Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.03.2014, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 06.03.2014, Qupperneq 4
6. mars 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 GÓÐGERÐAMÁL Barnahjálp ABC heldur á næstunni 20 tónleika til styrktar byggingu skóla og heima- vistar í Kariobangi-fátækrahverf- inu í Naíróbí í Kenýa. Fjöldi valinkunnra tónlistar- manna mun koma fram á tónleik- unum, sem verða alla fimmtudaga næstu þrjá mánuði, en þeir fyrstu í röðinni fara fram í listamiðstöð- inni Líf fyrir líf á morgun klukkan 17. Miðaverðið er 5.000 krónur en fyrir það má kaupa 75 múrsteina sem verða notaðir við byggingu skólans. - js Byggja heimili með tónlist: Tónlistarfólk leggur ABC lið STEINN FYRIR STEIN Valgeir, Ragnar og Eyþór eru meðal þeirra sem munu spila fyrir ABC. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ HEILBRIGÐISMÁL Ólga er nú meðal hjúkrunarfræðinga á hjúkrunar- heimilum sem eru með lægri laun en hjúkrunarfræðingar í starfi hjá ríkinu. Við blasir að gripið verði til einhvers konar aðgerða, að sögn Ragnheiðar Gunnarsdóttur, vara- formanns Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga. Hú n seg i r launaleiðrétt- i n g u n a s em hjúkrunarfræð- ingar í starfi hjá ríkinu fengu í fyrra í gegnum stofnanasamn- inga ekki hafa skilað sér til hjúkrunarfræð- inga sem starfa hjá samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu. „Eina leiðin til að leiðrétta það misræmi sem er á kjörum hjúkr- unarfræðinga er í gegnum kjara- samninga sem nú eru lausir. En hjúkrunarfræðingar á hjúkrunar- heimilum eru ekki sáttir við að fá bara 2,8 prósenta hækkun eins og aðrir þar sem hún kemur ofan á lægri grunn en hjá hinum.“ Að sögn Ragnheiðar eru hjúkr- unarfræðingar á hjúkrunar- heimilum farnir að segja upp og hverfa til starfa annars staðar þar sem þeir fá hærri laun. „Það er víða undirmönnun. Fólk hætt- ir og annað kemur ekki í stað- inn. Þetta kemur niður á gæðum hjúkrunarinnar. Færri verða til að leiðbeina minna menntuðu starfsfólki og tryggja örugga og faglega hjúkrun. Lífsgæði þeirra sem búa á hjúkrunarheimilunum munu versna.“ Gísli Páll Pálsson, forstjóri í Mörk, hjúkrunarheimili, og for- maður Samtaka fyrirtækja í vel- ferðarþjónustu, segir að í síðustu viku hafi verið leitað eftir meiri fjármunum frá ríkinu í tengslum við nýja kjarasamninga. „Við vorum svo grunlaus að við héldum að hækkanirnar frá ríkinu í fyrra kæmu sjálfkrafa á okkar stofnanir. Það var óskynsamlegt hjá báðum ríkisstjórnunum að gera þetta svona. Svokallað jafnlauna- átak endaði í ójafnlaunaátaki.“ Að sögn Gísla er staðan mis- alvarleg á hjúkrunarheimilun- um sem rekin eru á daggjöldum. „Við höfum bent á það í mörg ár að daggjöld þurfi að hækka um 10 prósent og heilbrigðisráðherra viðurkenndi nú í desember að dag- gjaldagrunnurinn væri veikur.“ ibs@frettabladid.is Ólga vegna launa á hjúkrunarheimilum Hjúkrunarfræðingar á hjúkrunarheimilum eru með lægri laun en hjúkrunarfræð- ingar hjá ríkinu. Segja upp en aðrir koma ekki í staðinn. Kemur niður á þjónust- unni og lífsgæðum íbúa, segir varaformaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. 26 ökumenn voru teknir fyrir að tala í síma við akstur í janúar. Meðalaldur þessara ökumanna var 39 ár. Um 42 prósent voru karlar en 58 prósent konur. Heimild: Ríkislögreglustjóri Á HJÚKRUNARHEIMILI Staðan á hjúkrunarheimilum, sem rekin eru á daggjöldum, er misalvarleg. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GÍSLI PÁLL PÁLSSON Þetta kemur niður á gæðum hjúkr- unarinnar. Færri verða til að leiðbeina minna mennt- uðu starfsfólki og tryggja örugga og faglega hjúkrun. Ragnheiður Gunnarsdóttir varaform. Félags ísl. hjúkrunarfræðinga UMHVERFISMÁL Gámaþjónustan verður að hætta moltugerð á Patter sonflugvelli. Úrskurðar- nefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði kröfu fyrirtækisins um að ógilda ákvörðun Heilbrigðiseftir- lits Suðurnesja um að afturkalla starfsleyfi fyrirtækisins. Gámaþjónustan var komin út fyrir athafnasvæði sitt og inn á vatnsverndarsvæði Suðurnesja sem stóð ógn af óþrifnaðinum sem auk þess að menga dró að sér rott- ur. Fyrirtækinu hefur verið gefinn „hæfilegur“ frestur til að binda enda á moltugerðina. - gar Rottur á vatnsverndarsvæði: Missa leyfi til moltugerðar RUSL Óþrif fylgja moltugerð á Suður- nesjum FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA a á mottaka@heilsuborg.isSkránin 0 1010 eðg í s íma 56 Þjálfarar Anna Borg og Arna Steinarsdóttir sjúkraþjálfarar Stoðkerfislausnir henta þeim sem eru með einkenni frá stoðkerfi, vilja læra á sjálfan sig og finna sín mörk í hreyfingu. 