Fréttablaðið - 25.07.2013, Síða 28

Fréttablaðið - 25.07.2013, Síða 28
25. júlí 2013 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 28TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Okkar ástkæra eiginkona og móðir, SVANDÍS ÓLAFSDÓTTIR kennari, lést 19. júlí sl. á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 29. júlí kl. 13. Eyþór Einarsson, Margrét, Ingibjörg, Sigríður og Þórey Eyþórsdætur og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð, hlýju og vináttu við andlát og útför okkar elskulega sonar, bróður, mágs og frænda, SIGURDÓRS HALLDÓRSSONAR Hamrabyggð 7, Hafnarfirði. Halldór Gunnlaugsson Bára Fjóla Friðfinnsdóttir Skarphéðinn Halldórsson Birta Dögg Birgisdóttir Birgir Smári Skarphéðinsson Emil Árni Skarphéðinsson Fjölbreytt úrval legsteina Frí áletrun og uppsetning Sjá nánar á granithollin.is sími 555 38 88 Bæjarhrauni 26 (á móti Fjarðarkaupum) Bæjarhrauni 26 - 220 Hafnarfirði www.granithollin.is Sími 555 38 88 Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR HELGASON sem lést 20. júlí, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju miðvikudaginn 31. júlí kl. 13.00. Minningargreinar vinsamlegast afþakkaðar. Stefanía Kemp Oddný Sigurðardóttir Helena Leufstadius Helgi Sigurðsson Ólöf Finnsdóttir Sigurður Helgason Þórunn Helgadóttir Finnur Helgason Ástkær móðir mín, fósturmóðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, PETRÍNA JÓNA ELÍASDÓTTIR frá Skógum í Mosdal, Arnarfirði, lést laugardaginn 20. júlí á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Útförin fer fram frá Háteigskirkju í Reykjavík fimmtudaginn 1. ágúst kl. 15.00. Hallveig Elín Indriðadóttir Ólafur Kristinsson Steingrímur Guðni Pétursson Sigríður Jónsdóttir Lepore barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, DANÍEL JÓNSSON frá Dröngum á Skógarströnd, lést aðfaranótt laugardagsins 20. júlí á Landspítalanum í Fossvogi. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn 30. júlí kl. 13.00. Steinunn Bjarnadóttir Hrafnkell Daníelsson Karen Dögg Gunnarsdóttir Aðalsteinn Bjarni Bjarnason Kristín Guðbjörg Gísladóttir Anna María Bjarnadóttir Karl Einarsson og barnabörn. Okkar ástkæra, GUÐRÍÐUR BJARNHEIÐUR ÁRSÆLSDÓTTIR Skúmsstöðum, Vestur-Landeyjum, sem andaðist 13. júlí, verður jarðsungin frá Akureyjarkirkju laugardaginn 27. júlí kl. 16. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnheiður Þorvaldsdóttir og fjölskylda. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, LÚÐVÍK HARALDSSON fæddur Lloyd Martin Kyvik, Krossi í Ölfusi, lést á heimili sínu föstudaginn 19. júlí. Jarðarförin fer fram frá Kotstrandarkirkju laugardaginn 27. júlí kl. 14.30. Eyrún Rannveig Þorláksdóttir Ragnheiður Lúðvíksdóttir Þorsteinn Jóhann Vilmundarson Magnús Arnulf Lúðvíksson Laufey Jónsdóttir afabörn, langafabörn, systkini og aðrir aðstandendur. Ástkær faðir okkar, frændi og vinur, JAKOB BIRGIR GUÐBJARTSSON lést á Kumbaravogi 12. júní sl. Jarðarförin fór fram í kyrrþey frá Stokkseyrarkirkju 15. júlí. Aðstandendur. Elskuleg amma okkar og systir, MARGRÉT ÁSGEIRSDÓTTIR Mávabraut í Keflavík, lést á sjúkrahúsi Suðurnesja 5. júlí sl. