Fréttablaðið - 04.03.2014, Qupperneq 12
4. mars 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 12
NÁTTÚRA Landssamband veiði-
félaga (LV) hefur farið þess á leit
við Erfðanefnd landbúnaðarins að
hún tjái sig um áhættu sem fylgir
eldi á norskættuðum laxi í sjókví-
um við Ísland, og hvort líta megi
á kynbættan norskan eldislax sem
erfðabreytta lífveru sem ógnað
geti íslenskum laxastofnum.
Þetta kemur fram í bréfi sem
LV sendi formanni Erfðanefndar-
innar í liðinni viku.
Óðinn Sigþórsson, formað-
ur Landssambands veiðifélaga,
segir í bréfinu að tilefni erind-
isins sé lagafrumvarp sem ligg-
ur fyrir Alþingi þar sem „kapp
virðist lagt á að einfalda reglu-
verk vegna umsókna á leyfum til
laxeldis í sjó. Í lögunum sé hins
vegar ekki að finna ákvæði um
umhverfisvöktun eða tilmæli um
þróun á geldlaxi til eldis, eins
og gert er í norskum lögum frá
árinu 2012.“
Eins og komið hefur fram er
það skoðun Landssambandsins
að stórfellt eldi norskra laxa í
sjókvíum geti haft veruleg nei-
kvæð áhrif á villta íslenska laxa-
stofna. Eldismenn hafna þessu
og hafa á móti tínt til rök um að
íslenskum laxastofnum stafi lítil
hætta af eldinu.
LV vísar í tvær greinar í reglu-
gerð um varðveislu og nýtingu
erfðaauðlinda í landbúnaði; 4.
grein um starfssvið nefndarinn-
ar og hins vegar í 6. grein þar sem
fjallað er um innflutning dýra,
umsögn Erfðanefndar og vernd-
unarmat. Samkvæmt reglugerð-
inni er kallað eftir því af hálfu LV
að Erfðanefndin tjái skoðun sína,
og þá í viðleitni til að skýra málið
í framhaldinu, enda er það mjög
umdeilt.
Hins vegar greina heimildir
Fréttablaðsins að efast sé um
að erindi LV falli undir starfs-
svið Erfðanefndarinnar. Eins að
nefndin hafi til þessa ekki fjallað
um það hitamál hvort réttlætan-
legt sé að ala norskt eldiskyn í
sjó við Ísland. Vekur það nokkra
furðu heimildarmanna þar sem
norski laxinn hefur verið notaður
í eldi við Ísland í áratugi.
Erfðanefndin hefur ekki komið
saman síðan henni barst erindi
LS, en óskað hefur verið eftir
frekari gögnum og rökstuðningi
fyrir erindinu.
Í viðtali við Fréttablaðið gat
Jón Hallsteinn Hallsson, formað-
ur nefndarinnar, því ekki gefið
frekari upplýsingar um mála-
reksturinn að svo komnu.
svavar@frettabladid.is
10195
Happdrætti
Húsnæðisfélags
S.E.M.
4250
18347
42018
61939
86905
99159
116975
9816
24825
43595
62078
95312
99229
117879
11186
26497
49560
65805
96228
99379
118591
11345
29891
49778
69098
96681
100978
119070
13027
38943
50996
70138
98040
106220
14739
39260
54688
82497
98457
115730
4380
16639
45235
62416
72883
89352
121750
5854
20053
45864
62531
73034
91067
122398
6331
22901
46399
64612
76458
99927
122529
7011
29925
50713
65208
76649
103310
9849
33514
50857
65336
78209
108282
13414
39501
56337
68762
79366
112945
16501
40663
58027
71556
80144
117557
2286
18639
38461
56045
80418
92240
104081
3586
18736
41530
57074
80756
92335
106244
3951
24952
42933
57485
81234
92921
106904
6632
25394
44775
59725
81788
94616
108144
7348
25706
49163
61656
83424
94701
116138
8755
25842
50108
63341
84378
94922
118142
2014
8868
27861
50294
65013
84571
95570
119441
10452
28527
50628
65288
84690
95620
121471
11597
29298
51070
69421
85353
96140
122333
12113
31178
52386
69689
86500
96826
122775
13791
31471
52720
71132
86976
97646
15283
32142
53798
73844
87402
99908
17327
36461
54114
74420
89553
100240
17432
38124
55402
79641
91357
100712
17778
38394
55828
79649
91410
104041
648
20616
42937
56183
77617
93669
110029
2526
20995
43645
61394
78010
93937
110817
8768
21108
46530
63689
78429
94271
111030
9542
22510
47253
65552
78586
94864
115085
10672
22628
48768
65652
78736
97508
117967
11368
23592
50851
67181
81074
98531
121241
11379
24490
51103
68959
82274
104463
121373
13320
24523
51418
69709
83769
105380
121944
14490
29311
51530
71134
83861
107053
122084
14719
30027
52230
71279
85978
107398
122103
15852
30731
52615
71922
86694
107972
16723
31180
54148
73774
87642
108115
17525
38314
55015
74765
88870
108359
18785
39190
55793
75407
90133
108949
19924
39476
56022
77556
92360
109847
2121
16566
57580
96766
101636
3187
27283
83876
97029
112614
„Samkvæmt upplýsingum frá Noregi sleppa um 3 prósent seiðanna
fljótlega eftir að seiðin koma í kvíarnar. Ætla má að hlutfall strokulaxa
úr eldi verði hærra hérlendis vegna erfiðari veðurskilyrða og vankunn-
áttu íslenskra eldismanna. Miðað við að það þurfi um 1 milljón seiða til
að framleiða 3 þúsund tonn af laxi má gera ráð fyrir að í slíku eldi sleppi
um 30 þúsund seiði. Ef miðað er við 30 þúsund tonna framleiðslu má
gera ráð fyrir að 300 þúsund seiði sleppi hið minnsta. Ljóst er að einhver
hluti þessara seiða mun sækja upp í íslenskar laxveiðiár og valda þar
erfðamengun og jafnvel sjúkdómum. Í þessu sambandi skal þess getið að
talið er að íslenskar laxveiðiár framleiði árlega 500 þúsund til 1 milljón
sjógönguseiða.“
Úr bréfi LV til Erfðanefndar landbúnaðarins, dagsettu 24. febrúar.
