Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.09.2013, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 30.09.2013, Qupperneq 38
KYNNING − AUGLÝSINGSjónvörp MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 20136 Það er misjafnt hversu vinsælir sjónvarpsþættir verða. Sumir slá í gegn strax á fyrsta þætti en aðrir vinna sér sess eftir því sem þáttum fjölgar. Enn aðrir ná aldrei útbreiðslu. Fyrir nákvæmlega fjörutíu árum var Kojak í öðru sæti yfir vinsælustu þættina en hann var afar vinsæll hér á landi sem annars staðar. Vinsælasta sjónvarpsþáttaröðin um þessar mundir er Breaking Bad en þætt- irnir voru valdir besta sjónvarpsefnið á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir viku. Þættirnir þykja frumlegir og ferskir. Hér á eftir fer vinsældarlistinn eins og hann lítur út á netinu: 1 Breaking Bad 2 Sleepy Hollow 3 Game of Thrones 4 Dexter 5 Sons of Anarchy 6 Under the Dome 7 The Walking Dead 8 American Horror Story 9 The Big Bang Theory 10 Orange is the New Black 11 Suits 12 How I Met Your Mother Vinsælustu þættirnir Breaking Bad hlaut Emmy-verðlaunin en hann er jafnframt vinsælasti þátturinn hjá áhorfendum. How I Met Your Mother hefur náð miklum vin- sældum. Game of Thrones sem meðal annars var tekinn upp hér á landi er í þriðja sæti. Byrjaðu strax að spara. Skráðu kortin ykkar núna á www.stod2.is/vild F ÍT O N / S ÍA F Í 20% afsláttur af öllum vörum við fyrstu kaup. 10% afsláttur eftir það. Tilboð gildir aðeins í Fákafeni 11. T O N / S ÍA AFSLÁTTUR 20 35% afsláttur af matseðli frá kl. 11 til 16 alla mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. AFSLÁTTUR35 Það má segja að sjónvarps-veturinn hafi hafist í Banda-ríkjunum í sl. viku og áhorf- endur Stöðvar 2 eru þegar farnir að njóta góðs af því. Stærsti nýi spennu- þáttur vetrarins, The Blacklist, hóf göngu sína á Stöð 2 á fimmtudag að- eins þremur sólarhringum á eftir frumsýningu á NBC og núna eru allir bestu þættirnir að koma á dagskrá, einn af öðrum,“ segir Sævar Hreið- arsson, dagskrárstjóri Stöðvar 2. Áður fyrr liðu oft margir mánuðir frá því að bestu þættirnir voru frum- sýndir í bandarísku sjónvarpi þar til þeir komu til sýninga á Íslandi. Núna eru kröfurnar meiri auk þess sem ís- lenskar sjónvarpsstöðvar þurfa að berjast við ólöglegt niðurhal og sam- keppni frá efnisveitum eins og Net- flix sem ekki starfa löglega á Íslandi. „Stöð 2 leggur því mikla áherslu á að sýna alla bestu þættina strax í kjöl- far frumsýningar þeirra erlendis,“ segir Sævar. Nýir þættir að hefjast alla vikuna Í kvöld hefur göngu sína á Stöð 2 spennuþátturinn Hostages sem var frumsýndur á CBS-sjónvarpsstöð- inni í sl. viku. Á morgun er síðan komið að fyrsta þættinum í nýrri seríu af Modern Family og á mið- vikudag snýr Grey‘s Anatomy aftur með tvöföldum þætti, einnig strax í kjölfar frumsýningar í Bandaríkj- unum. Á fimmtudagskvöld heldur The Blacklist áfram og þá er einn- ig á dagskrá lokaþátturinn af Break- ing Bad sem sýndur var í gærkvöldi í bandarísku sjónvarpi. Fjörið heldur síðan áfram um helgina en gamanþátturinn Hello Ladies, sem hóf göngu sína í gær- kvöldi á HBO verður sýndur á föstu- dagskvöld á Stöð 2. Á sunnudags- kvöld hefst vinsælasti nýi gaman- þátturinn í áraraðir, The Crazy Ones, með Robin Williams í aðalhlutverki og spennuþátturinn Homeland snýr aftur. Íslensk dagskrárgerð blómstrar Innlend dagskrárgerð er öf lugri og fjölbreyttari á Stöð 2 í vetur en nokkru sinni fyrr. „Ástríður hefur farið frábærlega af stað á sunnu- dagskvöldum og við bjóðum áhorf- endum upp á íslenskt efni á hverj- um degi. Um land allt, Heimsókn, Sælkeraferðin, Logi í beinni, Spaug- stofan, Beint frá messa, Veistu hver ég var? og Sjálfstætt fólk eru byrj- aðir og í október mætir síðan Kol- brún Björnsdóttir til leiks með glæ- nýjan þátt, Lóa Pind mun stýra Stóru málunum á mánudagskvöld- um og næsta föstudag mætir Unnur Eggerts dóttir með nýjan þátt, Popp og kók. Þá er undirbúningur í full- um gangi fyrir stærsta sjónvarps- viðburð vetrarins, íslensku útgáf- una af Got Talent,“ segir Sævar. Stóraukið úrval með Stöð 3 Ný sjónvarpsstöð, Stöð 3, hóf út- sendingar í september og hefur stór- aukið úrvalið af sjónvarpsefni fyrir íslenska áhorfendur. Meðal þátta á Stöð 3 er The X-Factor sem sýndur er innan við sólarhring á eftir frum- sýningu þáttanna hjá Fox. Gaman- þátturinn Super Fun Night, sem að margra mati er besti nýi gaman- þáttur vetrarins, hefur göngu sína á föstudagskvöld og í október koma glænýjar þáttaraðir af Arrow, Glee og The Carrie Diaries í sýningar á Stöð 3. Allir bestu þættirnir sýndir strax í kjölfar frumsýningar vestanhafs Það er stór vika fram undan fyrir sjónvarpsáhorfendur. Glænýjar þáttaraðir hefja göngu sína á hverjum degi og úrvalið hefur aldrei verið meira. Stöð 2 og Stöð 3 bjóða áhorfendum upp á meira en 8 tíma af frumsýndu efni á hverjum degi og aukin þjónusta við áskrifendur tryggir að áhorfandinn getur horft á sitt uppáhaldsefni þegar honum hentar. Hostages er glæný spennuþáttaröð sem hefur göngu sína á Stöð 2 í kvöld.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.