Fréttablaðið - 18.01.2014, Side 30

Fréttablaðið - 18.01.2014, Side 30
18. janúar 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 30 Farmers Market tekur þátt í þriðja sinn. Farmers Market tók þátt í fyrstu RFF- sýningunni sem var haldin í Kaaber- húsinu og í sýningunni í fyrra. ➜ Skemmtilegast við RFF: RFF er gott tækifæri til að kynna vörulínu ársins og þar með veröld Farmers Market eins og við sjáum hana. ➜ Tísku- fyrirmyndin: Móðir náttúra sem alltaf tekst að tolla í tískunni. Tískubólur ársins: Hjá unglingunum sýnist mér að Buffalo-skótískan sé að skella á enn eina ferðina. ➜ Í hvaða flík myndir þú aldrei láta sjá þig? Þegar maður er farinn að upplifa spíralinn sem tískan þræðir ætti maður að fara varlega í að segja aldrei. Með útsjónarsemi má vinna með nánast hvað sem er. Bergþóra Guðna- dóttir: Farmer‘s Market FR ÉT TA BL AÐ IÐ /S TE FÁ N K AR LS SO N Þessir hönnuðir sýna á RFF2014 Átta íslenskir hönnuðir koma til með að sýna á Reykjavík Fashion Festival í ár. Þeir eru Cintamani, Ella, Farmers Market, JÖR by Guðmundur Jörundsson, magnea, REY, Sigga Maija og Ziska. Hátíðin fer fram í fimmta sinn samhliða HönnunarMars, 27. til 30. mars. Fréttablaðið tók púlsinn á hönnuðunum sem taka þátt, spurði hverju þeir myndu aldrei klæðast og hvað sé skemmtilegast við RFF. Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is Ella tekur þátt í RFF í þriðja sinn í ár. ➜ Skemmtilegast við RFF: Mér finnst það nauðsynlega lærdómsríkt fyrir ungt tískuhús á borð við ELLU. Listrænn stjórnandi þarf að velja sögu sem hann ætlar að segja og hún þarf að vera viðeigandi. Sagan verður samt að vera ný og sjóvið að stela augnablikum frá áhorfandanum. Að búa til fatnaðinn er eitt, að setja upp sýninguna er svo allt annar hlutur. Mér finnst skemmtilegast að vinna með ólíku fólki sem allt er sérfræðingar á sínu sviði. Við hjá ELLU höfum verið ákaflega ánægð með hópinn okkar. ➜ Tískufyrirmyndin: Ég á mér margar tískufyrir- myndir og leita þá aðallega í konur sem hafa breytt heiminum. Konur sem voru á sínum forsendum, var sama um hvað öðrum fannst um þær og lifðu lífinu. Á meðal þeirra sem heilla mig eru Amelia Earhart, fyrst kvenna til að fljúga einsömul yfir Atlantshafið, Sophia Loren hefur lengi verið í uppáhaldi og Lauren Hutton. Á meðal sam- tímafólks verð ég að nefna fiðluleikarann Charlie Siem– hann er músan mín þessa dagana. ➜ Tískubólur ársins: Í hinum fullkomna heimi ætti fólk að klæða sig eftir eigin smekk, lífsgildum og persónu. Að klæða sig eftir sann- færingu er alltaf heillandi – ef það er gert af einhverri hugsun þá leyfist ansi margt. Þess vegna elska ég klassískan fatnað, sem undirstrikar persónuna og auðvelt er að breyta og gera að sínu. Svo finnst mér falleg efni eftirsóknaverð. Helsta tískubólan á þessu ári að mínu mati er klassíkin. ➜ Í hvaða flík myndir þú aldrei láta sjá þig? Ég held ég sé of listræn fyrir þetta svar. Kannski glansandi Jane Fonda-leikfimibún- ingi frá tíunda áratugnum. Nema ég verði súperfit næstu árin. Hver veit. Rebekka Jónsdóttir tekur nú þátt í RFF í fjórða sinn. ➜ Skemmtilegast við RFF: