Fréttablaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 72
| ATVINNA |
Útgáfufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir
sölufulltrúum á Íslandi, Noregi og Danmörku.
Um er að ræða sölu- og kynningastarf fyrir fjöldan
allan af ýmis konar ritum sem fyrirtækið gefur út,
sjá heimasíðuna www.sagaz.is
Krefjandi starf í skemmtilegu umhverfi.
Reynsla af sölu- og kynningarmálum æskileg en
ekki skilyrði. Árangurstengd verktaka laun.Umsóknir
skulu sendar á netfangið umsokn@sagaz.is fyrir 4. apríl
Sölufulltrúi
Daldrup og Söhne er framsækið borfyrirtaki sem er með
borverkefni á evrópusvæðinu.
• Jarðvarmi.
• Neysluvatn.
• Olía & Gas.
Við leytum að borverkfræðingum (Drilling Engineer)
með megináherslu á jarðvarma boranir.
Áhugasamir vinsamlega hafið samband við:
Sigurpál D. Ásgeirsson. Sigurpall.asgeirsson@exorka.com
Sími +4917610363054.
http://www.daldrup.eu/de/?id_seite=1
Ferðaþjónustuaðilar
SUMARSTÖRF
– mannskapur til reiðu!
STARF – vinnumiðlun og ráðgjöf ehf. er fyrirtæki í eigu Alþýðusambands Íslands og
Samtaka atvinnulífsins og var stofnað vorið 2012 til að halda utan um tilraunaverkefni
um þjónustu við atvinnuleitendur sem eru félagar í tilteknum stéttarfélögum. Þjónustan
fer fram í fjórum þjónustumiðstöðvum og þar starfa m.a. 14 atvinnuráðgjafar STARFs.
Þungamiðja þjónustunnar er vinnumiðlun og jafnframt er atvinnuleitendum liðsinnt við
margvísleg vinnumarkaðsúrræði – markmiðið er að koma fleiri atvinnuleitendum aftur til
starfa. Nánari upplýsingar um STARF má finna á vefsíðu félagsins: www.starfid.is
STARF – vinnumiðlun og ráðgjöf leitar eftir
samstarfi við ferðaþjónustufyrirtæki á landsbyggðinni
sem vantar sumarstarfsfólk.
STARF þjónustar fólk sem er án atvinnu og eru félagar
tiltekinna stéttarfélaga. Innan þess hóps eru fjölmargir
einstaklingar sem hafa sýnt því áhuga að starfa við
ferðaþjónustu á landsbyggðinni (t.d. á gistiheimilum
eða við afþreyingarferðaþjónustu). Um er að ræða fjöl-
breyttan hóp með margvíslegan bakgrunn sem getur
hafið störf nánast strax og starfað vel inn í haustið.
Ef áhugi er fyrir hendi vinsamlegast skráið starfið á
vefsíðu STARFs www.starfid.is (atvinnurekandi – beiðni
um starfsmann) og tilgreinið að um sumarstarf sé að
ræða. Einnig má senda póst á skrifstofa@starfid.is og
hefur þá atvinnuráðgjafi STARFs samband fljótlega.
Safari hjól leitar að leiðsögumanni fyrir
fjórhjólaferðir fyrirtækisins. Viðkoman-
di verður að hafa ríka þjónustulund, vera
ábyrgðarfullur og hafa mikinn áhuga á
útivist.
virka daga. Mikil og góð vinna í boði fyrir
réttan einstakling.
Helstu kröfur
Gott skipulag og einbeiting
Frumkvæðni og sjálfstæð vinnubrögð
Stundvísi og heiðarleiki
Jákvæðni, þjónustulund og hæfni í
mannlegum samskiptum
Fullkomið vald á ensku er algjört skilyrði
Meirapróf er kostur
Kíktu á heimasíðu okkar www.quad.is fyrir
frekari upplýsingar
Umsókn um starf ásamt ferilsskrá
sendist á quad@quad.is
Leiðsögumaður
fjórhjólaferðir
Orkuveitan er fjölbreyttur og
lifandi vinnustaður fólks með
mikla þekkingu. Fyrirtækið leitast
við að vera í fremstu röð hvað
og möguleika starfsfólks
til að samræma vinnu og
fjölskylduábyrgð eins og kostur er.