Hætta á erfðamengun og sjúkdómum
Erfðanefnd krafin
um álit á laxeldi í sjó
Landssamband veiðifélaga hefur krafið Erfðanefnd landbúnaðarins um álit á
sjóeldi á norsku eldiskyni við Ísland. Vill vita hvort norski laxinn getur talist
erfðabreytt lífvera sem ógn stafi af. Engar upplýsingar að fá frá Erfðanefndinni.
RENNT Fiskeldi er illa séð af þeim sem vilja veg íslenska laxastofnsins sem mestan.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SAMGÖNGUMÁL Landsnet hefur ýtt
úr vör rannsóknarverkefni til að
greina hagkvæmustu kosti við val
á jarðstrengjum og lagningu þeirra
og frágang. Horft er til flutnings-
getu, áreiðanleika, umhverfis og
kostnaðar. Lykilráðgjafar eru frá
danska flutningsfyrirtækinu Energ-
inet.dk, StellaCable í Danmörku og
Háskólanum í Reykjavík.
Jarðstrengslagnir í flutningskerfi
Landsnets ná nú yfir 200 kílómetra
og hefur tæplega helmingur þeirra
verið lagður á síðustu tíu árum.
Í frétt frá fyrirtækinu segir að
frekari jarðstrengslagnir séu áætl-
aðar á næstu árum. Þar sem slíkar
framkvæmdir eru kostnaðarsamar
vill Landsnet leita leiða til að reyna
að draga úr kostnaði við þær og er
rannsóknarverkefnið liður í þeirri
viðleitni, segir þar.
Auk fyrrnefndra lykilráðgjafa
taka þátt í verkefninu sérfræðing-
ar frá verkfræðistofunum Eflu,
Mannviti og Verkís, sem allir hafa
reynslu af jarðstrengsverkefnum,
ásamt starfsfólki Landsnets. - shá
Landsnet leitar bestu kosta við val á jarðstrengjum og lagningu þeirra:
Meta kosti við jarðstrengjalögn
LOFTLÍNUR Rannsókn á bestu kostum
varðandi jarðstrengi mun taka um hálft
ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
ERLENT Þrír þeirra sem voru grunaðir um hnífa-
árásina í kínversku borginni Kunming voru hand-
samaðir í gær. Áður hafði einn verið handtekinn en
hinir fjórir sem gerðu árásina voru skotnir til bana
af lögreglunni.
Alls fórust 29 manneskjur og 143 særðust þegar
árásarmennirnir, sex karlar og tvær konur, stungu
fólk sem á vegi þeirra varð á lestarstöð í Kunming,
sem er í suðvesturhluta Kína. Ráðamenn telja að
aðskilnaðarsinnar frá héraðinu Xinjiang hafi staðið
fyrir árásinni.
Sjónarvottar segja að árásarmennirnir hafi, á
aðeins tólf mínútum, ráðist á fólkið með bjúgsverð-
um og kjötöxum. „Ég sá fimm eða sex þeirra. Þeir
voru allir með hnífa og voru að stinga fólk eins og
brjálæðingar hjá fyrsta og öðrum miðasölubási,“
sagði einn þeirra við Reuters.
Chen Yogui hótelstarfsmaður sá tíu lík liggja á
jörðinni. „Það var blóðlykt í loftinu og margir voru
hágrátandi,“ sagði hann.
- fb
Rannsókn heldur áfram á hnífaárásinni í kínversku borginni Kunming:
Þrír hnífamenn handsamaðir
ÁFALL Grátandi ættingi eins fórnarlambanna leiddur í burtu
á lestarstöðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FJÁRMÁL Bill Gates, stofnandi tölvurisans Microsoft, er efstur á árleg-
um lista tímaritsins Forbes yfir ríkustu menn í heimi. Gates endur-
heimtir efsta sætið af Carlos Slim, framkvæmdastjóra samskipta-
fyrirtækjanna Telmex og América Móvil, sem trónað hafði á toppinum
fjögur ár í röð.
Eigur Gates eru metnar á 76 milljarða Bandaríkjadala, sem gerir
um það bil átta og hálfa billjón íslenskra króna. Um 450 milljörðum
króna munar á honum og Slim. Í þriðja sæti á eftir þeim kumpánum
kemur Spánverjinn Amancio Ortega sem helst er þekktur fyrir fata-
risann Zara. - bá
Bill Gates er aftur orðinn ríkasti maður í heiminum:
Eignir metnar á 76 milljarða dala
BILL GATES Aftur orðinn ríkasti maður heims, samkvæmt Forbes. AFP/NORDICPHOTOS