Öll samvinnan, mér finnst virkilega gaman að vinna að því að allt smelli saman með fagfólkinu, sviðið, tónlistin, förðunin, hárið, módelin og svo fram- vegis. ➜ Tískufyrirmyndin: Þar sem þessu er svarað á afmælis- degi Kate Moss hlýtur hún að standa upp úr í dag. ➜ Tískubólur ársins: Víðar buxur. Og svo munum við sjá miklu meira af bomber-jökkum. ➜ Í hvaða flík myndir þú aldrei láta sjá þig? Crocs. ➜ Rebekka Jónsdóttir: REY Sigga Maija tekur þátt í fyrsta sinn í RFF undir eigin merki. Áður hefur hún unnið að sýningum fyrir aðra, eins og JÖR og Hildi Yeoman. ➜ Skemmtilegast við RFF: Allt ferlið, og vitandi það að það tekur í raun aldrei enda. ➜ Tískufyrir- myndin: Ég á mér engar sérstakar tísku- fyrirmyndir. Ég fæ innblástur frá alls konar fólki og úr alls konar ástæðum. Fyrir mér er áhugaverðara að tala um innblástur. Innblásturinn kemur oftast eftir nýjar uppgötvanir og töluvert grúsk og stundum fær maður hann úr óvæntustu áttum. Svo sæki ég mér hann í listir, tækni, kvikmyndir, tónlist og bækur, bækur, bækur. ➜ Tískubólur ársins: Ég er ekki mikið að pæla í tískubólum. Mér finnst áhuga- verðara að horfa á heildarmyndina og hvað það er sem mun hafa áhrif á okkur og hvernig það kemur út í því sem við viljum klæðast. Ég held að kjörorðin á næsta ári séu full- orðinslegt og klassískt með góðri skvettu af nútímanum. ➜ Í hvaða flík myndir þú aldrei láta sjá þig? Hmmm, veit ekki hvað skal segja, en ég veit það þegar ég sé hana. ➜ Sigríður Margrét: Sigga Maija Cintamani tekur þátt í RFF í fyrsta sinn í ár. ➜ Skemmtilegast við RFF: Útivist og fatn- aður er ástríða okkar og það er okkur sönn gleði að sýna afrakstur vinnu okkar undanfarin ár. ➜ Tískufyrirmyndin: Við horfum bæði til tísku og þess sem er að gerast í útivist og sækjum innblástur til beggja átta. Öll góð hönnun sem samþættir tæknieiginleika, hreyfigetu og stíl- hreina fagurfræði höfðar til okkar. Cintamani hefur núna sterka ímynd sem byggir á þessum þáttum. ➜ Tískubólur ársins: Það er í okkar augum samruni útivistar og tísku sem er í raun engin bóla heldur það sem koma skal. ➜ Í hvaða flík mynduð þið aldrei láta sjá ykkur? Aldrei að segja aldrei… en ætli við getum ekki sagt með vissu að ekkert okkar sjáist í magabol aftur. ➜ Þóra Ragnarsdóttir, Rún Gunnarsdóttir, Neil Smith, Guðbjörg Jakobsdóttir: Cintamani ➜ Elínrós Líndal: Ella MYND/ÚR EINKASAFNI Rauðakrosshúsið Hamraborg 11 www.raudikrossinn.is/kopavogur Skráning er til 13. okt. Allar nánari upplýsingar á skyndihjalp.is og í síma 554 6626. Skyndihjálparnámskeið hjá Rauða krossinum i Kópavogi Fjögurra tíma námskeið 21. jan., 18. feb., 4. mars, 9. apr. og 14. maí Þátttakendur læra grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað. Slys og veikindi barna 10. febrúar, 5. mars, 14. apríl og 5. maí Fjallað er um varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri. Leiðbeint er í skyndihjálp við barnaslysum og áverkum af ýmsu tagi, endurlífgun barna og andlegum undirbúningi við komu barna á sjúkrahús. M YN D /S AG A SI G FRÉTTABLAÐ IÐ /PJETU R
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.