Fréttablaðið - 25.07.2013, Side 26
25. júlí 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 26
„Við teljum litlar líkur á að aftur verði
byrjað að framleiða sement á Íslandi,“
segir stjórnarformaður Sements-
verksmiðjunnar (SV).
Þetta virðist ætla að ganga eftir og
áætlun Norcem, eins eigenda SV, um
að leggja af verksmiðjuna, hefur verið
í bígerð síðan þeir eignuðust 34% hlut í
SV og 20% í Björgun, sem á aftur 34%
í SV. Norcem varð þannig ráðandi aðili
í SV og sem stærsti framleiðandi á
sementi í Noregi ætlaði fyrirtækið sér
aldrei að hasla sér völl í framleiðslu á
sementi á Íslandi.
Að fenginni reynslu eftir langt starf
hjá SV og sem trúnaðarmaður er ljóst
að eigendur SV munu koma sér undan
því að fjarlægja verksmiðjuna þegar hún er
ekki í notkun lengur. Ég verð að treysta því
sem eigendur segja og bið bæjarfulltrúa Akra-
nes að gæta sín í viðræðum við þessi fyrir-
tæki.
Árið 2003 hallaði undan hjá SV svo að
gjaldþrot blasti við og SV var einkavædd. Af
fjórum kaupendum var BM Vallá með fjórð-
ungshlut og Norcem með jafnstóran hlut.
Kaupverðið átti að vera 67 milljónir. Í stjórn
SV settust þá feðgarnir Víglundur Þorsteins-
son og Þorsteinn Víglundsson og höfðu mikil
áhrif þótt þeir ættu ekki nema 25%. Þeir
gerðu samning um að þeirra fyrirtæki, Vallá,
bæri ekki vexti af viðskiptaskuld við
SV fyrstu fimm árin sem þeir væru
í viðskiptum við SV.
Spurning um lögbrot
Upp úr þessu kærði danskur inn-
flytjandi sölu SV til ESA, eftirlits-
stofnunar EFTA. Hann taldi að um
ríkisstyrk væri að ræða. Skuld BM
Vallá við SV mun hafa verið um 400
milljónir. Síðan virðist það ákvörð-
un stjórnenda SV, Víglundar, Þor-
steins og endurskoðenda SV, að fela
þessa skuld fyrir ESA og fjarlægja
úr bókhaldi.
Árið 2007 var þessi skuld bak-
færð aftur inn í bókhaldið. Spyrja
má hvort ekki sé um lögbrot að ræða þegar
skuldir eru látnar hverfa svona úr bókhaldi.
Á næstu árum voru Þorsteinn, Víglundur
og Norcem allsráðandi og höfðu ráðið til sín
framkvæmdastjóra sem fylgdi þeim í einu og
öllu.
Viðhald drabbaðist niður og verksmiðjan
var blóðmjólkuð eins og mörg önnur fyrir-
tæki sem höfðu verið einkavædd. Tilefni er að
rannsaka þessa einkavæðingu ásamt öðrum
er voru gerðar á tímum Framsóknar og Sjálf-
stæðisflokks.
Þrátt fyrir metsölu á sementi fyrir hrun fór
svo að eftir bankahrunið stóð SV ekki undir
minnkandi sölu, skuldsetningu og samkeppni
við niðurgreitt sement. Verksmiðjan varð því
gjaldþrota 2009.
Eftir að Arion banki tók við rekstrinum má
segja að dyr hafi opnast fyrir Norcem að taka
yfir verksmiðjuna. Í október 2011 var síðasta
sementið framleitt á Íslandi og innflutningur
aukinn frá Noregi. Ekki er Norcem að hagn-
ast á þessum innflutningi og betra að borga
með innflutningi en að byrja framleiðslu á ný.
Eigendurnir hafa þann möguleika að skipta
verksmiðjunni í tvö fyrirtæki; innflutning og
framleiðslu. Þeir geta haldið innflutnings-
fyrirtækinu eftir og látið framleiðsluna í
gjaldþrot en undir framleiðsluna falla stærstu
byggingarnar á verksmiðjulóðinni.
Í íslensku sementi eru næstum öll hráefni
innlend, flytja þurfti inn kol til brennslu fram-
leiðslunnar. Það sorglega er að þessi hluti
íslenskrar byggingarsögu er að hverfa og
öllum virðist sama, enginn hugsar um gjald-
eyrissparnaðinn af íslensku framleiðslunni.
