Fréttablaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 8
29. mars 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 Landsvirkjun hefur um áratugaskeið starfrækt sumarvinnuflokka ungs fólks. Hóparnir sinna viðhaldi, upp- byggingu og fegrun starfsstöðva Landsvirkjunar og vinna jafnframt að ýmsum samstarfsverkefnum víða um land. Samvinna sumarvinnuflokka Landsvirkjunar og félagasamtaka, sveitarfélaga og stofnana hefur skilað sér í auknum umhverfisgæðum og betri aðstöðu til útivistar og ferðamennsku. Í boði er vinnuframlag sumarvinnu- flokka og flokksstjórn yfir þeim. Verkefnin lúta að ræktun, hreinsun, viðhaldi og öðrum umhverfisbótum ásamt ýmsum samfélagsverkefnum. Óskað er eftir að samstarfsaðilar leggi fram vel skilgreind verkefni. Umsóknareyðublað með nánari upplýsingum er að finna á vef Landsvirkjunar, www.landsvirkjun.is. Nánari upplýsingar í síma 515 9000, og hjá thora.maria.gudjonsdottir@ landsvirkjun.is. Umsóknarfrestur rennur út 30. apríl. Umsóknareyðublöð er að finna á landsvirkjun.is. Sími 570 2400 · oryggi.is Stöndum vaktina allan sólarhringinn Fylgstu með fyrirtækinu í snjall- símanum eða spjaldtölvunni Hágæða eftirlitsmyndavélakerfi frá Aver er ódýr og einföld lausn fyrir fyrirtæki. Fylgstu með í spjaldtölvunni eða farsímanum, hvenær og hvar sem þú ert. Kerfið býðst nú á frábæru verði, frá 179.000 kr. Komdu og skoðaðu í glæsilegri verslun okkar að Askalind 1. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 40 47 9 STJÓRNMÁL Á þriðja tug athuga- semda og umsagna hafa borist utanríkismálanefnd Alþingis vegna umdeildrar þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utan- ríkisráðherra um að draga umsókn Íslands að ESB til baka. Það eru þekktir sem óþekktir ein- staklingar, félagasamtök og hags- munaaðilar sem senda inn athuga- semdir, ályktanir og umsagnir og þar kennir ýmissa grasa. Flestir árétta loforð sem stjórnvöld voru búin að gefa í aðdraganda kosn- inganna um að almenningur fengi að gefa svör við því hvort ganga ætti í sambandið, eins og Sverrir Bjarnason sem segir að með vísun til loforða forystumanna núverandi meirihluta á Alþingi um aðkomu þjóðarinnar að umræddu máli, sé þess hér með krafist að staðið verði við þau orð og þingsályktunartillag- an dregin til baka. Aðrir sem vilja halda viðræðum áfram telja upp kosti þess að ganga í Evrópusambandið. Einn þeirra er Guðmundur Gunnarsson, fyrrver- andi formaður Félags rafiðnaðar- manna. Hann minnir á að skýrslur fjármálastofnana sýni að tilvist krónunnar kalli á 3 til 4 prósent hærri vexti hér á landi en ella. Með aðild að myntbandalagi ESB sé gert ráð fyrir að vextir á íbúðalánum lækki auk þess sem talið sé að mat- arverð myndi lækka um fjórðung. „Ég hef verið mikið á Spáni og á góða vini þar. Ég hef séð greiðslu- seðlana þeirra af fasteignalánum þar sem höfuðstóll lánanna lækkar um hver mánaðamót og greiðslu- áætlun sem skrifað var undir fyrir 20 árum stenst upp á sent. Ég sé verðlag standa í stað þannig að þó það sé kreppa þá getur fólk áfram keypt sér mat og nauðsynjavörur án þess að fara á hausinn,“ segir Eyjamaðurinn Sigurður Guð- mundsson. Stór sveitarfélög á borð við Kópavog hafa sent inn umsagnir og vilja þjóðaratkvæði. Á Akureyri klofnaði bæjarstjórnin í þrennt en meirihlutinn vill að þjóðin fái að segja sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sama vill meirihluti borgarstjórn- ar Reykjavíkur. Fæstir þeirra sem hafa sent inn umsagnir eru hlynntir tillögu Gunn- ars Braga. Þó eru dæmi um slíkar umsagnir. Má þar nefna umsögn frá Samtökum mjólkur- og kjötvinnslu- fyrirtækja sem hvetja til að tillaga Gunnars Braga verði samþykkt óbreytt. johanna@frettabladid.is Margir gera athugasemdir Einstaklingar, hagsmunasamtök og félagasamtök hafa sent inn athugasemdir við þingsályktunartillögu utanrík- isráðherra um að draga til baka umsókn Íslands að ESB. Minnt er á loforð og krónan sögð gengin sér til húðar. Að jafnaði kalla nefndir Alþingis eftir umsögnum um öll þingmál sem þær hafa til umfjöllunar. Veittur er tveggja til þriggja vikna frestur til að koma skrif- legum athugasemdum á framfæri. Fresturinn getur þó verið styttri eða lengri og fer það eftir aðstæðum hverju sinni. Ákvörðun um hverjum skuli send mál til umsagnar er tekin á nefndarfundi. Öllum er og frjálst að senda nefnd skriflega umsögn um þingmál að eigin frumkvæði og hefur hún sömu stöðu og þær sem berast samkvæmt beiðni nefndar. Umsagnir um þingmál MÓTMÆLI Fjöldi manns hefur lagt leið sína á Austurvöll síðustu vikur til að krefjast þess að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við ESB. Rúmlega 50 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun um sama efni á vefnum. Margir vilja líka koma skoðunum sínum milliliðalaust til utanríkismálanefndar Alþingis. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI NOREGUR Jens Stoltenberg, fyrr- verandi forsætisráðherra Noregs, tekur við framkvæmdastjórastarfi Atlantshafsbandalagsins af Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi for- sætisráðherra Danmerkur. Fastaráð NATO kom sér saman um þetta í gær. Framkvæmdastjóraskiptin fara fram í byrjun október, eftir að leið- togafundur NATO í Wales hefur verið haldinn. Um svipað leyti lýkur að mestu þátttöku NATO-ríkjanna í hernaðaraðgerðum í Afganistan. Fogh Rasmussen hefur verið framkvæmdastjóri NATO frá 2009, en Stoltenberg var forsætisráðherra Noregs á árunum 2000 og 2001, og síðan aftur frá 2005 til 2013. Þeir koma úr ólíkum áttum, því Fogh Rasmussen er hægri maður en Stoltenberg sósíaldemókrati. Stolten berg var forsætisráðherra Noregs þegar Anders Behring Brei- vik myrti tugi manna sumarið 2011, flest ungmenni úr ungliðahreyfingu Sósíaldemókrataflokks Stolten- bergs. - gb Framkvæmdastjóraskipti verða hjá Atlantshafsbandalaginu í haust: Stoltenberg tekur við NATO FOGH RASMUSSEN OG STOLTENBERG Núverandi og verðandi framkvæmda- stjórar NATO. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.