Fréttablaðið - 06.03.2014, Síða 4

Fréttablaðið - 06.03.2014, Síða 4
6. mars 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 GÓÐGERÐAMÁL Barnahjálp ABC heldur á næstunni 20 tónleika til styrktar byggingu skóla og heima- vistar í Kariobangi-fátækrahverf- inu í Naíróbí í Kenýa. Fjöldi valinkunnra tónlistar- manna mun koma fram á tónleik- unum, sem verða alla fimmtudaga næstu þrjá mánuði, en þeir fyrstu í röðinni fara fram í listamiðstöð- inni Líf fyrir líf á morgun klukkan 17. Miðaverðið er 5.000 krónur en fyrir það má kaupa 75 múrsteina sem verða notaðir við byggingu skólans. - js Byggja heimili með tónlist: Tónlistarfólk leggur ABC lið STEINN FYRIR STEIN Valgeir, Ragnar og Eyþór eru meðal þeirra sem munu spila fyrir ABC. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ HEILBRIGÐISMÁL Ólga er nú meðal hjúkrunarfræðinga á hjúkrunar- heimilum sem eru með lægri laun en hjúkrunarfræðingar í starfi hjá ríkinu. Við blasir að gripið verði til einhvers konar aðgerða, að sögn Ragnheiðar Gunnarsdóttur, vara- formanns Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga. Hú n seg i r launaleiðrétt- i n g u n a s em hjúkrunarfræð- ingar í starfi hjá ríkinu fengu í fyrra í gegnum stofnanasamn- inga ekki hafa skilað sér til hjúkrunarfræð- inga sem starfa hjá samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu. „Eina leiðin til að leiðrétta það misræmi sem er á kjörum hjúkr- unarfræðinga er í gegnum kjara- samninga sem nú eru lausir. En hjúkrunarfræðingar á hjúkrunar- heimilum eru ekki sáttir við að fá bara 2,8 prósenta hækkun eins og aðrir þar sem hún kemur ofan á lægri grunn en hjá hinum.“ Að sögn Ragnheiðar eru hjúkr- unarfræðingar á hjúkrunar- heimilum farnir að segja upp og hverfa til starfa annars staðar þar sem þeir fá hærri laun. „Það er víða undirmönnun. Fólk hætt- ir og annað kemur ekki í stað- inn. Þetta kemur niður á gæðum hjúkrunarinnar. Færri verða til að leiðbeina minna menntuðu starfsfólki og tryggja örugga og faglega hjúkrun. Lífsgæði þeirra sem búa á hjúkrunarheimilunum munu versna.“ Gísli Páll Pálsson, forstjóri í Mörk, hjúkrunarheimili, og for- maður Samtaka fyrirtækja í vel- ferðarþjónustu, segir að í síðustu viku hafi verið leitað eftir meiri fjármunum frá ríkinu í tengslum við nýja kjarasamninga. „Við vorum svo grunlaus að við héldum að hækkanirnar frá ríkinu í fyrra kæmu sjálfkrafa á okkar stofnanir. Það var óskynsamlegt hjá báðum ríkisstjórnunum að gera þetta svona. Svokallað jafnlauna- átak endaði í ójafnlaunaátaki.“ Að sögn Gísla er staðan mis- alvarleg á hjúkrunarheimilun- um sem rekin eru á daggjöldum. „Við höfum bent á það í mörg ár að daggjöld þurfi að hækka um 10 prósent og heilbrigðisráðherra viðurkenndi nú í desember að dag- gjaldagrunnurinn væri veikur.“ ibs@frettabladid.is Ólga vegna launa á hjúkrunarheimilum Hjúkrunarfræðingar á hjúkrunarheimilum eru með lægri laun en hjúkrunarfræð- ingar hjá ríkinu. Segja upp en aðrir koma ekki í staðinn. Kemur niður á þjónust- unni og lífsgæðum íbúa, segir varaformaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 26 ökumenn voru teknir fyrir að tala í síma við akstur í janúar. Meðalaldur þessara ökumanna var 39 ár. Um 42 prósent voru karlar en 58 prósent konur. Heimild: Ríkislögreglustjóri Á HJÚKRUNARHEIMILI Staðan á hjúkrunarheimilum, sem rekin eru á daggjöldum, er misalvarleg. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GÍSLI PÁLL PÁLSSON Þetta kemur niður á gæðum hjúkr- unarinnar. Færri verða til að leiðbeina minna mennt- uðu starfsfólki og tryggja örugga og faglega hjúkrun. Ragnheiður Gunnarsdóttir varaform. Félags ísl. hjúkrunarfræðinga UMHVERFISMÁL Gámaþjónustan verður að hætta moltugerð á Patter sonflugvelli. Úrskurðar- nefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði kröfu fyrirtækisins um að ógilda ákvörðun Heilbrigðiseftir- lits Suðurnesja um að afturkalla starfsleyfi fyrirtækisins. Gámaþjónustan var komin út fyrir athafnasvæði sitt og inn á vatnsverndarsvæði Suðurnesja sem stóð ógn af óþrifnaðinum sem auk þess að menga dró að sér rott- ur. Fyrirtækinu hefur verið gefinn „hæfilegur“ frestur til að binda enda á moltugerðina. - gar Rottur á vatnsverndarsvæði: Missa leyfi til moltugerðar RUSL Óþrif fylgja moltugerð á Suður- nesjum FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA a á mottaka@heilsuborg.isSkránin 0 1010 eðg í s íma 56 Þjálfarar Anna Borg og Arna Steinarsdóttir sjúkraþjálfarar Stoðkerfislausnir henta þeim sem eru með einkenni frá stoðkerfi, vilja læra á sjálfan sig og finna sín mörk í hreyfingu. 