Einkavæðing og íslensk
framleiðsla leggst af
ATVINNA
Guðjón Viðar
Guðjónsson
rafvirki hjá
Norðuráli, fv.
trúnaðarmaður
hjá Sements-
verksmiðjunni
➜ Að fenginni reynslu eftir langt
starf hjá Sementsverksmiðjunni
og sem trúnaðarmaður er ljóst að
eigendur [hennar] munu koma sér
undan því að fjarlægja verksmiðjuna
þegar hún er ekki í notkun lengur.
Undirritaður er einn þeirra sem
kærðu byggingarleyfi fyrir mann-
virkjum Vodafone á toppi Úlfars-
fells. Þann 10. september sl. felldi
úrskurðarnefnd umhverfis- og auð-
lindamála byggingarleyfið úr gildi
og viðurkenndi lögvarða hagsmuni
m.a. undirritaðs.
Ólöglega staðsett mannvirki
Þann 4. maí birtist grein eftir tals-
mann Vodafone sem segir fyrir-
tækið tilbúið til að „vinna með
öllum sem hagsmuna [eiga] að gæta
að viðunandi lausn á málinu“. Í framhaldinu
hringdi undirritaður í Hrannar Pétursson,
talsmanninn, þar sem fram kom að engin
teikn væru á lofti um að flytja umrædd
mannvirki óháð því að þau brjóti lögvarða
hagsmuni almennra borgara.
Samstarfsvilji Vodafone byggist þannig
á því að aðilar vinni saman að hagsmunum
Vodafone. „Viðunandi lausn” fyrirtækisins
er í því fólgin að mannvirkin standi með
góðu eða illu á toppi Úlfarsfells óháð rétti
borgaranna; eiginlegur samstarfsvilji Voda-
fone er orðin tóm.
Á vordögum 2012 báðu íbúar starfsmenn
Vodafone vinsamlegast að bíða með fram-
kvæmdir þangað til úrskurður umræddrar
kæru byggingarleyfisins lægi fyrir. Kær-
endur töldu að byggingarleyfi, sem hvorki
hafði deiliskipulagningu né meðmæli Skipu-
lagsstofnunar (eins og lög gera ráð fyrir) til
grundvallar, yrði fellt úr gildi. Í stað þess
að starfsmenn Vodafone sýndu
almennum borgurum tillitsemi og
iðkuðu sjálfir þau gildi sem fyrir-
tækið hefur auglýst af miklum dugn-
aði þ. á m. þolinmæði, virðingu og
góð samskipti, þá keyrði Vodafone í
boði byggingarfulltrúa Reykja víkur
framkvæmdirnar í gegn í miklum
flýti á meðan kæran var til með-
ferðar.
Stjórnvöld bregðast ekki við
Eftir ógildingu byggingarleyfisins
hafa mannvirkin fengið að standa
óáreitt í átta mánuði á toppi Úlfarsfells.
Byggingarfulltrúi hefur ekki nýtt lagaheim-
ild til að fá mannvirkin fjarlægð þrátt fyrir
ítarlega rökstuddar athugasemdir þess efnis
að honum beri skylda til þess. Athugasemd-
unum hefur ekki verið svarað. Mannvirkj-
astofnun, sem hefur eftirlitshlutverk með
byggingarfulltrúa, hefur ekki komist að
niðurstöðu þrátt fyrir formlega ábendingu
á síðastliðnu ári.
Rannsóknarvinna ekki unnin
Engin sjálfstæð greinargerð hefur verið
unnin í þessu máli sem sýnir fram á þörf
fyrir umrædd mannvirki eða heppilega stað-
setningu fyrir þau.
Þeim sem hagsmuna eiga að gæta vegna
nálægðar við fjallið, útivistargildis þess
eða á grundvelli náttúruverndar var eng-
inn kostur gefinn til að gera athuga semdir
né voru grundvallaratriði málsins rann-
sökuð. Eftir fund sem undirritaður sat með
lög fræðingum borgarinnar og borgarstjóra
fyrir um ári sagði lögfræðingur um upp lifun
embættismanna að þeir hefðu ekki haft hug-
mynd um hversu vinsælt og ástsælt fellið
væri til útivistariðkunar!
Sveitarfélag gegnir þeirri skyldu að vega
og meta hagsmuni ólíkra sjónarmiða. Í þessu
máli framselur byggingarfulltrúi það ákvörð-
unarmat sitt og eiginlega rannsóknarskyldu
til Vodafone sem meðal annars heldur þeirri
grátbroslegu hugmynd fram í „greinar gerð“
sinni um málið að toppur Úlfarsfells sé ekki
sá staður þar sem besta útsýnið fáist af fjall-
inu. Nú á það við um Úlfars fell sem og fjöll
almennt að hæsti tindurinn skyggir á útsýni
annars staðar á fjallinu en þessi staðreyndar-
villa er nýtt sem forsenda í greiningu Voda-
fone á útivistar gildi fellsins.
