Fréttablaðið - 18.01.2014, Side 72

Fréttablaðið - 18.01.2014, Side 72
18. janúar 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 36 hafa læst, engir gluggar svo við sjáum varla til þar. Svo er til dæmis um þann afkima sögukastalans þar sem Evrópustórveldi Avara er til húsa. Nú heyri ég flesta lesendur hvá – hvurjir voru nú aftur Avarar og hvar var þetta stór- veldi þeirra? Er þetta ekki bara tómt bull og vitleysa, aldrei heyrt á það minnst, frómt frá sagt, þetta hefur varla verið merkilegt ríki, Avarar, ekki nema það þó! En þó áttu Avarar ríki í hjarta Evrópu í næstum 250 ár og það ríki var engin smá- smíði. Það náði þegar best lét yfir þau svæði sem nú heita Rúmenía, Ungverjaland, Tékk- land, Slóvakía, Austurríki og yfir mörg af hinum fyrrverandi Júgóslavíuríkjum og jafnvel yfir Búlgaríu og langt inn í Þýska- land. Í 250 ár lifði fólk og starfaði, stríddi, fæddist og dó í þessu heilmikla veldi og samt er það svo að það hefur nær alveg gleymst. Það er eins og raftur hafi hrunið fyrir inn- ganginn að því í kastalanum okkar, leiðsögu- menn benda áhugasömum gestum sjaldnast á hann, enda lítil birta þar inni, ryk yfir öllu, svo sorglega fátt er vitað. Allir þekkja náttúrlega Húna, þjóð austan úr Mið-Asíu, sem birtist allt í einu í austan- verðri Evrópu laust fyrir árið 400 og kom sér að lokum þægilega fyrir á hinni frjó- sömu og eftirsóttu sléttu í álfunni miðri sem Rómverjar kölluðu Pannoníu en við nefnum Ung- verjaland. Þaðan herjuðu Húnar á Rómaveldi í vestri undir stjórn Atla kóngs, sem frægur varð í sög- unni undir nafninu „Reiði guðs“ – slíkur refsivönd- ur sem hann var Evrópu- búum þess tíma. En Atli dó árið 453 áður en hann gat treyst undirstöður ríkis síns og hinir dular- fullu Húnar hans gufuðu upp eins og næturfallin mjöll á heitum morgni. Og Evrópumenn vörpuðu öndinni léttar, töldu sig nú lausa við innrásarhættu framandi þjóða langt úr austri og héldu áfram að drepa hver annan á sinn kunnuglega hátt. Ný þjóð kom austan að, Búlgarar, en gerði sig í bili ekki líklega til stórræða. Í húsi sögunnar eru margar vistarverur. Við getum kallað hana kastala, mann-kynssöguna, það hæfir einhvern veginn betur en flestar húsagerðir aðrar, en sá kastali hefur ekki beinlínis verið reistur eftir teikningu, held- ur einn bútur í einu, bætt við nýjum sal þarna, en turn í allt öðrum stíl reistur á meðan á hinum end- anum, hróflað upp bí- slagi hér, viðbyggingu þar, nýrri hæð bætt ofan á, og mínaretta farin að teygja sig til lofts – og svo fram- vegis. Og suma salina heimsækjum við oft og þekkjum eins og lófann á okkur, þá sali þar sem Rómaveldis er minnst, eða þar sem Napóleon heldur til, og salurinn þar sem Hitler fer sínum sorglegu hamförum er náttúr- lega alltaf troðfullur af gestum. En svo eru aðrir salir næstum gleymdir. Inngangurinn að þeim kannski hruninn að mestu, svo illt er að sjá þar inn, eða dyrnar FLÆKJUSAGA Illugi Jökulsson rekur hausinn inn í rykfallinn sal í þeim kastala sem mann- kynssagan er og reynir að kynnast hinni dular- fullu þjóð Avara. Slavar Slavar RÍKI FRANKA RÍKI AVARA Ríki Samos Langbarðar Búlgarar Þrakía Saxar Khazarar Miðjarðarhafið Mikligarður Ravenna Svartahafið Róm Sikiley Sardinía Krít KýpurB Ý S A N S R Í K I Ð STÓRVELDIÐ SEM HVARF OG ÓVÆNTASTI KÓNGUR Í HEIMI Með þungvopnað riddaralið En árið 557, hundrað árum eftir að Húnar hurfu, þá dró til tíðinda. Jústiníanus keisari í Býsans, arftaka Rómaveldis í austri, fékk þá boð frá nýrri þjóð sem enginn hafði áður heyrt minnst á – þar voru Avarar komnir langleiðina að landamærum Býsans á Balk- anskaga. Þeir höfðu þungvopnað riddara- lið og buðust í fyrstu til að leggja Býsans- keisara lið við að halda Búlgörum og öðrum óþjóðalýð í skefjum, en brátt gerðust þeir metnaðarfyllri og vildu sjálfir lönd á Balk- anskaga. Jústiníanus tók það ráð að gefa þeim gull svo þeir væru til friðs, þeir þáðu gullið en hirtu svo löndin líka. Norðantil á Balkan- skaga gengu þeir í bandalag við germanska þjóðflokkinn Langbarða sem þá bjó á Pann- oníusléttunni og saman réðust þeir að Gepíd- um – en það var stolt germönsk þjóð sem bjó á þessum slóðum og hafði gert út af við Húna fyrir 100 árum. Nú útrýmdu Avarar og Langbarð- ar Gepídum svo gjörsamlega að sú þjóð er nálega alveg gleymd. Það er beinlínis boltað aftur, kastalaher- bergið þar sem Gepídar ættu að vera til sýnis. Nema hvað, svo hvöttu Avarar Lang- barða til að hafa sig á brott, áður en í odda skærist millum þessara bandalagsþjóða. Lang- barðar skildu