Fréttablaðið - 04.03.2014, Side 21
Það verður mikið líf og fjör í Kórnum í
Kópavogi 6.-8. mars en þá verða haldnir
tveir stórir viðburðir á sama tíma.
Þessa helgi fer fram Íslandsmót iðn- og
verkgreina og verður þetta langstærsta
iðn- og verkgreinakeppni sem haldin
hefur verið hér á landi. Einnig verður
í fyrsta sinn haldin stór sameiginleg
framhaldsskólakynning á Íslandi þar
sem tæplega 30 skólar og fræðsluaðilar
kynna fjölbreyttar námsleiðir. Hér er
því einstakt tækifæri til að kynna sér
fjölbreytileika iðngreina, verkgreina og
bóknáms og ætti enginn að láta það
framhjá sér fara.
„Keppninni er fyrst og fremst ætlað að
vekja athygli ungs fólks á iðn- og verk-
greinum og þeim tækifærum sem felast í
námi og störfum í iðngreinum,“ segir Lilja
Sæmundsdóttir verk-
efnastjóri. Á Íslands-
mótinu verður keppt í 24
greinum. „Það verður því
margt að skoða, því auk
keppni framhaldsskóla-
nemenda verða sýningar
á margvíslegum iðn- og
verkgreinum og einnig
verða sýnd fjölbreytt at-
riði á sviði,“ segir Lilja
og bendir á að grunnskólanemendum og
öðrum gestum gefst kostur á að prófa ým-
islegt spennandi undir handleiðslu fagfólks.
„Hér er því um að ræða frábært tækifæri
til að máta sig inn í hin ýmsu störf.“
Framhaldsskólar og fræðsluaðilar munu
kynna gríðarlega fjölbreytt námsframboð á
framhaldsskólastigi, bæði verklegt og bók-
legt og mun starfsfólk og nemendur þeirra
veita svör við spurningum um námsfram-
boð og inntökuskilyrði. „Félag náms- og
starfsráðgjafa verður einnig með kynn-
ingarbása á svæðinu og munu ráðgjafar
svara fyrirspurnum um val á námsleiðum,
veita upplýsingar um áhugasviðskannanir
og fleira,“ segir Lilja. Allt þetta fer fram á
sama stað og á sama tíma á rúmum 5.500
fermetrum í Kórnum í Kópavogi.
VON Á 7.000 GRUNNSKÓLANEMUM
Grunnskólanemendur í 8., 9. og 10. bekk eru
boðnir sérstaklega velkomnir á sýninguna.
Þeim verður boðið upp á að taka þátt í rat-
leik og svo er einnig efnt til ritgerða- og/
eða myndbandasamkeppni þar sem vegleg
verðlaun eru í boði fyrir besta efnið. „Við
eigum von á um sjö þúsund grunnskólanem-
endum hvaðanæva af landinu sem ætla að
koma að skoða, sjá og spyrja um allt sem
þá langar að vita um greinarnar sem verða
þarna og kynna sér námsframboð á fram-
haldsskólastigi,“ segir Lilja. Öllum sem
áhuga hafa er velkomið að koma á sýn-
inguna og kynna sér þar sem þar fer fram.
„Ég bendi foreldrum á að á laugardeginum
gefst upplagt tækifæri til að koma með
börnum sínum og unglingum á sýninguna
og skoða, upplifa, prufa og smakka.“
SKEMMTILEG OG KREFJANDI KEPPNI
Íslandsmót iðn- og verkgreina er orðið fast-
ur liður hjá félögum og samtökum sem
standa að verknámsgreinum sem og fram-
haldsskólum sem kenna verklegar greinar.
„Íslandsmótið er fjölbreytt og skemmtilegt
og veitir ungu fólki tækifæri til sýna fram
á færni sína og kunnáttu í iðn- og verk-
greinum. Þátttakendur á Íslandsmótinu
eru nemendur í iðn- og verkgreinaskól-
um landsins og þeir sem nýlega hafa lokið
námi og munu um 200 keppendur taka
þátt í hinum ýmsum greinum. Keppend-
ur takast á við krefjandi og raunveruleg
verkefni í samkeppni sem reynir á hæfni,
skipulagshæfileika og fagmennsku,“ lýsir
Lilja. Dómarar fara yfir verkefnin að lok-
inni keppni, meta gæðin og velja þá sem
skara fram úr í hverri grein.
Fróðleikur og fjör í Kórnum
Einstakt tækifæri til að upplifa og fræðast um iðn- og verkgreinar og nám á framhaldsskólastigi
Lilja
Sæmundsdóttir,
verkefnastjóri.