Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.01.2014, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 18.01.2014, Qupperneq 10
18. janúar 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 STJÓRNSÝSLA Bæjarstjórn Ísafjarð- arbæjar segir að þó oft hafi tekist að koma fótunum undir opinberar starfsstöðvar sem eigi fullt erindi á Vestfirði þá fjari einhverra hluta vegna undan þeim þegar frá líði. „Átakanlegt dæmi um þetta er lokun útibús Fiskistofu á Ísafirði. Þrátt fyrir mikilvægi Vestfjarða sem löndunarstöðvar á Íslandi er nú enginn starfsmaður Fiskistofu staðsettur þar. Nú eru einnig horfn- ir héðan starfsmenn í fiskeldiseftir- liti, þrátt fyrir að sjókvíaeldi fisks sé bannað víðast hvar annars stað- ar en á Vestfjörðum, þar sem jafn- framt er þriðjungur strandlengju Íslands,“ segir bæjarstjórnin sem vill að ríkið standi vörð um slíkar starfsstöðvar og óskar eftir við- ræðum við fulltrúa ríkisstjórnar- innar um nauðsynlegar úrbætur. Bæjarstjórnin segir mikilvægt að ríkið „komi af heilum hug að uppbyggingu fjölbreyttrar atvinnu- starfsemi á Vestfjörðum“ og kveðst ítreka „mikilvægi þess að uppbygg- ing í tengslum við fiskeldi hvort sem það eru rannsóknir, eftirlit eða menntun verði byggt upp á Vest- fjörðum, enda ljóst að umfangsmik- il starfsemi er nú þegar í fiskeldi á svæðinu og er fyrirsjáanleg mikil aukning í náinni framtíð.“ Þá skorar bæjarstjórnin á Alþingi og ríkisstjórnina „að standa með Vestfirðingum og byggja upp öfluga miðstöð fiskeldis á Vest- fjörðum á sviði eftirlits, rannsókna og menntunar í gegnum Háskóla- setur Vestfjarða og Rannsóknaset- ur Háskóla Íslands.“ - gar Bæjarstjórn Ísafjarðar segir iðulega fjara undan opinberum starfsstöðvum úti á landi og skorar á ríkisstjórn og Alþingi: Ríkisvaldið verndi starfsstöðvar sínar á Vestfjörðum Smáralind | Sími 512 1330 Laugavegi 182 | Sími 512 1300 Komdu í verslanir okkar og fáðu mældan blóðþrýstinginn og/eða púlsinn, niðurstöður birtast samstundis í iPhone eða iPad. 15% AFSLÁTTUR18-19. JANÚAR 18.-19. JANÚAR Þráðlaus púls og súrefnismælir Þráðlausir blóðþrýstingsmælar Þráðlausir hreyf ingaskynjarar Þráðlaus vigt Þráðlaus blóðsykurmælir LÖNDUN Ísfirðingar segja lokun útibús Fiskistofu í bænum átak- anlegt dæmi um örlög opinberra starfsstöðva á landsbyggð- inni. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN STJÓRNSÝSLA „Það eru margar spurningar sem vakna og þess vegna þarf að fá fram skýring- ar, sérstaklega út af þessum ríku tengslum, sem komu nokkuð á óvart,“ segir Árni Páll Árnason, for- maður Samfylkingarinnar, um boð- aðan fund í efnahags- og viðskipta- nefnd á mánudag þar sem fjallað verður um ákvörðun 50 milljarða frískuldamarks vegna bankaskatts. Umræða hefur verið á lofti um tengsl milli stjórnarflokkanna og MP banka í því ljósi að ávörðunin um 50 milljarða frímarkið kom MP banka betur en flestum fjármála- fyrirtækjum. Fram hefur komið að einn af framkvæmdastjórum MP banka er Sigurður Hannesson, sem er náinn ráðgjafi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætis- ráðherra, og Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP, banka er giftur syst- ur Sigmundar Davíðs. Þá er Bene- dikt Gíslason, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri hjá MP banka, nú ráðgjafi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Innan bankageirans þykir þessi ákvörðun orka tvímælis, bæði hvernig þessi upphæð hafi komið til, sem og tengingarnar milli MP banka og stjórnarinnar. Hvernig sem þetta hafi komið til, líti það altjent illa út, sagði einn viðmælandi Fréttablaðsins sem ekki vildi koma fram undir nafni. Forsvarsmenn Landsbanka og Arion banka vildu ekki tjá sig um málið og í svari frá Íslandsbanka var ekki vikið sérstaklega að 50 milljarða frískuldamarkinu, heldur deilt á bankaskattinn og íþyngjandi áhrif hans á banka hérlendis. Forsætisráðherra vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður hans, sagði að ekk- ert væri hæft í vangaveltum um tengsl inn í MP-banka og setningu frímarksins. Það væri alls ekki inni á borði forsætisráðuneytisins. Ekki náðist í fjármálaráðherra við vinnslu fréttarinnar