fyrr en skall í tönnum og hypjuðu sig suður á Ítalíuskaga þar sem þeir hrifsuðu flest svæði brátt undan Býsansmönnum. Ríki Avara var risið og í áratugi réðu avarskir herrar flestum málum í Mið-Evr- ópu. Þeir stóðust Býsansríkinu fyllilega snúning og sendu sigursæla riddara sína reyndar oft gegn keisurunum í Miklagarði. Þess voru dæmi að þeir settust um borgina en gerðu þó líklega aldrei alvarlega tilraun til að taka hana. Og í vestri héldu þeir sjó og rúmlega það gegn uppgangi Franka. Sorglega lítið vitað um Avara En hverjir voru þeir, og hvaðan komu þeir? Það er nú það, svo sorglega lítið er reyndar um Avara vitað. Sjálfsagt hafa þeir, líkt og Húnar, haft gaman af að rekja sögu sína í miklum kvæðabálkum, en því miður höfðu þeir ekki rænu á að læra að skrifa og festa sagnir sínar og sögur á bækur. Öll þeirra Eddukvæði, allar þeirra Ódysseifskviður og riddarasögur og ástarsögur og Bósasögur, allt týndist þetta út í loftið um leið og þeir slepptu orðunum, og afleiðingin er sú að þótt við getum teiknað ríki Avara á kort eins og fylgir þessari grein, þá vitum við nálega ekkert hvað gerðist þar. Við vitum eigin- lega það eitt að Avarar voru líklega alltaf fámenn yfirstétt í landinu og þeir bönnuðu samneyti við slavneska íbúa í ríki sínu, af því þeir óttuðust (og vissulega með réttu) að þjóðarvitund þeirra kynni að hverfa fljótt ef Slövum væri hleypt of langt upp á dekk. Þó var smátt og smátt farið að nota slavnesk- ar tungur í ríkinu í stað tungumáls þeirra sjálfra, sem sennilega var af tyrkneskri rót. Slavar já, þar opnast reyndar alls óvæntur ranghali á Avarasalnum í sögukastalanum. Eftir að germanskir þjóðflokkar voru flestir á burt úr Mið- og Austur-Evrópu, komn- ir vestur á bóginn inn á slóðir hins fallna Rómaveldis og jafnvel alla leið til Afríku, þá fór nýtt fólk að láta á sér kræla á hinum fyrri skógarlendum Germana, það er að segja Slavar. Þeir bjuggu í skógunum sem alls staðar voru, komu sér upp litlum þorp- um og ræktuðu jörðina í smáum stíl. Það liðu mörg hundruð ár áður en Slavar fóru að mynda sérstakar þjóðir og ríki. Það eru hin viðteknu sannindi. En svei mér þá, þau sannindi reynast þá ekki meira virði en mörg sannindi önnur. Í fáorðum heimildum grillir reyndar í fyrsta ríki slavneskra ættbálka, sem myndað var sem mótvægi við ríki Avara, nokk- urn veginn þar sem Bæjaraland er núna, og Tékkland og inn í Slóvakíu. Það hefði getað breytt ansi mörgu ef slav- neskt ríki hefði orðið langlíft þar um slóðir, þar sem Germanir náðu sér seinna aftur á strik, að minnsta kosti vestan til í þessu lítt þekkta slavneska ríki, og sitja þar enn í leður- stuttbuxunum sínum og sötra bjórinn. Óvæntasti kóngur í heimi Svo ótrúlega vildi víst til að kaupmaður af ætt Franka var allt í einu kosinn til kóngs yfir slavneskum ættbálkum þar um slóðir. Þetta var um árið 625 og hann hét Samo, hafði víst unnið sér frægð í bardögum en mín kenning (og fleiri) er samt sú að hann hafi fyrst og fremst verið vopnasali frá Frankalandi og í krafti vopn- anna fengið hina helstil frumstæðu Slava til að kjósa sig kóng og mynda sitt fyrsta slavneska ríki. Og Samo náði að hrinda sókn Avara inn á lendur síns nýja ríkis. Avarar voru óvanir mótspyrnu úr þessari átt og kunnu ekki að bregðast við. Hann var ein- hver óvæntasti kóngur í heimi, kaupmanns- blók sem allt í einu var orðinn kóngur yfir óskyldu fólki. Ósköp sem væri gaman að vita öllu meira um Samo, hann var greinilega karl í krap- inu, átti tólf eiginkonur, 22 syni og 15 dætur, og ríkti allt til 658 þegar hann dó. Eng- inn af öllum þessum sonum hans var þá talinn burðugur til að taka við ríkinu, og veldi Samos hvarf eins og dögg fyrir sólu. Ríki Avara náði sér aftur á strik, og hélt velli fram til um 800, þegar Karlamagnús Frankakóngur sigraði Avara svo gjörsam- lega í orrustu að ríki þeirra sundraðist í þús- und mola og enginn Avari hefur sést síðan. Enda voru þeir þá víst meira og minna runn- ir saman við slavneska þegna sína. Og hvílík synd að ekki sé hægt að varpa öllu meiri birtu á þennan gleymda sal kastal- ans okkar, sem geymir þrátt fyrir allt svo langa sögu. Svo ótrúlega vildi víst til að kaup- maður af ætt Franka var allt í einu kosinn til kóngs yfir slavneskum ættbálkum þar um slóðir, þetta var um árið 625 og hann hét Samo … Hann var einhver óvæntasti kóngur í heimi, kaupmanns- blók sem allt í einu var orðinn kóngur yfir óskyldu fólki. MIÐ-EVRÓPA UM ÁRIÐ 650 SAMO AVARSKIR RIDDARAR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.