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum starfsfólki spítalans fyrir góða umönnun og öðrum auðsýnda samúð og umhyggju. Rakel A. Garðarsdóttir Garðar D. Garðarsson Ásgeir Garðarsson Gerður Petra Clements „Við héldum tónleika í kirkjunni á Hólmavík og fórum svo í partí í Bragganum á eftir. Þá sáum við hversu frábær staðurinn er og að það gæti verið gaman að halda tón- leika þar. Nú ætlum við að drífa í því,“ segir söngkonan Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Jóhanna, ásamt stöll- um sínum Björk Jónsdóttur og Sig- nýju Sæmundsdóttur í sönghópnum 3 klassískar, heldur tónleika í Bragg- anum á Hólmavík annað kvöld, föstu- daginn 26. júlí, klukkan 20.30. Með í för verða Bjarni Jónatansson píanó- leikari og Gunnar Hrafnsson bassa- leikari. Rúsínan í pylsuendanum er sjálfur meistari Megas, sem ferðast með til Hólmavíkur og tekur lagið með hópnum. „Upphaflega ætluðum við að heiðra tvo risa í íslenskri tónlistar- sögu, Gunnar Þórðarson, sem er auð- vitað frá Hólmavík, og Megas, með því að syngja lög eftir þá á tónleik- unum. Svo kom það upp á á síðustu stundu að Megas var til í að koma með okkur og auðvitað þáðum við það með þökkum,“ útskýrir Jóhanna og segist afar spennt fyrir tónleikunum annað kvöld. Meðal laga eftir Megas sem 3 klassískar taka fyrir eru Spáðu í mig, Aðeins eina nótt, Táraborg og Vertu mér samferða inn í blóma- landið amma. „Hann Megas semur svo dásamleg lög og það er virkilega gaman að koma með örlítil klassísk áhrif inn í þau. Það má ekki syngja lög eftir Megas án þess að vanda til verka og við höfum legið yfir þessum lögum í lengri tíma,“ segir Jóhanna. Sönghópurinn 3 klassískar hefur starfað saman í tvo áratugi og haldið fjölda tónleika um allt land. Hópurinn gaf einnig út plötuna Fyrir austan mána og vestan sól fyrir tíu árum en hún er nú uppseld. Í ferðinni hyggst hópurinn einnig skella sér út í Grímsey og njóta náttúrufegurðarinnar þar. „Svo verður auðvitað bara standandi partí eftir tón- leikana, það er ekki annað hægt,“ segir Jóhanna og hlær. „Partíin verða betri eftir því sem tónleikarnir eru betri.“ kjartan@frettabladid.is Verður standandi partí eft ir tónleikana Sönghópurinn 3 klassískar heiðrar tvo risa í íslenskri tónlistarsögu á tónleikum í Bragganum á Hólmavík annað kvöld, þá Gunnar Þórðarson og Megas. Sá síðarnefndi verður með í för og tekur lagið með hópnum. 3 KLASSÍSKAR OG 2 PRÚÐBÚNIR Söngkonurnar Björk Jónsdóttir, Signý Sæmundsdóttir og Jóhanna V. Þórhallsdóttir, ásamt Bjarna Jónatanssyni píanóleikara og Gunnari Hrafnssyni bassa leikara, halda tónleika á Hólmavík annað kvöld. Megas tekur einnig lagið. Þennan dag árið 1510 hóf Hekla að gjósa eftir 120 ára hlé. Þetta var kraftmikið gos sem hófst með gríðarlegum jarðskjálfta og dynkjum. Logarnir teygðu sig til lofts og ösku og glóandi grjóti rigndi yfir nálægar sveitir. Gosið olli miklum skaða um allt Suðurland, meðal annars mannskaða. Heimildir herma að fjórir menn hafi farist í Rangárvallasýslu og einn hafi rotast af steinkasti í Skálholti. Vindur stóð af norðaustri og askan barst yfir Rangárvelli og Landeyjar en einnig yfir Landsveit og Holt og allt vestur í Flóa. Í jarðvegi á Suðurlandi er askan frá 1510 langþykkasta og grófasta Heklulagið frá sögulegum tíma. Mikið hraunrennsli varð einnig í gosinu. Megnið rann til suðurs milli Trippafjalla og Vatnafjalla og samkvæmt heimildum virðist sem fá gos hafi orðið afdrifaríkari fyrir byggðaþróun á Suðurlandi. ÞETTA GERÐIST: 25. JÚLÍ 1510 Gríðarlegt gos hefst í Heklu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.