Fréttablaðið - 18.01.2014, Page 31

Fréttablaðið - 18.01.2014, Page 31
LAUGARDAGUR 18. janúar 2014 | HELGIN | 31 JÖR sýnir á RFF í þriðja sinn í ár. ➜ Skemmtilegast við RFF: Þetta er frábær hátíð og vel skipulögð. Eini stóri viðburðurinn á Íslandi en það er hins vegar nauð- synlegt að halda hátíðina tvisvar á ári til að skapa hefð fyrir haust- og sumar- línum á Íslandi. ➜ Tískufyrirmynd: Það breytist nokkrum sinnum á ári. Ég tek hluti fyrir í ákveðinn tíma og skil síðan hálfpartinn við þá. ➜ Tískubólur ársins: Það kemur í ljós á RFF í lok mars. ➜ Í hvaða flík myndir þú aldrei láta sjá þig? Þær eru svo óendanlega margar. ➜ Guðmundur Jörundson: JÖR FR ÉT TA BL AÐ IÐ /V AL LI Heimspíanistar í Hörpu Piano études Ásamt píanóleikurunum Víkingi Heiðari Ólafssyni og Maki Namekawa www.harpa.is/philipglass Goðsögnin Philip Glass frumflytur eigin verk í Hörpu Philip Glass 28. janúar, kl. 20:00 Harpa kynnir með stolti Tryggðu þér miða á www.harpa.is B ra nd en bu rg Ziska tekur þátt í RFF í annað sinn. ➜ Skemmti- legast við RFF: Ætli það sé ekki mómentið þegar öll mód- elin eru komin í fötin með hár og förðun, og þvílík spenna þegar þau ganga niður tískupallinn. Ég veit það er skrítið en ég fæ alveg kökk í hálsinn við tilhugsunina. ➜ Tískufyrirmyndin: Mér finnst Tilda Swinton alltaf ómótstæðileg, en ég held ég geti ekki sagt að ég eigi einhverja eina fyrirmynd, það breytist eins og árfarvegurinn. ➜ Tískubólur ársins: Fáránlega skrítnar litasamsetningar, eins og appelsínugult og mintublátt, gegnsæ efni, pils niður fyrir hné, stórir jakkar og stuttar peysur, já og flatbotna skór. ➜ Í hvaða flík myndir þú aldrei láta sjá þig? Ég er nú alltaf í ullar- sokkunum og þægilega gallanum í vinnunni, og skammast mín ekki fyrir að vera þannig á meðal fólks, en þó held ég að ég myndi aldrei láta sjá mig í þeim títt nefnda óskapnaði Crocs-plastskóm. Það ætti að setja einhvern í fangelsi fyrir þá uppfinningu. ➜ Harpa Einarsdóttir: Ziska Þetta er í fyrsta sinn sem Magnea sýnir á RFF og jafn- framt í fyrsta sinn sem hún sýnir á Íslandi. ➜ Skemmti- legast við RFF: Bara allt. Þetta er skemmti- legasti parturinn af öllu ferlinu finnst mér, að útfæra hugmynd- irnar og undirbúa sýninguna. Það eru þúsund hlutir sem þarf að huga að og tilfinningin þegar allt smellur saman í lokin er æðisleg. ➜ Tískufyrirmynd: Ég á mér ekki beint neina tískufyrirmynd en ég hrífst alltaf af persónulegum fatastíl hjá fólki, litlum smáatriðum og látlausum samsetningum sem virðast fyrirhafnarlausar. ➜ Tískubólur ársins: Gúmmí og ull. ➜ Í hvaða flík myndir þú aldrei láta sjá þig? Fyrir mánuði síðan hefði ég sagt Crocs-skóm en svo langaði son minn í svoleiðis í jólagjöf og ég vissi ekki fyrr en ég var búin að fjárfesta í einu pari handa honum. Hann er frekar sætur í þeim svo hver veit nema ég verði komin í Crocs áður en ég veit af. ➜ Magnea Einarsdóttir: Magnea
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.