Fréttablaðið - 25.07.2013, Qupperneq 56
25. júlí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 40
KYNLEYSI Eitt prósent einstaklinga er kynlaust en lítið er vitað um þennan hóp
fólks. NORDICPHOTOS/GETTY
? Ég var í sambandi með stúlku sem „allt í einu“ hafði engan
áhuga á kynlífi og sagði að það
tengdist ekki mér heldur hefði hún
bara almennt misst allan áhuga á
kynlífi. Ég skoðaði þetta á netinu
og sá eitthvað um að það væru til
einstaklingar sem hefðu enga kyn-
löngun. Hvernig virkar það eigin-
lega? Ég veit að maður getur verið
í mismiklu stuði en er maður þá
bara aldrei í stuði þegar kynlöng-
unin er engin og getur það bara
komið fyrir allt í einu? Við erum
reyndar ekki saman lengur en ég
hef mikið velt þessu fyrir mér.
● ● ●
SVAR Það eru til einstaklingar
sem skilgreina sína kynhneigð út
frá því að hafa hvorki kynlöng-
un né kynferðislegan áhuga (e.
asexual). Ég hef því miður ekki
gott íslenskt orð yfir þessa kyn-
hneigð því kynlausir finnst mér
ekki eiga við þótt það sé vissu-
lega notað. Þetta er ekki eins leitur
hópur og sumir þeirra stunda
sjálfsfróun og aðrir ekki. Hins
vegar hafa allir tilfinningalegar
þarfir og því eru sumir í sambönd-
um sem geta verið innileg og náin
en þó án kynferðislegs sam neytis.
Kynfærin geta samt sem áður
svarað kynferðislegri örvun. Þá
ber ekki að rugla þessum einstak-
lingum saman við þá sem kjósa að
lifa skírlífi en slíkt tengist oftar
en ekki trúarlegum ástæðum og
getur varað tímabundið.
Það er áætlað að um eitt pró-
sent einstaklinga sé kynlaust og
þetta er yfirleitt ekki eitthvað sem
gerist á einni nóttu, ekki frekar
en aðrar kynhneigðir. Þetta hefur
hins vegar ekki verið mikið rann-
sakað, sérstaklega vegna þess að
þetta er sjaldan valkostur fyrir
kynhneigð í bakgrunnsbreytum
rannsókna og því vitum við lítið
um þennan hóp. Þó er ákveðin vit-
undarvakning um málefni þeirra
og verða kynlausir sem sérhópur
í Gaypride-göngum til dæmis í
Bretlandi og Kanada í ár.
Nú er ómögulegt fyrir mig að
segja til um hvort kærasta þín
hafi tímabundið misst áhugann
eða alfarið en það er vissulega
þekkt fyrirbæri að kynlöngun í
langtímasamböndum dvíni og það
geta margar ástæður verið fyrir
því, bæði líkamlegar og andlegar.
Eitt prósent einstak-
linga er kynlaust
KYNLÍF TAKTU ÞÁTT!
Sendu Siggu Dögg póst og
segðu henni frá vandamáli
úr bólinu. Lausnin gæti
birst í Fréttablaðinu.
kynlif@frettabladid.is
„Oftast þarf maður að fara inn á
heimasíður hjá sveitarfélögunum
til þess að sjá hátíðar dagskrár en
við vildum bara grípa þetta allt
saman á einum og sama staðnum,“
segir Húsvíkingurinn Atli Björg-
vinsson, sem opnað hefur vefsíð-
una Hátíðir.is ásamt félaga sínum,
Sigurði Má Sigurðssyni. Á vefsíð-
unni verður hægt að finna hátíðar-
dagskrá hinna ýmsu bæjar hátíða
víðs vegar um landið. Strákarnir
ætla að byrja á því að kynna dag-
skrá Mæru daganna í heimabæ
þeirra, Húsavík, sem fram fer
um helgina. Hugmyndina fengu
þeir frá félögum sínum. „Vinir
okkar vildu vita hvaða bæjar-
hátíðir væru í boði og hvar þær
væri að finna. Við kunnum aðeins
í forritun svo við ákváðum að taka
saman hvað væri í boði. Í upp-
hafi ætluðum við aðeins að gera
þetta fyrir Mærudagana en síðan
fékk svo góðar undirtektir að við
ákváðum að setja þetta í loftið
fyrir almenning,“ segir Atli. Hann
bætir við að til standi að tækla
flestar útihátíðir með tíð og tíma.
Atli segir að fjöldi bæjarhátíða
standi fólki til boða en að oft
reynist erfitt að nálgast dagskrá.
„Það er alveg hellingur af bæj-
arhátíðum sem fólk veit ekki af.
Oft reynir fólk líka að elta sólina
á síðustu stundu og þá er gott að
hafa vefsíðu sem sýnir hvað er í
boði, hvort sem það er lítil hátíð
á Húsavík eða Raufarhöfn eða
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum,“
segir Atli.
kristjana@frettabladid.is
Opna vefsíðu fyrir
bæjarhátíðardagskrá
Atli Björgvinsson og Sigurður Már Sigurðsson hafa opnað vefsíðuna Hátíðir.is.
BYRJA UM
HELGINA Þeir Atli
og Sigurður Már
sjá um vefsíðuna
Hátíðir.is Þar er
hægt að finna
upplýsingar um
bæjarhátíðir víðs
vegar um landið.
Mærudagar á
Húsavík fara fram
um helgina og eru
allar upplýsingar
um hana að finna
á vefsíðunni.
Eins og meðganga getur verið ánægjulegt tímabil kannast sennilega
flestar mæður við að vera orðnar langþreyttar á biðinni eftir afkvæm-
inu þegar komið er á 40. viku. Þó svo að þolinmæði sé lykilorðið fyrir
langþreyttar verðandi mæður eru til ýmis ráð sem eiga að hjálpa til
við að koma fæðingu af stað.
Hvernig koma má
fæðingu af stað
Nokkur ráð fyrir örvæntingarfullar verðandi mæður.
FÆÐING
Ýmsar leiðir
má reyna
til að koma
fæðingu af
stað þegar
kona er
gengin 40
vikur.
1. Nálastungur
Örvun á sumum nálastungu-
punktum er talin mögulega geta
komið fæðingu af stað.
2. Laxerolía
Laxerolía er notuð víða um heim
til að framkalla fæðingu en hún
verkar örvandi á myndun prosta-
glandína.
3. Sterkur matur
Talið er að sterkur mati
geti komið fæðingu
af stað þar sem hann
hefur örvandi áhrif á
magann, sem hefur þar
af leiðandi örvandi áhrif
á legið.
4. Ananas
Ananas inniheldur ensímið
bromlein sem er talið hafa
mýkjandi áhrif á legháls-
inn.
5. Örvun geirvarta
Að nudda geirvörturnar varlega er
talið geta komið af stað samdrátt-
um í leginu þar sem tilfinningin er
lík því þegar barn er á brjósti.
Við það framleiðist hormónið
oxýtósín sem framkallar hríðir.
6. Kynlíf
Samfarir geta stuðlað að framköllun
fæðingar þegar fullri meðgöngu-
lengd er náð. Þegar konan nær
fullnægingu framleiðir líkami
hennar hormónið oxýtósín, sem
hefur áhrif á samdrætti í leginu,
og sæði mannsins inniheldur
prostaglandín-efni, sem þroska
leghálsinn.
7. Göngutúr
Þrýstingurinn þegar höfuð barnsins
þrýstir á leghálsinn innan frá losar
oxýtósín, sem eins og áður segir
framkallar hríðir.