Tákngervingur spillingar
Kóróna útivistarparadísar borgarbúa hefur
verið ólöglega afhent stórfyrirtæki á silfur-
fati (skv. úrskurði).
Áður en hin ólöglega staðsettu mannvirki
verða fjarlægð tróna þau á toppi Úlfarsfells
sem tákngervingur samkrulls stórfyrirtæk-
is sem iðkar ekki sín auglýstu gildi og stjórn-
sýslu sem fylgir ekki lögum og reglum.
Tákngervingur spillingar á toppi Úlfarsfells
UMHVERFI
Hildur
Símonardóttir
kaupmaður og
fasteignaeigandi
í miðborg
Reykjavíkur
➜ Kóróna útivistarparadísar
borgarbúa hefur verið ólöglega
afhent stórfyrirtæki á silfurfati.
„Passaðu þig á bílunum,
elskan.“ Þessi sakleysis-
lega setning er merki um
umhyggju í garð einhvers
sem ætlar að hætta sér út
í umferðarkerfi borgar-
innar án þess að vera
í bíl. Götur eru álitnar
hættulegar öllum þeim
sem ekki eru akandi og
má segja að þær séu það í
raun á meðan sá hugs-
unarháttur er ríkjandi.
Gangandi og hjólandi
vegfarendum er gert að passa sig á bílun-
um en ekki er eins mikið brýnt fyrir öku-
mönnum að vera á varðbergi. Ökumaður
getur keyrt beint yfir á grænu ljósi án þess
að hafa miklar áhyggjur af lífi sínu. Hjól-
reiðamaður getur því miður ekki leyft sér
þann munað eins og staðan er í umferðinni
á höfuðborgarsvæðinu í dag.
Við virðumst oft gleyma að akandi, hjól-
andi og gangandi vegfarendur eru sama
fólkið. Mörg okkar nota hjól, bíl og aðra
ferðamáta til skiptis. Ef það á ekki við er
líklegt að við eigum systkini, börn, for-
eldra eða vini sem ferðast á annan hátt.
Við erum öll í sama liði í umferðinni, ekki
í keppni. Flest höfum við það að markmiði
að komast á milli staða. Í umferðinni til-
heyrum við ekki mismunandi hagsmuna-
hópum eða andstæðum pólitískum öflum.
Fólk leyfir sér að hallmæla „hinum“ ferða-
mátunum og er algengt að hjólreiðafólk og
gangandi vegfarendur verði nokkuð illa úti
í slíkum umræðum: Hjólreiðafólk fer óvar-
lega og birtist eins og þruma úr heiðskíru
lofti. Gangandi vegfarendur gæta ekki var-
úðar er þeir fara yfir götu.
Meðvitundarlitlir ökumenn
Það er aldrei gangandi eða hjólandi vegfar-
anda að kenna sé keyrt á hann á gangbraut
þar sem hann er í rétti. Það skiptir ekki máli
hvort viðkomandi er á hraðferð, án endur-
skins, lengi að komast yfir götuna eða lágur
í loftinu. „Þú varst á mikilli ferð, ég sá þig
ekki,“ voru orð bílstjóra sem keyrði næst-
um á mig á gangbraut fyrir stuttu með þeim
afleiðingum að ég lenti á kyrrstæðum bíl og
kastaðist af hjólinu. Sem hjólandi vegfarandi
í Reykjavík síðasta mánuðinn hef ég oft orðið
vör við meðvitundarlitla ökumenn. Það er að
mörgu að hyggja þegar verið er að stjórna
ökutæki, en það er þó engin afsökun fyrir
því að líta ekki í kringum sig eða fylgja ekki
umferðarreglum. Vissulega er ekki hægt
að varpa ábyrgðinni alfarið yfir á ökumenn
því hver og einn ber ábyrgð á að stjórna sínu
ökutæki, hvort sem það er hjól eða bíll.
Ferðavenjur eru að breytast á höfuð-
borgarsvæðinu. Sífellt fleiri fara sinna
daglegu ferða á hjóli og unnið er að því að
bæta aðstæður hjólareiðafólks. Þessi þróun
er jákvæð fyrir umhverfið, samfélagið og
mannlífið í borginni en ekki má gleyma því
að hún er á byrjunarstigi. Hjólreiðafólk er
að leita að réttu leiðinni í götóttu hjólakerfi
og bílstjórar eru að venjast því að koma
auga á fyrirferðarlitlu og hljóðlátu hjólin.
Umferðar kerfið stendur enn ekki undir
þessum breyttu ferðavenjum en unnið er
markvisst að umbótum fyrir fjölbreyttari
ferðamáta. Á meðan þær umbætur standa
yfir verðum við öll að vera á varðbergi, þar
er enginn einstaklingur undanskilinn. Kæra
samferðafólk, við erum enn að venjast hvert
öðru. Verum með meðvitund í umferðinni.
