Fréttablaðið - 18.01.2014, Side 4
18. janúar 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4
GETRAUN Íris Hulda Jónsdóttir úr Reykjavík hlaut verðlaunin fyrir
lausn á myndagátu Fréttablaðsins sem birtist á gamlársdag. Bréf Írisar
Huldu með lausninni var dregið úr miklum fjölda bréfa sem lesendur
Fréttablaðsins höfðu sent og eru þeim færðar þakkir fyrir þátttökuna.
Íris Hulda hlaut að launum gjafakort í Borgarleikhúsið. Í samtali
við Fréttablaðið sagðist hún hafa verið í töluverðan tíma að glíma við
getraunina, sem hafi verið ansi snúin í þetta sinn. Með hjálp unglings
á heimilinu tókst henni þó að ljúka ætlunarverkinu. Lausnin á mynda-
gátunni er á síðu 42 í blaðinu í dag. - fb
Margir sendu lausnir á myndagátunni:
Íris Hulda hlaut verðlaunin
SKÓLAMÁL „Þessar hugmyndir
verða ekki teknar upp á minni vakt.
Þær eru gjörsamlega ónothæfar,“
segir Illugi Gunnarsson mennta-
málaráðherra.
Þar vísar ráðherra til hugmynda
sem mennta- og menningarráðu-
neytið sendi frá sér í tíð fyrr-
verandi ríkisstjórnar og lúta að því
að stjórnendur framhaldsskóla eigi
að fara að rita sérstakt umsagn-
arbréf með nemendum sem ljúka
framhaldsskólaprófi. Hugmyndir-
nar eiga rætur að rekja til náms-
skrár framhaldsskólanna frá 2011.
Fréttablaðið greindi frá málinu í
gær.
Atli Harðarson skólameistari
hefur gagnrýnt tillögurnar harð-
lega og telur það siðferðilega hæpið
að stofnanir ríkisins felli dóma um
þankagang, sjálfsþekkingu, sjálfs-
mynd og siðferði fólks.
Illugi kveðst taka undir gagnrýni
Atla og vera sammála honum. Hann
segir að ekki standi til að fara að
meta nemendur með þessum hætti.
„Það verður aldrei tekið upp
þannig kerfi að skólastjórnendum
verði lagt það á herðar að leggja
siðferðilegt mat á nemendur á
meðan ég er menntamálaráðherra,“
segir Illugi.
Hann segir þó að það geti verið
af hinu góða að kennarar gefi skrif-
legar umsagnir um nemendur.
„Það er ekkert að því að gefa
skriflegt mat og getur í raun verið
æskilegt. Það skiptir hins vegar
miklu máli að vandað sé til verka,
það sé skýrt á hverju slíkt mat er
byggt og hvernig eigi að fram-
kvæma það.“
Hafnar siðferðismati
í framhaldsskólunum
Menntamálaráðherra segir ekkert að því að gefa skriflegar umsagnir um nemend-
ur en eigi að taka upp slíkt kerfi verði að vanda til verka. Ráðherra hafnar öllum
hugmyndum um að skólastjórnendum verði falið að leggja siðferðismat á fólk.
Þeir sem lokið hafa grunnskólanámi hafa hlotið jafngilda undirstöðu-
menntun eða hafa náð 16 ára aldri eiga rétt á að hefja nám í framhalds-
skóla. Þeir sem rétt eiga á að hefja nám í framhaldsskóla samkvæmt máls-
grein þessari eiga jafnframt rétt á því að stunda nám í framhaldsskóla til
18 ára aldurs. Til að útskrifast með framhaldsskólapróf skal nemandi hafa
lagt stund á nám sem svarar til 90–120 eininga samkvæmt námsskrá.
Eiga rétt á námi í framhaldsskóla
8% samdráttur varð í sölu á nýjum fólksbílum í fyrra
miðað við árið 2012. Á sama tíma
keypti Bílaleiga Akureyrar 14 prósent
allra nýrra fólksbíla sem seldust.
33% af þeirri
raforku sem Danir notuðu í
desember kom frá vindorku-
verum. Þetta er heimsmet.