10. og 11. mars Þri. og fim. kl. 16:30 Mán., mið. og fös. kl. 15:00 Ert þú með verki? TÆKNI Ómönnuð flutningaskip gætu orðið að veruleika innan áratugar, samkvæmt framleiðand- anum Rolls-Royce. ESB ætlar að setja 3,5 milljónir evra í verkefnið. „Nú er runninn upp sá tími að við íhugum gerð ómannaðra skipa af ýmsum toga. Stundum verður það sem var óhugsandi í gær mögulegt á morgun,“ sagði Oskar Levander hjá Rolls-Royce, í frétt BBC. „Tæknin er til staðar og er þá ekki þá kominn tími til að færa sum verkefni yfir á land? Er betra að hafa 20 manna áhöfn á siglingu um Norðurhöf eða til dæmis fimm í stjórnherbergi á landi?“ - fb Spá nýrri tækni innan tíðar: Flutningaskip án áhafnar INDLAND, AP Þingkosningar hefjast á Indlandi 7. apríl og standa yfir til 12. maí. Margir sérfræðingar telja að kosningarnar verði þær mikil- vægustu í rúm þrjátíu ár í þessu fjölmennasta lýðveldi heimsins. Mikil óánægja hefur ríkt á Indlandi að undanförnu vegna spillingar og vonbrigða yfir frammistöðu stjórnmálaveldis- ins Nehru-Gandhi, sem hefur ríkt yfir indverskum stjórnmálum síðan landið öðlaðist sjálfstæði frá Bretum árið 1947. Þess vegna þykir stjórnarandstöðuflokkur- inn Bharatiya Janata líklegur til árangurs í kosningunum. -fb Óánægja ríkir á Indlandi: Þingkosningar hefjast í apríl Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Laugardagur Vaxandi vindur, hvasst eða stormur síðdegis fyrst S-lands. SNJÓKOMA EÐA ÉL verða sunnan- og vestanlands í dag og á morgun en nokkuð bjart norðaustan til. Síðdegis á laugardaginn og fram á sunnudagsnótt gengur svo vonskuveður yfir landið með hvassviðri eða stormi, snjókomu og slyddu eða rigningu. 0° 8 m/s 0° 8 m/s 0° 6 m/s 3° 8 m/s Á morgun Strekkingur eða allhvasst SV-lands og með S-ströndinni, annars hægari. Gildistími korta er um hádegi 1° -2° 2° 0° -2° Alicante Aþena Basel 19° 16° 1° Berlín Billund Frankfurt 10° 10° 12° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 9° 8° 8° Las Palmas London Mallorca 19° 14° 16° New York Orlando Ósló -1° 23° 5° París San Francisco Stokkhólmur 13° 15° 7° 0° 4 m/s 2° 11 m/s 0° 8 m/s 1° 9 m/s 0° 7 m/s 0° 7 m/s -5° 6 m/s 2° 0° 0° 0° -1° ALÞINGI „Við sjáum stöðugt nýjar hundakúnstir og undanbrögð í fjölmiðlum. Stjórnvöld hafa ekki boðað til neinna viðræðna við stjórnarandstöðuflokkana um hvernig ESB-umræðum verði framhaldið á Alþingi,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylk- ingarinnar, aðspurður um fram- hald ESB-málsins. Fyrir síðustu helgi sömdu stjórnin og stjórnarandstaðan um það á Alþingi að ljúka umræðum um skýrslu Hagfræðistofnunar um ESB og taka á dagskrá þings- ályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að draga aðildarumsóknina að ESB til baka. „Ég veit ekki betur en því hafi verið lofað að menn myndu setjast niður og ræða framhaldið í nefnd- arvikunni og reyna að ná saman um hvernig hægt yrði að koma ESB-málum í lýðræðislegt ferli,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, segir að málið sé hjá stjórnvöldum, það sé þeirra að hafa samband við stjórnarand- stöðuna og ræða hvernig fram- hald ESB-málsins verði. Í sama streng tekur Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformað- ur VG, sem bendir jafnframt á að stjórnvöld hafi enn fjóra daga til stefnu uns Alþingi haldi áfram fyrstu umræðu um þingsálykt- unartillögu utanríkisráðherra um að draga aðildarumsóknina til baka. - jme Framhald Evrópusambandsmálsins á Alþingi hefur ekki ennþá verið rætt við stjórnarandstöðu: Hundakúnstir og undanbrögð ríkisstjórnar EKKI VERIÐ RÆTT Stjórnvöld hafa ekki rætt við stórnarandstöðuna um hvert verði framhald ESB-málsins. FRÉTTABLAÐIÐ / DANIEL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.