og upplýs- ingar sem Fréttablaðið óskaði eftir frá fjármálaráðuneytinu um tilurð 50 milljarða marksins bárust ekki í gær. Frosti Sigurjónsson, þingmað- ur Framsóknarflokks og formað- ur efnahags- og viðskiptanefndar, hafnar því í samtali við Fréttablaðið að þessi tengsl hafi nokkuð að gera með ákvörðunina og nefndin hafi ekki lagt mat á áhrif frímarksins á einstaka banka. Fjármálaráðu- neytið hafi ákvarðað upphæðina og vafasamt sé hvort það sé hlutverk alþingismanna í nefndinni að „velja banka inn eða út“ úr markinu. „Þarna eru einhver tengsl og vensl, en það er ekki þar með sagt að þar sé einhver sekt á ferðinni,“ segir Frosti. Hann segir að nefndarfólk hafi verið meðvitað, í ljósi athugasemda frá slitastjórnum, að allt sem þau Margar spurningar enn á lofti um MP Beðið er útskýringa á tilurð frískuldamarks vegna bankaskatts, sem spyrt hefur verið við tengsl við forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar. Frosti Sigurjónsson þvertekur fyrir að nokkuð vafasamt hafi átt sér stað, en gott sé að fá allt upp á borðið. Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, játar að hafa farið rangt með í viðtali við Stöð 2 um síðustu helgi. Þar sagði hann að rök mætti færa fyrir því að MP banki ætti ekki að þurfa að greiða neinn bankaskatt, þar eð hann hafi ekki valdið ríkissjóði tjóni í hruninu. „Það er búið að benda mér á að þær upplýsingar sem ég hafði voru ekki réttar,“ segir Frosti nú. „Það má færa rök fyrir að MP banki hafi bakað ríkinu tjón án þess að ég viti hvað það er mikið. Maður fær svampinn [hljóðnema fréttamanns] framan í sig og dettur eitthvað í hug. Ég hafði lesið þetta einhvers staðar eða séð í fréttum, hvort sem það var hjá Þor- steini Pálssyni eða hvað. Ég veit ekki einu sinni hvar ég hafði heimildir fyrir því, en þessu skaut upp í hausinn á mér þarna og var ekki rétt, eftir á að hyggja.“ „Ekki rétt, eftir á að hyggja“ Í ritinu 300 stærstu sem Frjáls verslun gaf út undir lok síðasta árs var MP banki í níunda sæti yfir stærstu fjármálafyrirtæki landsins með 5,9 milljarða króna veltu. Til samanburðar er Landsbankinn í efsta sæti með tæplega 109 milljarða veltu, Íslandsbanki með 86 milljarða og Arion banki í þriðja sæti með 82 milljarða veltu. Frá fjórða til áttunda sæti eru Íbúðalánasjóður, Seðlabankinn, LÍN og kortafyrirtækin Valitor og Borgun. Stærsti sparisjóðurinn er Sparisjóður Siglufjarðar með 1,5 milljarða veltu og Straumur fjárfestingabanki er með 1,3 milljarða. Heildarskuldir MP banka eru þar sagðar um 64 milljarðar sem er innan við tíu prósent af því sem stóru bankarnir þrír eru með. MP banki 9. stærsta fjármálafyrirtækið Það er ekkert hér sem þolir ekki dagsins ljós. Þess vegna fagna ég því að fjölmiðlar skoði málið. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar MP BANKI Spurningar hafa vaknað um tengsl ýmissa stjórnenda bankans við for- svarsmenn ríkisstjórnarinnar í samhengi við setningu frímarks vegna bankaskatts. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI að hækkun marksins, án þess að velta fyrir sér áhrifum þess á ein- stök fjármálafyrirtæki. Frosti segir að langbest sé að allt sé uppi á borðum í þessum málum. „Það er ekkert hér sem þolir ekki dagsins ljós. Þess vegna fagna ég því að fjölmiðlar skoði málið.“ thorgils@frettabladid.is gerðu í málinu gæti orkað tvímæl- is fyrir dómstólum, ákvæðu þær að fara þá leið fyrir þessi lög. „Þess vegna vorum við mjög á tánum að passa að allt væri eins vandað og hægt væri, og það dettur engum í hug að gera eitthvað sem orkar tvímælis við slíkar aðstæður. Það er enginn hvati til þess, heldur þvert á móti stórhættulegt. Ég trúi ekki að nokkrum detti slíkt í hug.“ Í umsögnum vegna bankaskatts- ins lögðu Straumur og Samband íslenskra sparisjóða til frímörk, ann- ars vegar sjö milljarða og hins vegar þriggja milljarða, en það var áður en skattprósentan hækkaði margfalt eftir að ákveðið var að nýta skatt- inn til að fjármagna lánaleiðrétt- ingaáætlun ríkisstjórnarinnar. Frosti segir að eftir það hafi nefndarmenn haft áhyggjur af áhrifunum á minni banka og fagn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.