Fréttablaðið - 18.01.2014, Side 96

Fréttablaðið - 18.01.2014, Side 96
18. janúar 2014 LAUGARDAGUR| SPORT | 60 Umsóknarfrestur 3. febrúar Æskulýðs- sjóður HANDBOLTI Þeir eru fæddir með viku millibili árið 1972. Þeir spiluðu saman með landsliðinu á sínum tíma. Annar þjálfaði lið Hauka og hinn tók við af honum. Þeir mætast nú með landslið Íslands og Austurríkis í milliriðlakeppni EM í Danmörku. „Auðvitað er það sérstakt að spila á móti Íslandi. Ég spilaði marga leiki fyrir Ísland og spilaði með mörgum þessara stráka. Ég þarf einhvern veginn að tækla þetta. Mitt verkefni er Austurríki þennan klukkutíma og svo mun ég halda áfram að styðja Ísland. Aron er vinur minn og frábær þjálfari. Ég hef ekki trú á því að við lendum í einhverri rimmu á hliðarlínunni,“ segir Patrekur en hann ætlar að sjálfsögðu að syngja íslenska þjóðsönginn og hann trúir því ekki að nokkur maður verði fúll út í hann ef Austurríki vinnur leikinn. „Ég vinn bara mína vinnu en er Íslendingur. Það væri skandall ef ég myndi ekki leggja mig fram. Svona er þetta bara. Ég gleðst yfir því að Ísland sé komið áfram og ég gleðst enn meira yfir því að Austurríki sé komið áfram. Við höfum náð því að vera á meðal tólf efstu í þessu móti með átta eða níu menn úr austurrísku deildinni. Ég er virkilega stoltur og ánægður með okkar árangur,“ segir Patrekur en árangur hans með þetta austurríska lið hefur vakið athygli víða. Liðið lagði Tékka með tíu mörkum í mótinu, spilaði fínan leik gegn Dönum og tapaði svo naumlega í hörkuleik gegn Makedóníu. „Við vorum svekktir með Makedóníuleikinn og áttum skilið að vinna þann leik. Það hefur verið mikil vinna að búa til hörkulið hérna og ég er ánægður með þessa stráka.“ Eðlilega þekkir Patrekur íslenska liðið út og inn og veit hvað þarf að varast. „Styrkur íslenska liðsins er þessi gríðarlega samheldni og ég veit að þetta eru sigurvegarar. Þetta verður gaman og vonandi náum við að spila flottan leik.“ Aron er einnig spenntur að mæta sínum gamla félaga og vini. „Þetta verður virkilega skemmtilegt. Hann er að gera flotta hluti með þetta lið og það verður bara gaman að mæta honum,“ segir Aron og brosir. „Við viljum báðir vinna og verðum svo aftur vinir eftir leik.“ Ísland og Austurríki hafa mæst þrisvar sinnum síðustu misseri og þekkjast því mjög vel. Síðast helgina fyrir EM í Þýskalandi og þá vann Ísland frekar sannfærandi sigur. Mótspyrnan verður örugglega meiri í dag enda er lið Austurríkis þekkt fyrir að gefast aldrei upp. „Þetta er gott lið og með nokkra klóka leikmenn sem hafa mikla reynslu. Þeir eru með virkilega sterkan markmann og það er oft lykillinn hjá þeim. Þegar hann dettur í stuð þá á Austurríki möguleika gegn hverjum sem er,“ segir Aron en hver er lykillinn að því að stöðva þá? „Það þarf að spila góða vörn svo við getum refsað í hraðaupphlaupum. Það sem skiptir máli er að það komi framlag frá mörgum leikmönnum og vonandi stíga einhverjir nýir upp,“ segir Aron og ekki veitir af þar sem mannskapurinn er orðinn ansi laskaður. „Arnór Atla er spurningamerki. Aron Pálmars tók því rólega í dag. Þórir er betri en hann var í gær. Það er ekki útilokað að við gerum breytingar á hópnum en fyrst verðum við að sjá stöðuna á Arnóri betur.“ Verðum aft ur vinir eft ir leik Gömlu landsliðsfélagarnir og vinirnir Aron Kristjánsson og Patrekur Jóhannesson mætast í dag með sitt landsliðið hvor. Báðir eru þeir mjög spenntir fyrir leik dagsins. Patrekur segir að þetta verði sérstök stund. ÍSLENDINGASLAGUR Á EM Í HANDBOLTA Í DAG Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska handboltalandsliðsins, og Patrekur Jóhannsson, þjálfari Austurríska handboltalands- liðsins, mætast í kvöld þegar Ísland og Austurríki leika í fyrstu umferð milliriðilsins á EM í Danmörku. Þeir brugðu aðeins á leik í gær í tilefni leiksins. