Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.09.2013, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 30.09.2013, Qupperneq 70
30. september 2013 MÁNUDAGUR| MENNING | 30 „Uppáhaldsmánudagslagið mitt er Get Lucky með Daft Punk ft. Pharrell Williams. Það er eitthvað svo mikil gleði yfir þessu lagi að ég dett aldrei í neinn mánudagsblús.“ Guðrún(gúrý) Finnbogadóttir fatahönnuður í Kaupmannahöfn. MÁNUDAGSLAGIÐ „Það eru til rosalega margar tón- listarhátíðir og þær mega margar hverjar vinna hlutina af meiri fag- mennsku,“ segir Tómas Young, starfsmaður ÚTÓN. Mikill meirihluti forsvars- manna íslenskra tónlistarhátíða getur hugsað sér samstarfsvett- vang fyrir hátíðirnar, meðal ann- ars með því að sækja sameiginlega um styrki til að kynna hátíðirnar með öflugri hætti innanlands og alþjóðlega. Þetta kemur fram í niður- stöðum nýrrar skýrslu um stöðu íslenskra tónlistarhátíða sem var unnin af Tómasi. Um var að ræða samstarfs verkefni ÚTÓN og Ferðamálastofu. Heimasíður tónlistarhátíðanna voru skoðaðar í þeim tilgangi að sjá hversu vel þær eru settar fram. Niðurstöður voru þær að margar hátíðir er vel með á nótunum en aðrar heimasíður voru illa uppfærð- ar og vantaði mikið af upplýsingum. „Það sést augljóslega hvaða hátíðir eru unnar í sjálfboðastarfi eða sem hliðarverkefni,“ segir Tómas. - fb Íslenskar hátíðir starfi saman Tómas Young hjá ÚTÓN gerði skýrslu um stöðu íslenskra tónlistarhátíða. TÓMAS YOUNG Tómas gerði skýrslu um stöðu tónlistarhátíða á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Ég hrífst af öllu sem kemur blóð- inu á hreyfingu og er með mótor,“ segir fjölmiðlakonan Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir sem kemur til með að stýra sjónvarpsþátt- unum Á fullu gazi ásamt Finni Thorlacius. Þættirnir hefja göngu sína í nóvember og eru í anda Top Gear. Að sögn Sigríðar Elvu eiga þættirnir að höfða jafnt til þeirra sem eru með króníska bíladellu og hinna er vilja aðeins gott sjón- varpsefni. „Finnur, sem er maður- inn með sérfræðiþekkinguna, hafði gengið með hugmyndina í nokkurn tíma. Yfirmenn mína á Stöð 2 rámaði eitthvað í að ég væri með tækjadellu og því var ég fengin sem meðstjórnandi,“ segir hún. Sigríður Elva eignaðist sitt fyrsta barn í apríl og tekur þætt- ina upp í miðju fæðingarorlofi. „Dóttirin mætir með í smink og myndatökur og verður líklega á hliðarlínunni á meðan á tökum stendur, enda er hún enn á brjósti og því ekki hægt að skilja hana eftir heima. Tökur hefjast eftir tvær vikur og ég hlakka til að komast aðeins af heimilinu og leika mér að tryllitækjum eftir fimm mánuði í brjóstaþoku,“ segir hún og hlær. Aðspurð kveðst Sigríður Elva ekki keyra um á glæsikerru, þótt hana dreymi um að eignast slíka. „Ég keyri um á sjö ára gömlum Toyota Aygo sem er með vél á við garðsláttuvél. Ég átti áður Hondu CRX á „low profile-dekkjum“ og með tvöfalt púst sem vakti öfund flestra unglingspilta. Því miður varð ég að skipta á þeim bíl og yfirbyggðu sláttuvélinni.“ Spurð út í draumabílinn segir hún að hana langi helst að eignast stökkbreyttan ofurjeppa. „Svo ég gæti farið um hálendið. Mig hefur reyndar líka alltaf dreymt um að eignast skriðdreka, en það væru ópraktísk kaup þegar maður býr á Laugaveginum.“ sara@frettabladid.is Dreymir um að eignast skriðdreka Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir er annar stjórnenda bílaþáttarins Á fullu gazi. MEÐ TÆKJADELLU Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir stýrir þættinum Á fullu gazi með Finni Thorlacius. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL „Þetta voru mjög heit og mikil við- brögð, sem komu mér eiginlega á óvart. Ég get ekki verið annað en þakklátur. Útlendingar skilja mig,“ segir Benedikt Erlingsson, leikstjóri Hross í oss. Kvikmyndin var frumsýnd á hátíðinni San Sebastian á Spáni á mánudaginn við góðar undirtektir. Benedikt var þar staddur en þurfti að fljúga snemma heim ásamt leik- aranum Ingvari E. Sigurðssyni vegna æfinga fyrir leikritið Jeppi á fjalli. Enska blaðið The Guardian gefur myndinni, sem kallast á engilsax- nesku Of Horses and Men, mjög góða dóma. „Sum atriðin eru ótrú- lega opinská og hreint ótrúleg. Kvikmyndir sem sýna manni hluti sem maður hefur aldrei séð áður eru ekki á hverju strái. Samt tekst henni að vera viðkvæmnisleg, falleg og fyndin,“ sagði gagnrýnandinn. Hross í oss hefur verið boðið á aðalkeppnina á alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Tókýó, sem er ein sú stærsta í Asíu. Einnig verður hún opnunarmynd Lübeck-hátíðarinnar í Þýskalandi í nóvember og verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Gauta- borg í janúar. Þar fyrir utan verður Hross í oss framlag Íslands til Óskarsverð- launanna sem verða afhent á næsta ári. „Ég er afskaplega þakklátur öðrum kvikmyndagerðarmönnum fyrir að hafa valið okkur. Ég ætla að reyna að standa mig vel.“ - fb Útlendingarnir skilja Benedikt Erlingsson Gagnrýnandi enska dagblaðsins The Guardian gefur kvikmyndinni Hross í oss afb ragðsgóða dóma. ÁNÆGÐUR LEIKSTJÓRI Benedikt Erlingsson á frumsýningu Hross í oss hér á landi ásamt merinni Brák frá Arnbjörgum, Sigríði Maríu og Juan Camilo Roman Estarda. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL * BIO pokinn er framleiddur úr maíssterkju og eyðist upp í náttúrunni. Oddi – Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is Hafðu samband við sölumenn Odda í síma 515 5000 Bleiki pokinn - til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands NÝTT BIO poki* Allur ágóði af sölu BLEIKA POKANS rennur til Krabbameinsfélags Íslands. Fiskikóngurinn Sogavegi 3 • www.fiskikongurinn.is BÝÐUR BJARKA HJÁLMARSSON SJÚKRAÞJÁLFARA VELKOMINN TIL LIÐS VIÐ STOFUNA Á STOFUNNI STARFA FYRIR: ➜ Hross í oss hefur verið tekin til sýninga í Frakklandi, á Spáni og á Norðurlöndunum. ➜ Tómas telur að auðveldlega sé hægt að fjölga tónlistarhátíðum á Íslandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.