321 VÖRUNÚMER
af bjór var til sölu í verslunum
ÁTVR á síðasta ári. Sama tegund
getur verið á fl eiri en einu númeri
ef umbúðirnar eru mismunandi.
50.421
tonn veiddust af fi ski í desember
samkvæmt upplýsingum Hagstofu
Íslands. Þetta er 7.607 tonnum meira
af fi ski en veiddist í desember 2012.
258%
aukning varð á sölu rafb íla
í fyrra miðað við árið 2011.
Á sama tíma drógust nýskráningar
á metanbílum saman um
64%
PÁFAGARÐUR, AP Á árunum 2011
til 2012 svipti Benedikt 16. páfi
nærri 400 kaþólska presta hemp-
unni, eftir að þeir höfðu orðið upp-
vísir að því að níðast kynferðis-
lega á börnum.
Þetta er töluverð fjölgun frá
árunum 2008 og 2009, þegar sam-
tals 171 kaþólskur prestur var
sviptur hempunni af sömu sökum.
Eldri tölur eru ekki sambærilegar.
Þetta kemur fram í skjölum sem
AP-fréttastofan hefur komist yfir.
- gb
Páfi brást við barnaníði:
Svipti hundruð
presta hempu
VANDA TIL VERKA Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir hugmyndir um að
skólastjórnendum verði falið að leggja siðferðilegt mat á þá sem ljúka framhaldsskóla-
prófi ónothæfar. Hann segir að eigi að breyta námsmati verði að vanda til verka.
ÁNÆGÐ Íris Hulda Jónsdóttir
var að vonum ánægð með verð-
launin fyrir myndagátuna.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Illugi segir að þetta sé hluti af
stærra máli sem er hvernig ein-
kunnir séu gefnar.
„Það er búið að gera töluverðar
breytingar á námsskránni sem
kalla á endurmat á því hvernig við
mælum árangur skólastarfsins,“
segir ráðherra.
Það sé verið að horfa á fram-
haldsskólaprófið og hvernig það
geti gefið mynd af stöðu nemand-
ans á þeim tímapunkti.
„Þær breytingar sem við gerum
á námsmati þurfa að vera skynsam-
legar og vel hugsaðar,“ segir Illugi
og ítrekar að þær hugmyndir sem
búið er að senda út séu algerlega
ónothæfar. johanna@frettabladid.is
11.1.2014 ➜ 17.1.2014
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn
Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir
elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
Veðurspá
Mánudagur
Hæg breytileg átt.
MILT Í VEÐRI NÆSTU DAGA Fremur hægur vindur í dag en allhvasst við
SA-ströndina. Það verður rigning víða um austan- og suðaustanvert landið en þurrt að
mestu annars staðar. Svipað næstu daga en kólnar fram til mánudags, hlýjast syðst.
3°
6
m/s
3°
7
m/s
5°
6
m/s
6°
13
m/s
Á morgun
Víðast hvar 3-10m/s, hvassast við
Vestfi rðina.
Gildistími korta er um hádegi
2°
-1°
3°
2°
0°
Alicante
Basel
Berlín
16°
6°
7°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
5
8°
8°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
4°
4°
20°
London
Mallorca
New York
10°
9°
5°
Orlando
Osló
París
12°
-4°
10°
San Francisco
Stokkhólmur
18°
-3°
4°
8
m/s
4°
11
m/s
4°
6
m/s
3°
9
m/s
4°
5
m/s
2°
4
m/s
2°
1°
3°
2°
1°
Vordís Eiríksdóttir
veðurfréttamaður
FERÐALÖG Á morgun heldur ellefu
manna hópur Íslendinga til Suður-
skautslandsins undir fararstjórn
Ara Trausta Guðmundssonar, jarð-
vísindamanns og rithöfundar.
Þetta er fyrsti almenni ferðahóp-
urinn héðan til Suðurskautslands-
ins, en flogið verður til suðurodda
Suður-Ameríku og þaðan haldið á
skipi yfir til Suðurskautslandsins
og siglt þar milli eyja og um firði.
Farið er í land á gúmmíbátum þar
sem áhugi og færð leyfa. Komið
verður til baka í byrjun febrúar. - gb
Nýjung í ferðamennsku:
Í hópferð til
suðurskautsins