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Aron Pálmarsson fékk frí frá æfingum í gær enda er hann ekki í neinu standi til þess að æfa. Hann varð fyrir enn frekari meiðslum í leiknum gegn Spáni. „Ég sneri mig á hinum ökklanum. Þá er ég með eitt tæpt hné og tvo slæma ökkla. Það er best að ég haldi mér rólegum á milli leikja,“ sagði Aron en hann hefur farið á kostum á EM og það yrði gríðarlegt áfall fyrir liðið að missa hann út. „Við erum með frábært sjúkraþjálfarateymi sem reynir að tjasla mér saman fyrir leikinn. Ég mun ekki vita fyrr en rétt fyrir leik hversu mikið ég spila. Ég á eftir að fara oft í meðhöndlun fyrir leikinn og það verður að skýrast í upphitun hver staðan á mér er nákvæmlega.“ Aron veit sem er að leikurinn gegn Austurríki verður erfiður enda að mæta miklu seigluliði sem gefst aldrei upp. „Það eru ekki margar stjörnur í þessu liði eða menn sem spila í stórum liðum. Þeir spila góðan handbolta og berjast mikið. Það er erfitt að spila á móti þeim.“ - hbg Óvissa með Aron Pálmars ÆFÐI EKKI Aron Pálmarsson fékk frí frá æfingum íslenska liðsins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Það mun mæða mikið á varnarmönnum íslenska liðsins í dag. Bæði Sverre Jakobsson og Vignir Svavarsson hafa verið að glíma við meiðsli en eiga að vera klárir í slaginn. „Við ætlum að reyna að klára þetta. Menn eru aðeins tæpir og Aron hefur reynt að dreifa álaginu. Það hefur gengið upp og niður en það væri fínt að spila heilan leik þar sem við spilum góða vörn,“ segir Vignir og bætir við að hann sé ágætur í bakinu. Austurríkismenn eru ólseigir en hver er lykillinn að því að stöðva þá? „Lykillinn hjá okkur er að stöðva Victor Szilagyi. Hann er hrikalega góður og spilað vel í Þýskalandi í vetur. Hann ber uppi spilið þeirra og getur ansi margt. Þetta er baráttulið og leggur alltaf allt í þetta.“ - hbg Menn tæpir TÆPUR Vignir Svavarsson er að glíma við bakmeiðsli. FRÉTTABLAÐIÐ/ DANÍEL EM Í HANDBOLTA C-RIÐILL PÓLLAND - RÚSSLAND 24-22 (10-14) SERBÍA - FRAKKLAND 28-31 (12-17) Stigin: Frakkland 6, Pólland 2, Rússl. 2, Serbía 2. D-RIÐILL KRÓATÍA - SVÍÞJÓÐ 25-24 (10-9) H-RÚSSL. - SVARTFJALLA. 29-23 (13-13) Stigin: Króatía 6, Svíþjóð 4, H-Rússl. 2, Svartf. 0. MILLIRIÐILL 2 (HEFST Á MORGUN) Króatía 2 2 0 0 58-46 4 Frakkland 2 2 0 0 63-55 4 Svíþjóð 2 1 0 1 54-47 2 Pólland 2 1 0 1 51-20 2 Rússland 2 0 0 2 50-59 0 H-Rússland 2 0 0 2 44-63 0 Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is Daníel Rúnarsson danielr@365.is Frá EM í Álaborg Patrekur Jóhannesson verður ekki fyrsti Íslendingurinn til að stýra landsliði á móti Íslandi á stórmóti í karlahandboltanum þegar Austurríki mætir Íslandi í dag í milliriðli á EM í Danmörku. Dagur Sigurðsson stýrði austurríska landsliðinu á móti Íslandi á EM í Austurríki fyrir fjórum árum. Patrekur getur hins vegar orðið fyrsti íslenski þjálfarinn til að vinna Íslands á stórmóti í handbolta karla. Ísland og Austurríki gerðu 37-37 jafntefli á EM 2010 eftir ótrúlegan endakafla í leiknum. Snorri Steinn Guðjónsson kom íslenska liðinu þremur mörkum yfir, 37-34, þegar rétt innan við mínúta var eftir en Austurríkismönnum tókst að skora þrjú mörk á síðustu 46 sekúndum leiksins og tryggja sér jafntefli. Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins, hefur aftur á móti unnið Ísland á stórmóti en Noregur vann 27-14 sigur á Íslandi undir hans stjórn á HM í Brasilíu 2011. Dagur var sá fyrsti en gerir Patrekur betur í kvöld?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.