Umhyggja í
umferðinni
UMFERÐ
Auður
Hreiðarsdóttir
mastersnemi
í arkitektúr
➜ Það er aldrei gangandi eða hjólandi
vegfaranda að kenna sé keyrt á hann á
gangbraut þar sem hann er í rétti.
Á umliðnum árum og áratugum hefur
versluninni farið hnignandi í miðborg-
inni og í staðinn sjáum við spretta upp
sífellt fleiri öldurhús með öllum þeim
sóðaskap og öllu því ónæði sem næt-
urlífi fylgir. Á sama tíma hefur mið-
borg Reykjavíkur orðið að mest sótta
áfangastað ferðamanna á landinu.
Hundruð þúsunda útlendinga sækja
miðborgina heim á ári hverju og má
hún heita andlit borgarinnar út á við.
En líkt og önnur andlit þarf hún að
vera vel hirt. Á því er mikill misbrest-
ur. Skrúðgarðar miðborgarinnar eru
borginni lítt til sóma, beðin illa hirt,
limgerði óklippt og glas illa slegið. Að
sama skapi vantar víða ruslastampa og því
fleygir fólk hvers kyns umbúðum á víðavangi.
Að mínu mati væri rétt að virkja ákvæði lög-
reglusamþykktar Reykjavíkur og sekta þá
sem slíkt gera. Reykingamenn fleygja sígar-
ettustubbum á víðavangi, enda vantar sárlega
ruslastanda og „stubbastanda“. Nauðsynlegt
er að koma í veg fyrir þann ósið að gestir vín-
veitingahúsa fari út af stöðum með drykki og
kominn er tími til að tekið verði hart á ölvun
á almannafæri.
Annað vandamál hefur verið að ágerast, en
ekki er langt síðan yfirvöld í borginni
lokuðu eina almennings salerninu í
miðborginni, hinu víðfræga Núlli
í Bankastræti. En til staðar eru
almenningsalerni á þremur öðrum
stöðum í miðborginni, á Vitatorgi, í
bílastæðahúsinu á Stjörnutorgi og
á Hlemmi. Öll þessi salerni eru nú
harðlæst.
Snyrtilegri ásýnd
Erlendir ferðamenn kvarta sáran
undan því að engin salerni sé að
finna á þessum aðalferðamannastað
landsins, sér í lagi á morgnana áður
en veitinga- og kaffihúsin opna, en
erlendir ferðamenn spóka sig gjarnan um í
miðbænum snemma á morgnana. Borgin ætti
að sjá sóma sinn í að opna á nýjan leik þessi
fjögur almenningssalerni og kynna þau vel.
Við fasteignaeigendur í miðborginni erum
látnir greiða einhver hæstu fasteignagjöld
á landinu og það þrátt fyrir að verðmæti
verslunarhúsnæðis á svæðinu fari hríðlækk-
andi. Nær væri að lækka þessi gjöld til að
laða að fjölbreytta starfsemi og innheimta
þess í stað þrifnaðargjöld af veitingahúsum
í miðborginni, en mikill sóðaskapur er oft í
námunda við veitingastaði, æla, hland og jafn-
vel mannasaur, og kannski ekki nema von
þar sem hvergi má finna almenningssalerni
á svæðinu.
Slæleg löggæsla í miðborginni hefur einnig
orðið til að auka á sóðaskapinn, til að mynda
hefur veggjakrot enn á ný ágerst og kostar
okkur fasteignaeigendur stórfé árlega. Ég
átti frumkvæði að átaki í þeim málum fyrir
nokkrum árum sem skilaði svo góðum árangri
að veitt voru sérstök verðlaun fyrir. Lítil lög-
gæsla hefur einnig skapað stóraukna hættu
fyrir almenning, en fólk á það á hættu að
verða fyrir ránum og barsmíðum einhverra
þrjóta og það jafnvel um hábjartan dag. Ef
lögreglu væru veittar nægilegar fjár veitingar
mætti koma þessum mönnum bak við lás og
slá.
Það er orðið löngu tímabært að miðborg
Reykjavíkur fái snyrtilegri ásýnd. Við viljum
að heimili okkar séu vel þrifin þegar gesti
ber að garði og miðborgin er stássstofa okkar
Reykvíkinga.
Stássstofa okkar Reykvíkinga
UMHVERFIS-
VERND
Hafþór
Sævarsson
laganemi
➜ Það er orðið löngu tímabært að
miðborg Reykjavíkur fái snyrtilegri
ásýnd.