Sóst er eftir starfsmönnum
sem eru jákvæðir, sjálfstæðir
í vinnubrögðum, með góða
samstarfshæfni og mikla
þjónustulund.
Við hvetjum jafnt konur sem karla
til að sækja um.
Umsjón með úrvinnslu umsókna hefur
Jóna Björk Sigurjónsdóttir
(jona.sigurjonsdottir@capacent.is)
hjá Capacent Ráðningum.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir
um að sækja um á heimasíðu Capacent
Ráðninga, www.capacent.is.
Umsóknarfrestur er til og með
13. apríl 2014. Farið verður með
allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Ný tækifæri fyrir þig hjá Orkuveitu Reykjavíkur
Verkefnastjóri
framkvæmdaverka
til þess að stýra framkvæmdaverkum í
veitukerfum fyrirtækisins.
Starfs- og ábyrgðarsvið
• Verkefnastýring framkvæmdaverka á
skipulags-, hönnunar- og framkvæmdastigi
• Umsjón með gerð útboðsgagna og
verksamninga
• Umsjón og eftirlit með framvindu verkefna,
gerð framvinduskýrslna og skilamats
• Samskipti við ráðgjafa, framkvæmdaaðila,
sveitarfélög, stjórnsýslu og aðra
hagsmunaaðila
• Undirbúningur og gerð framkvæmda-,
kostnaðar- og greiðsluáætlana og eftirlit
með framkvæmd þeirra
• Umsjón og eftirlit á verkstað
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólapróf í verkfræði, tæknifræði eða
skyldum greinum
• Reynsla af verkefnastjórnun
framkvæmdaverka æskileg
• Vottun í verkefnastjórnun eða MPM-nám
æskilegt
• Góð almenn tölvufærni áskilin auk færni í
ritun texta og framsetningu gagna
Launafulltrúi
Starfsmannamál leita að reynslumiklum
launafulltrúa til til starfa.
Starfs- og ábyrgðarsvið
• Vinnsla launabókhalds, þ.m.t. útreikningur
og greiðsla launa og skil launatengdra gjalda
• Upplýsingagjöf til starfsmanna vegna
útborgunar launa
• Ýmsar greiningar, samantektir og úrvinnsla á
sviði kjaramála
• Samskipti við starfsmenn, lífeyrissjóði,
stéttarfélög og opinbera aðila
• Útreikningar á kjörum og réttindum
starfsmanna skv. kjarasamningum
• Ýmis önnur störf í tengslum við mannauðs-
og kjaramál starfsmanna
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Góð reynsla af launabókhaldi er nauðsynleg,
sem og þekking á kjarasamningum og lögum
um réttindi og skyldur starfsmanna
bókari eða sambærileg menntun
kostur
• Góð kunnátta og færni í Excel
Hugbúnaðarsérfræðingur
Upplýsingatækni leitar að starfsmanni í
krefjandi og fjölbreytt starf þar sem reynir á
forritun, verkefnastýringu og rekstur kerfa.
Starfs- og ábyrgðarsvið
• Forritun í .Net
• Rekstur kerfa
• Verkefnastjórnun
• Samskipti við ráðgjafa, framkvæmdaaðila og
aðra hagsmunaaðila
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða
• Reynsla af forritun í .Net
• Reynsla af forritun í C#, CSS og JavaScript
er kostur
• Reynsla af verkefnastýringu er kostur
• Þekking á Microsoft SQL gagnagrunnum
HAGSÝNI - FRAMSÝNI - HEIÐARLEIKI
Orkuveita Reykjavíkur hlaut
jafnréttisviðurkenningu
Jafnréttisráðs árin 2002 og 2013.
ÍS
LE
N
SK
A
/
SÍ
A
O
R
K
6
84
40
0
3/
14
29. mars 2014 LAUGARDAGUR16