Fréttablaðið - 30.09.2013, Side 12

Fréttablaðið - 30.09.2013, Side 12
30. september 2013 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | RENAULT KANGOO DÍSIL EYÐSLA 4,9 L / 100 KM* VINSÆLIR SPARNEYTNIR ATVINNUBÍLAR RENAULT TRAFIC DÍSIL EYÐSLA 6,9 L / 100 KM* RENAULT MASTER DÍSIL EYÐSLA 8,0 L / 100 KM* E N N E M M / S ÍA / N M 5 8 7 5 3 * E yð s la á 1 0 0 k m m ið a ð v ið b la n d a ð a n a k s tu r. BL ehf. Sævarhöfða 2 / 525 8000 www.renault.is RENAULT – Í LIÐI MEÐ ATVINNUREKENDUM Í 100 ÁR. Það er ekki að undra að Renault sé stærstur á sviði sendibíla í Evrópu. Eftir meira en 100 ár í bransanum vita þeir hjá Renault hvað skiptir máli þegar bíllinn er vinnustaðurinn þinn: áreiðanleiki, sveigjanleiki og ekki síst þægindi. TRAFIC STUTTUR VERÐ FRÁ: 3.418.327 KR. ÁN VSK. 2,0 DÍSIL - 115 HÖ VERÐ: 4.290.000 KR. M. VSK. MASTER MILLILANGUR VERÐ FRÁ: 4.292.821 KR. ÁN VSK. 2,3 DÍSIL - 125 HÖ VERÐ: 5.390.000 KR. M. VSK. KANGOO II EXPRESS VERÐ: 2.541.833 KR. ÁN VSK. 1,5 DÍSIL - 90 HÖ VERÐ: 3.190.000 KR. M. VSK. GE bílar / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkst. Austurlands / Egilsst. / 470 5070 IB ehf. / Selfossi / 480 8080 BANDARÍKIN, AP Níu japönsk fyrir- tæki sem framleiða bílaparta og tveir forstjórar þeirra hafa játað þáttöku í ólöglegu samráði á Bandaríkjamarkaði og borga 740 milljónir dollara í sekt. Upp- hæðin nemur tæpum 90 milljörð- um íslenskra króna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkj- anna og Alríkislögreglan banda- ríska (FBI) upplýstu um þetta á blaðamannafundi fyrir helgi. Upp- lýsingarnar varða nýjustu vend- ingar í stærsta samráðssvika- máli sem bandarísk lögreglu- og samkeppnisyfirvöld hafa tekist á hendur. Fyrirtækin sem um ræðir höfðu samráð um verð á 30 pörtum sem seldir hafa verið til margra af helstu bílaframleið- endunum sem starfa í Bandaríkj- unum. Til þessa hafa 20 fyrirtæki og 21 stjórnandi verið sóttur til saka og fyrirtæki fallist á að greiða 1,6 milljarð dala í sektir (194 millj- arðar króna). 17 af stjórnendun- um sem ákærðir hafa verið hafa verið dæmdir í fangelsi í Banda- ríkjunum, eða fallist á fangelsis- vist sem hluta af dómssátt. „Afleiðingar samráðsins eru að Bandaríkjamenn hafa greitt meira fyrir bíla sína,“ sagði Eric Holder, dómsmálaráðherra Banda- ríkjanna, á kynningarfundi um málið. Meðal fórnarlamba svik- anna væru bandarísk fyrirtæki á borð við Chrysler, Ford, og Gene- ral Motors, auk bandarískra dótt- urfélaga Honda, Mazda, Mitsu- bishi, Nissan, Subaru og Toyota. Bandarísk yfirvöld ætla að „kíkja undir sérhverja vélarhlíf og sparka í öll dekk“ í viðleitni til að koma í veg fyrir verðsamráðið, sagði Holder. Forsvarsmenn fyrirtækjanna sem stóðu að samráðinu notuðust við dulnefni og hittust á afskekkt- um stöðum í Bandaríkjunum og Japan til að sammælast um tilboð, breyta verðum og ákvarða fram- boð af bílapörtum. Fyrirtækin níu sem ákærð voru fyrir helgi eru Hitachi Auto motive Systems, Mitsubishi Electric og Mitsubishi Heavy Industries, Mit- suba, Jtekt, NSK, T.RAD, Valeo Japan og Yamashita Rubber. Á sérstökum fundi FBI á fimmtudagskvöld kom fram að samráðið hafi sumt hvert staðið í meira en áratug og snert bílvör- ur að virði fimm milljarða doll- ara (yfir 600 milljarða króna) og meira en 25 milljónir bíla sem seldir hafa verið í Bandaríkjunum og víðar. olikr@frettabladid.is Partaframleiðendur játa stórfellt samráð Níu japönsk fyrirtæki sem framleiða bílaparta og tveir forstjórar hafa játað ólög- legt samráð um verðlagningu til bílaframleiðenda í Bandaríkjunum. Sektir þeirra nema 90 milljörðum króna. Sautján yfirmenn hafa fengið fangelsisdóma vestra. NIÐURSTÖÐURNAR KYNNTAR Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, notast við kynningarmynd af bílapörtum á blaðamannafundi í dómsmála- ráðuneytinu fyrir helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.