur er sammála Siðmennt ➜ Trúleysi er ekki trú frekar en að safna ekki frímerkjum er áhugamál. TRÚMÁL Sigurður Hólm Gunnarsson stjórnarmaður í Siðmennt FJÖLMIÐLAR Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir verkefnastýra í Kristínarhúsi Tjáningarfrelsi og frið- helgi einkalífs eru vernduð í íslensku stjórnarskránni – og það er mannorð líka. Á tímum öflugrar netnotk- unar og samfélagsmiðla, samþjöppunar fjölmiðla- og fjármálavalds, má einstak- lingurinn sín lítils þegar rætin ummæli fara á flug og neðanbeltisáróður gras- serar svo úr verður strateg- ískt einelti sem oft er erfitt að rekja til upprunans. Lengi hef ég varið frelsi fjölmiðla til næstum óheftr- ar tjáningar í þágu almannahags- muna, á grundvelli fræðilegra rannsókna á dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu og túlkun hæstaréttar Bandaríkjanna á tjáningarfrelsisákvæði banda- rísku stjórnarskrárinnar sýndi ég fram á hina ósýnilegu tálmun á tjáningarfrelsi fjölmiðla, sem fólg- in var í íhlutun fjármálaafla sem stjórnvöld voru þegar heitbund- in, og leiddi til sjálfs-ritskoðunar innan fjölmiðlanna og þöggunar í samfélaginu. Stórfyrirtæki á heimsmæli- kvarða eru orðin öflugri en mörg þjóðríki. Það er að berja hausn- um við stein að neita að horfast í augu við þessa staðreynd og trúa því í raun að stjórnmálamaður, sem segist t.d. vilja tryggja jafn- an aðgang allra að internetinu, megi sín einhvers ef risarnir á fjarskiptamarkaðinum ætla sér annað – spyrjið Barack Obama út í kosninga loforð hans um þessi efni eða Neelie Kroes í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins sem hefur yfirumsjón með netvæðingu. Hún svarar kröfunni um jafnan og opinn aðgang allra að internetinu („net-neutrality“) og efndir þar að lútandi með þessum orðum „þeir sem borga fyrir kampavíns-löns fá kampavín“ – á kostnað lýðræðis- ins. Þeir sem hafa efni á greiðari aðgangi að netinu fá greiðari aðgang. Ólgan kraumar Lögspekingurinn Ronald Dwork- in gagnrýndi hæstarétt Banda- ríkjanna fyrir að dæma lög and- stæð stjórnarskrá sem bönnuðu stór fyrirtækjum að nota fé í fjöl- miðlum til að hampa eða ráðast gegn ákveðnum frambjóðendum. Hvergi er vígstaðan ójafnari í hinu lýðræðislega ferli en þegar fjármagnsöfl, nafn- laus þykkildi, beita sér gegn einstaklingum. Fjöl- miðlarnir sem eiga að vera varðhundar almennings sæta ámæli um að vera í gagnstæðu hlutverki, að verja sérhagsmuni. Fjöl- miðlarnir eru valdhafar í sjálfu sér. Austurrískur þingmaður og umhverfis- sinni, sem ásakaði stórblað um að ástunda nasista-fjölmiðlun vegna aðdróttana í blaðinu um að hann væri með alnæmi fékk á sig lög- bann. Mannréttindadómstóll Evr- ópu taldi – illu heilli – ummæli hans um nasista-fjölmiðlun fela í sér slíka brennimerkingu að þótt lögbann væri íhlutun í tjáningar- frelsið hefðu stjórnvöld ekki brotið gegn Mannréttindasáttmálanum. Víða um heim kraumar ólgan andspænis ísmeygilegum mynd- birtingum hins raunverulega valds þar sem einstaklingurinn má sín lítils. Mál stórfyrirtækisins McDonalds gegn tveimur fátækum andófsmönnum vegna óvæginnar gagnrýni á fyrirtækið er viða- mesta ærumeiðingarmál í breskri sögu og varpar ljósi á valdaafstæð- ur í nútímasamfélögum. Mann- réttindadómstóll Evrópu taldi, í því tilfelli, að ójöfn vígstaða ann- ars vegar stórfyrirtækis á heims- mælikvarða og hins vegar tveggja fátækra einstaklinga, sem höfðu verið dæmdir til að greiða háar miskabætur, væri í sjálfu sér brot á tjáningarfrelsisákvæði Mann- réttindasáttmálans. Valdið til að valta yfir aðra Tjáningarfrelsið nýtur verndar sem hornsteinn annarra réttinda og lífæð lýðræðislegs samfélags. Að mörgu ber að huga þegar tek- ist er á um hvar mörkin liggja milli tjáningarfrelsis og annarra rétt- inda, svo sem trúfrelsis, friðhelgi einkalífs eða æru. Í nýlegu dæmi þar sem forsvars- maður múslima á Íslandi fór niðr- andi orðum um samkynhneigða má benda á þá ábyrgð sem for- svarsmenn trúfélaga bera sam- kvæmt lögum. Einnig má benda á það að ef stjórnvöld styðja við við- komandi trúfélög með skattfé þá er, þó ekki sé nema bara fyrir þær sakir, hæpið að líða það að þau hin sömu vegi að réttindum og mann- helgi stórs hóps (skatt)borgara í skjóli tjáningar- og trúfrelsis. Auk þess sem ummælin kunna að varða við almenn hegningarlög stríðir afstaða forsvarsmannsins gegn grundvallarreglu íslenskrar stjórn- skipunar um bann við mismunum. Annað dæmi eru ummæli borgar fulltrúa um vændi og man- sal á svokölluðum kampavíns- stöðum. Mansal, sem einnig tekur til kynlífsþrælkunar og nauð- ungarvinnu, er glæpur af slíkri stærðargráðu að stjórnvöldum ber að sporna gegn því með vit- undarvakningu. Hvert er tjón kampavíns staða vegna yfirlýsinga borgar fulltrúans, þar sem starf- semin ku m.a. felast í því kona er í einrúmi með karlmanni fyrir gjald, og hvað er í húfi? Þriðja dæmið lýtur að ummæl- um konu sem sækist eftir að verða borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokks í Reykjavík. Hún kveðst enn miður sín yfir því að hafa tekið þátt í því að misnota pólitísk völd og gera veikan mann að borgarstjóra í árs- byrjun 2008, en hann er löngu horf- inn af vettvangi stjórnamálanna. Ef samviskan nagar hana vegna Reykvíkinga, af hverju varaði hún þá ekki við fyrir fimm árum? Ef skömmin er vegna mannsins sem hún nafngreinir og lýsir yfir að hafi verið veikur – hví heggur hún þá í sama knérunn? Aðdróttun um að vera ekki andlega heilbrigður og misnotaður rænir mann reisn og því fylgir brennimerking. Þegar mörk tjáningarfrelsis eru skoðuð ber að líta á vígstöðuna – valdið til að valta yfir aðra. Hver borgar kampavínið? Nafnlaust þykkildi TJÁNINGAR- FRELSI Herdís Þorgeirs- dóttir doktor í lögfræði og lögmaður á lög- mannsstofunni Vík ➜ Hvert er tjón kampavíns- staða vegna yfi rlýsinga borgarfulltrúans, þar sem starfsemin ku m.a. felast í því kona er í einrúmi með karl- manni fyrir gjald, og hvað er í húfi ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.