Fréttablaðið - 18.01.2014, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 18. janúar 2014 | HELGIN | 31
JÖR sýnir á RFF í þriðja
sinn í ár.
➜ Skemmtilegast við
RFF: Þetta er frábær hátíð
og vel skipulögð. Eini stóri
viðburðurinn á Íslandi en
það er hins vegar nauð-
synlegt að halda hátíðina
tvisvar á ári til að skapa
hefð fyrir haust- og sumar-
línum á Íslandi.
➜ Tískufyrirmynd: Það
breytist nokkrum sinnum
á ári. Ég tek hluti fyrir í
ákveðinn tíma og skil síðan
hálfpartinn við þá.
➜ Tískubólur ársins: Það
kemur í ljós á RFF í lok mars.
➜ Í hvaða flík myndir þú aldrei
láta sjá þig? Þær eru svo óendanlega
margar.
➜ Guðmundur
Jörundson:
JÖR
FR
ÉT
TA
BL
AÐ
IÐ
/V
AL
LI
Heimspíanistar
í Hörpu
Piano études Ásamt píanóleikurunum
Víkingi Heiðari Ólafssyni
og Maki Namekawa
www.harpa.is/philipglass
Goðsögnin Philip Glass
frumflytur eigin verk í Hörpu
Philip Glass
28. janúar, kl. 20:00
Harpa kynnir með stolti
Tryggðu þér miða á www.harpa.is
B
ra
nd
en
bu
rg
Ziska tekur þátt
í RFF í annað
sinn.
➜ Skemmti-
legast við RFF:
Ætli það sé
ekki mómentið
þegar öll mód-
elin eru komin
í fötin með hár
og förðun, og
þvílík spenna þegar
þau ganga niður
tískupallinn. Ég
veit það er skrítið
en ég fæ alveg
kökk í hálsinn við
tilhugsunina.
➜ Tískufyrirmyndin: Mér finnst
Tilda Swinton alltaf ómótstæðileg,
en ég held ég geti ekki sagt að ég
eigi einhverja eina fyrirmynd, það
breytist eins og árfarvegurinn.
➜ Tískubólur ársins: Fáránlega
skrítnar litasamsetningar, eins
og appelsínugult og mintublátt,
gegnsæ efni, pils niður fyrir hné,
stórir jakkar og stuttar peysur, já
og flatbotna skór.
➜ Í hvaða flík myndir þú aldrei
láta sjá þig? Ég er nú alltaf í ullar-
sokkunum og þægilega gallanum
í vinnunni, og skammast mín ekki
fyrir að vera þannig á meðal fólks,
en þó held ég að ég myndi aldrei
láta sjá mig í þeim títt nefnda
óskapnaði Crocs-plastskóm. Það
ætti að setja einhvern í fangelsi
fyrir þá uppfinningu.
➜ Harpa
Einarsdóttir:
Ziska
Þetta er í
fyrsta sinn sem
Magnea sýnir
á RFF og jafn-
framt í fyrsta
sinn sem hún
sýnir á Íslandi.
➜ Skemmti-
legast við RFF:
Bara allt. Þetta
er skemmti-
legasti parturinn
af öllu ferlinu
finnst mér, að
útfæra hugmynd-
irnar og undirbúa
sýninguna. Það eru þúsund hlutir
sem þarf að huga að og tilfinningin
þegar allt smellur saman í lokin er
æðisleg.
➜ Tískufyrirmynd: Ég á mér ekki
beint neina tískufyrirmynd en
ég hrífst alltaf af persónulegum
fatastíl hjá fólki, litlum smáatriðum
og látlausum samsetningum sem
virðast fyrirhafnarlausar.
➜ Tískubólur ársins: Gúmmí og ull.
➜ Í hvaða flík myndir þú aldrei
láta sjá þig? Fyrir mánuði síðan
hefði ég sagt Crocs-skóm en svo
langaði son minn í svoleiðis í
jólagjöf og ég vissi ekki fyrr en ég
var búin að fjárfesta í einu pari
handa honum. Hann er frekar sætur
í þeim svo hver veit nema ég verði
komin í Crocs áður en ég veit af.
➜ Magnea
Einarsdóttir:
Magnea