Fréttablaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 25.07.2013, Blaðsíða 50
25. júlí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 34 MIÐAVERÐ AÐEINS KR. 1 .000 Í FORSÖLU - FYRIR FYRSTU 1000 GESTINA. MIÐAVERÐ EFTIR ÞAÐ OG VIÐ HLIÐIÐ KR. 1 .500. TAKMARKAÐUR MIÐAFJÖLDI ! MIÐASALA HEFST Í DAG KL. 10 :00 Á MIDI . IS ! W W W .L IN L O E .C O M Saxófónleikarinn Sigurður Flosa- son og organistinn Gunnar Gunn- arsson halda tónleika í Fríkirkj- unni í Reykjavík í kvöld klukkan 20. Tilefnið er útkoma tveggja geisla- diska. Nýs safndisks, „Icelandic Hymns“, sem inniheldur einvörð- ungu íslensk sálmalög af fyrri diskum þeirra félaga og endur- útgáfu á „Draumalandinu“, ætt- jarðarlagadiski, en hann hefur verið ófáanlegur um hríð. Á tón- leikunum verða flutt bæði forn sálmaþjóðlög og verk íslenskra tónskálda af ólíkum kynslóðum. Gunnar og Sigurður hafa leikið saman síðan 1999 og gefið út fjóra hljómdiska sem notið hafa mikilla vinsælda. - fsb Gunnar og Sigurður í Fríkirkjunni Upplestur Yrsu er sá síðasti af fjórum sem haldnir hafa verið í Munnhörpunni undan- farnar vikur. Þórir Gunnarsson, eigandi Munnhörpunnar, segir vel hafa tekist til og að matargestir, bæði erlendir og íslenskir, séu mjög ánægðir með framtakið. „Auður Ava var hérna síðasta fimmtudag og þá var nánast fullt út úr dyrum,“ segir hann. „Við búumst við álíka aðsókn hjá Yrsu. Upplestrarnir eru í tengslum við sýn- inguna The Art of Being Icelandic sem nú stendur yfir í Tjarnarsal Ráðhússins á vegum Bókmenntaborgarinnar Reykja- víkur. Sýningin, sem er samstarfs verkefni Ráðhússins, Reykjavíkur Bókmennta borgar UNESCO og Miðstöðvar íslenskra bók- mennta, beinir sjónum að íslenskum bók- menntum í þýðingum en umgjörð hennar er íslensk hönnun. Þar gefur meðal annars að líta stóla Valdimars Harðarsonar, Sóley, en stóllinn á 30 ára afmæli í ár, og önnur stofu- húsgögn sem gestir geta tyllt sér í á meðan gluggað er í íslenska bók. Rétt er að taka fram að helgin fram undan er síðasta sýningarhelgi The Art of Being Icelandic í Ráðhúsinu. - fsb Yrsa les á ensku í Munnhörpunni Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur les í hádeginu í dag upp úr enskum þýðingum á verkum sínum á veitinga- staðnum Munnhörpunni í Hörpu. Uppákoman er í tengslum við sýninguna The Art of Being Icelandic. GLÆPADROTTNING Yrsa nýtur vinsælda erlendis. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FIMMTUDAGUR 25. JÚLÍ 2013 Ljósmyndasýningar 17.00 Sýning Helgu Láru Haraldsdóttur Myndarlegt verður opnuð á 1. hæð Borgarbókasafns í Tryggvagötu 15. Á sýningunni eru texti og ljósmyndir sem unnar hafa verið í photoshop. Uppistand 21.00 Á þessum tilraunauppistands- kvöldum er opinn mæk og gefst nýjum uppistöndurum tækifæri á að spreyta sig ásamt því að þeir eldri og reyndari geta prufað nýtt efni. Kynnir er Gunnar Hrafn Jónsson en ásamt honum koma einnig fram: Rökkvi Vésteinsson, Johanna Jakobsdottir, Hjálmar Örn Jóhannsson, Perla Sif Þorkelsdóttir, Bjössi Dan, Atli Sigurjónsson, Egill Friðrik og Örvar Ingi. Aðgangur ókeypis. Tónlist 12.00 Kári Allansson organisti og Margrét Hannesdóttir sópran koma fram í Hall- grímskirkju. Aðgangur 1.700 kr. 17.00 Fríða Dís Guðmundsdóttir spilar á ókeypis Pikknikk tónleikum í gróðurhúsi Norræna hússins. Fríða Dís flytur efni af væntanlegri sólóplötu sinni en hún hefur starfað um árabil með hljómsveitunum Klassart og Eldar. 20.00 Nordic Affect heldur tónleika með yfirskriftina Tónlist um stund. Yfirskriftin vísar til verksins Music for a while eftir Henry Purcell en dagskrá tónleikanna er tileinkuð honum. Með hópnum koma fram einsögnvararnir Hallveig Rúnars- dóttir sópran, Benedikt Kristjánsson tenór og Ágúst Ólafsson baritón. Meðal erlendra gesta í Nordic Affect eru Ian Wilson blokkflautuleikari og Tuomo Suni fiðluleikari. 21.00 Hljómsveitin Brother Grass heldur tónleika á Café Rosenberg í kvöld. Aðgangseyrir kr. 2.000. 21.30 Tónleikar með Óskari Guðjónssyni og brasilíska gítarleikaranum og söngvar- anum Ife Tolantino. Miðaverð kr. 1.500. 22.00 Magnús Einarsson, Eðvarð Lárus- son, Karl Pétur Smith og Tómas Tómas- son leika lög eftir The Rolling Stones. Leiðsögn 21.00 Minjasafn Reykjavíkur býður gestum og gangandi til sögugöngu í kvöld. Gengið verður um Öskjuhlíð og minjar um umsvif hernámsliðsins skoð- aðar. Sérfræðingar frá Minjasafni Reykja- víkur leiða gönguna. Lagt verður upp frá Nauthóli í Nauthólsvík. Allir velkomnir og þátttaka ókeypis. Söngur 20.30 Rölt verður um innsta hluta Ásbyrgis og ljúfir tónar göngufólks munu bergmála frá hamraveggjum. Lagt verður af stað frá bílastæðinu innst í Ásbyrgi kl. 20.30 og tekur röltið um 1-1,5 klst. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.