10. og 11. mars Þri. og fim. kl. 16:30 Mán., mið. og fös. kl. 15:00 Ert þú með verki? TÆKNI Ómönnuð flutningaskip gætu orðið að veruleika innan áratugar, samkvæmt framleiðand- anum Rolls-Royce. ESB ætlar að setja 3,5 milljónir evra í verkefnið. „Nú er runninn upp sá tími að við íhugum gerð ómannaðra skipa af ýmsum toga. Stundum verður það sem var óhugsandi í gær mögulegt á morgun,“ sagði Oskar Levander hjá Rolls-Royce, í frétt BBC. „Tæknin er til staðar og er þá ekki þá kominn tími til að færa sum verkefni yfir á land? Er betra að hafa 20 manna áhöfn á siglingu um Norðurhöf eða til dæmis fimm í stjórnherbergi á landi?“ - fb Spá nýrri tækni innan tíðar: Flutningaskip án áhafnar INDLAND, AP Þingkosningar hefjast á Indlandi 7. apríl og standa yfir til 12. maí. Margir sérfræðingar telja að kosningarnar verði þær mikil- vægustu í rúm þrjátíu ár í þessu fjölmennasta lýðveldi heimsins. Mikil óánægja hefur ríkt á Indlandi að undanförnu vegna spillingar og vonbrigða yfir frammistöðu stjórnmálaveldis- ins Nehru-Gandhi, sem hefur ríkt yfir indverskum stjórnmálum síðan landið öðlaðist sjálfstæði frá Bretum árið 1947. Þess vegna þykir stjórnarandstöðuflokkur- inn Bharatiya Janata líklegur til árangurs í kosningunum. -fb Óánægja ríkir á Indlandi: Þingkosningar hefjast í apríl Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Laugardagur Vaxandi vindur, hvasst eða stormur síðdegis fyrst S-lands. SNJÓKOMA EÐA ÉL verða sunnan- og vestanlands í dag og á morgun en nokkuð bjart norðaustan til. Síðdegis á laugardaginn og fram á sunnudagsnótt gengur svo vonskuveður yfir landið með hvassviðri eða stormi, snjókomu og slyddu eða rigningu. 0° 8 m/s 0° 8 m/s 0° 6 m/s 3° 8 m/s Á morgun Strekkingur eða allhvasst SV-lands og með S-ströndinni, annars hægari. Gildistími korta er um hádegi 1° -2° 2° 0° -2° Alicante Aþena Basel 19° 16° 1° Berlín Billund Frankfurt 10° 10° 12° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 9° 8° 8° Las Palmas London Mallorca 19° 14° 16° New York Orlando Ósló -1° 23° 5° París San Francisco Stokkhólmur 13° 15° 7° 0° 4 m/s 2° 11 m/s 0° 8 m/s 1° 9 m/s 0° 7 m/s 0° 7 m/s -5° 6 m/s 2° 0° 0° 0° -1° ALÞINGI „Við sjáum stöðugt nýjar hundakúnstir og undanbrögð í fjölmiðlum. Stjórnvöld hafa ekki boðað til neinna viðræðna við stjórnarandstöðuflokkana um hvernig ESB-umræðum verði framhaldið á Alþingi,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylk- ingarinnar, aðspurður um fram- hald ESB-málsins. Fyrir síðustu helgi sömdu stjórnin og stjórnarandstaðan um það á Alþingi að ljúka umræðum um skýrslu Hagfræðistofnunar um ESB og taka á dagskrá þings- ályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að draga aðildarumsóknina að ESB til baka. „Ég veit ekki betur en því hafi verið lofað að menn myndu setjast niður og ræða framhaldið í nefnd- arvikunni og reyna að ná saman um hvernig hægt yrði að koma ESB-málum í lýðræðislegt ferli,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, segir að málið sé hjá stjórnvöldum, það sé þeirra að hafa samband við stjórnarand- stöðuna og ræða hvernig fram- hald ESB-málsins verði. Í sama streng tekur Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformað- ur VG, sem bendir jafnframt á að stjórnvöld hafi enn fjóra daga til stefnu uns Alþingi haldi áfram fyrstu umræðu um þingsálykt- unartillögu utanríkisráðherra um að draga aðildarumsóknina til baka. - jme Framhald Evrópusambandsmálsins á Alþingi hefur ekki ennþá verið rætt við stjórnarandstöðu: Hundakúnstir og undanbrögð ríkisstjórnar EKKI VERIÐ RÆTT Stjórnvöld hafa ekki rætt við stórnarandstöðuna um hvert verði framhald ESB-málsins. FRÉTTABLAÐIÐ / DANIEL

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.