Fréttablaðið - 30.09.2013, Page 42

Fréttablaðið - 30.09.2013, Page 42
Meistaramánuður MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 20138 1. Skrifaðu markmiðin þín niður og hengdu á ís- skápinn eða einhvers staðar þar sem þú sérð þau á hverjum degi. Margir setja líka upp bloggsíðu á meðan mánuðinum stendur og deila með okkur hinum hvernig markmiðin ganga. 2. Ekki setja þér of mörg markmið. Hafðu mark- miðin skýr og raunhæf og ákveddu hvenær þú ætlar að klára hvert og eitt markmið. 3. Umkringdu þig öðrum meisturum og fáðu vini og fjölskyldu með í Meistaramánuð. Það eykur líkurnar á árangri margfalt. 4. Ef þú ert að breyta mataræðinu skipuleggðu þá vikuna vel og kauptu í matinn fyrir alla vikuna. Það getur verið erfitt að standast freistingarnar svöng/svangur í búðinni. 5. Ekkert blund! Stilltu vekjaraklukkuna fyrir alla vikuna og stattu við það frá fyrsta degi. Ef fyrsti dagurinn er erfiður verður bara auð- veldara að sofna fyrr um kvöldið. 6. Ef þú gleymir þér einu sinni, ekki láta það eyðileggja allan mánuðinn. Byrjaðu strax aftur. 7. Brostu til fólksins í kringum þig, það er ágætis vani. 8. Ekki setja þér bara markmið tengd heilsu- rækt. Notaðu tækifærið og tæklaðu það sem þú hefur alltaf ætlað að gera en hefur af ein- hverjum ástæðum frestað. 9. Komdu þér út fyrir þægindahringinn og lærðu eitthvað nýtt. Skráðu þig á námskeið eða reyndu eitthvað sem þú hefur alltaf haldið að þú gætir ekki. 10. Lifðu áfram eins og meistari. Taktu það besta úr Meistaramánuði með þér inn í hina mánuð ina. 31 dagur er nógu langur tími til að búa til góða venju. hollráð fyrir Meistaramánuð MEISTARAMÁNUÐUR Í SUNDI Hér gefur að líta æfingaprógramm sundmannsins og Ólympíu- farans Jakobs Jóhanns Sveinssonar, en það er hugsað fyrir fólk sem vill ná góðum tökum á sundi í Meistaramánuðinum. Æfingarnar henta þeim sem einhvern tíma hafa synt. Byrjendur ættu að fá leiðbeiningar hjá þjálfara, enda íþróttin mjög tæknileg og gott að hafa leiðbeinanda í byrjun til að læra undir- stöður skriðsunds. Hér birtist fyrsta vikan en hinar þrjár ásamt lýsandi mynd- böndum má finna á vefsíðunni www.meistaramanudur.is. Fyrsta vikan fer að sögn Jakobs i að koma sér af stað. „Aðaláherslan er á skriðsund enda er það það sund sem mest er synt á æfingum.” DAGUR 1 Upphitun 200 m til 500 m frjálst (eftir því hvað þið komist langt) Drillsett 8x25 m skriðsundsfætur, hvíla 15 sek => 1x fætur á hægri hlið, 1x fætur á vinstri hlið, 1x fætur á bakinu og 1 fætur á maganum Aðalsett: 5x100 m skriðsund, hvíla 30 sek á milli. Siðustu 25 m á hverjum 100 m eiga að vera hratt. Niðursund 200m frjálst rólega DAGUR 2: Upphitun: 10x50 m => 25 m skriðsund+25 m baksund, hvíla 10 sek Drillsett: 10x25m skriðsundsdrill hvíla 15 sek 1x fætur á maganum, 1x fætur á hægri hlið, 1x fætur á vinstri hlið og 2x fætur á maganum með einu handataki á hverjum 10 tökum og stoppa í hákarlaugga. Aðalsett: 50 m skriðsund, vaxandi, hvíla 30 sek 100 m skriðsund, vaxandi, hvíla 30 sek 200 m skriðusnd, vaxandi, hvíla 30 sek 100 m skriðsund, vaxandi, hvíla 30 sek 50 m skriðsund, vaxandi, hvíla 30 sek Niðursund: 200 m frjálst rólega DAGUR 3: Upphitun: 25 m skriðund + 50 m baksund + 75 m skriðsund + 100 m baksund + 75 m skriðsund + 50 m baksund + 25 m skriðsund, hvíla 10 sek á milli skriðsunds og baksunds Drillsett: 10x50 m skriðsundsdrill, hvíla 20 sek á milli: => 1x fætur á hlið (25 m á hægri hlið, 25 m á vinstri hlið), 2x hákarladrill (eins og síðast) + 1x catch up Aðalsett: 300 m skriðsund, síðustu 25 m hratt, hvíla 30 sek 200 m skriðsund. síðustu 25 m hratt, hvíla 30 sek 100 m skriðsund, síðustu 25 m hratt, hvíla 30 sek Niðursund: 200 m frjálst rólega Dagur 4 fyrir þá sem vilja:) : Upphitun: 200 m til 500 m frjálst Drillsett: 10x25 m skriðsundsdrill => 1x fætur á maganum, 1x fætur á hægri hlið, 1x fætur á vinstri hlið og 2x hákarlauggi einsog síðast Aðalsett: 16x50 m skriðsund, hvíla 15 sek á milli => ( 3x miðlungshraði og 1x hratt ) x4 Niðursund: 200 m frjálst MEISTARA- MÁNUÐINUM! TILBOÐ Æfingaáætlun, matseðill, uppskriftir og myndbönd af öllum æfingum (opnast í ipad, tölvu eða farsímanum) Þú velur uppbyggingu, fitu- brennslu eða almennt hreysti Verð kr. 5000,- Skráning og upplýsingar á einka@einka.is MEISTARAMÁNUÐURINN Sigraðu sjálfa/n þig með hjálp Sporthússins www.facebook.com/sporthusid Sporthúsið hvetur alla til þess að setja sér persónulegt markmið í meistara- mánuðinum – október - og fylgja því eftir með góðri samvisku. Til þess að hvetja ykkur áfram ætlum við að draga nokkra heppna meistara út í hverri viku allan mánuðinn á Facebook-síðu Sporthússins. Það eina sem þú þarft að gera er að deila með okkur markmiði þínu, hversu stórt eða smátt sem það er. Vinningarnir: Flugmiðar fyrir tvo frá WOW air Tvö gjafabréf frá versluninni nike.is að andvirði 10.000 kr. Jólahlaðborð fyrir tvo á Hótel Borg Þrjú þriggja mánaða kort í Sporthúsinu Tvö 15 tíma klippikort í Hot Yoga Whey Plus Rippedcore prótein frá Líkama & Lífsstíl Langar þig að prófa Sporthúsið? – sendu póst á gunnhildur@sporthusid.is og við bjóðum þér frítt í viku! www.sporthusid.is Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t ok tó be r– de se m be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.