Fréttablaðið - 25.07.2013, Page 58

Fréttablaðið - 25.07.2013, Page 58
25. júlí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 42 NÝ ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA H 2 hö nn un / h 2h .is Jay-Z er að sögn slúðurmiðl- anna vestanhafs duglegur við að gefa hinum nýbaka föður, Kanye West, uppeldisráð. Jay-Z eignað- ist dótturina Blue Ivy með söng- dívunni Beyoncé fyrir einu og hálfu ári en hann ráðleggur vini sínum West að halda kúlinu á meðal almennings og einbeita sér að föðurhlutverkinu. Kanye og Kim Kardashian eignuðust dótturina North West í júní. „Jay hefur verið að fara í gegnum það hvernig það er best að haga sér á almannafæri. Hann sagði Kanye að það væri best að ein- beita sér ekki að því sem er að gerast í kringum hann og þess í stað njóta þess sem hann hefur,“ sagði heimildarmaður við dag- blaðið Daily Star. Þetta kemur í kjölfar atviks sem átti sér stað í síðustu viku þegar Kanye lenti í stóru rifrildi við ljósmyndara á LAX flugvellinum. Ljósmyndar- inn lét einhver ummæli falla sem urðu til þess að rapparinn réðist að honum og reyndi að slá hann. Kanye á að hafa leitað til Jay-Z eftir atvikið og beðið hann um að hjálpa sér að haga sér betur á almannafæri. „Kanye verður svo reiður og pirraður yfir allri athyglinni. Enginn skilur betur en Jay-Z hvernig það er að vera í sviðsljósinu allan sólarhringinn,“ bætti heimildarmaðurinn við. Kanye fær uppeldisráð frá Jay-Z Rapparinn Jay-Z er duglegur að ráðleggja vini sínum Kanye West. Bruce Willis og Mary Louise Parker voru gestir í breskum útvarpsþætti þar sem þau áttu meðal annars að kynna kvik- myndina Red 2. Willis þótti sér- lega ósamvinnuþýður og ókurt- eis við þáttastjórnandann Jamie Edwards. „Hefur nokkur leikari sagt þér þetta áður, Jamie? Nú er ég ekki að leika, þú ert ef til vill að leika, en ég er bara að kynna myndina. Selja hana. Skemmtilegi hlutinn var að leika í henni,“ sagði Willis í viðtalinu. Þegar hann var svo spurður út ökuleikni sína í kvik- myndinni sagði hann: „Ég er að hugsa um akstur einmitt þessa stundina. Ég á erfitt með að ein- beita mér að þessu viðtali. Þú ert með alveg frábærar spurningar, Jamie. Skemmtilegt spjall,“ sagði hinn geðþekki leikari. Ókurteis við útvarpsmann ÓKURTEIS Bruce Willis þótti ókurteis við breskan útvarpsmann. NORDICPHOTOS/GETTY MIKLIR MÁTAR Þeir Jay-Z og Kanye West eru miklir félagar. Jay-Z gefur nú hinum nýbaka föður hin ýmsu ráð. GETTY/NORDICPHOTOS Selena Gomez mætti þunn í viðtal til þáttastjórnandans Jay Leno á dögunum. Stúlkan fagnaði 21 árs afmæli sínu á mánudagskvöldið og sletti ærlega úr klaufunum af því tilefni. Leno spurði stúlkuna hversu marga drykki hún hefði fengið sér og hún svaraði um hæl: „Ég man það ekki.“ Þá spurði hann hana hvort hún væri að berjast við þynnkuna og svaraði hún því játandi. Stúlkan ætlar þó ekki að láta mánudagsdjamm- ið duga en hún ætlar að halda þemapartí um helgina. „Það verður afmælisveisla um helgina með sígaunaþema. Ég hlakka mikið til,“ sagði söng konan við Jay Leno. Selena mætti þunn til Leno AFMÆLISÞYNNKA Selena Gomez mætti í viðtal til Jay Leno daginn eftir 21 árs afmælið sitt. GETTY/NORDICPHOTOS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.