Fréttablaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 92
Brúðkaup LAUGARDAGUR 29. MARS 201414
Hjátrú hefur fylgt giftingum frá ómunatíð og ber ýmislegt að
varast, ef fólk tekur mark á slíkum hlutum yfirleitt. Hér fer
einungis brot af þeim siðum og hjátrú sem fylgja brúkaups-
deginum.
Það er talið boða velsæld og frjósemi að fleygja hrísgrjónum yfir nýgift
hjón. Snjókoma á brúðkaupsdag er einnig talin boða frjósemi og ríkidæmi.
Tvennum sögum fer hins vegar af rigningu á brúðkaupsdag, sums staðar er
hún talin boða gæfu en yfirleitt er slæmt veður talið boða óhamingjusamt
hjónaband.
Þá verður brúðurin að hafa varann á þegar hún fer úr húsi til athafnarinnar.
Það boðar gæfu ef hún lítur í spegil á leiðinni út en ógæfu ef hún snýr sér við
til að líta í spegil, eftir að hún er lögð af stað. Þó er talið að ef brúðurin smeygir
silfurpeningi í skóinn sinn færi það henni auð.
Ekki hefur einungis verið til siðs að kasta hrísgrjónum yfir þau nýgiftu
heldur var í eina tíð stundað að kasta skóm í brúðhjónin. Það boðaði meira að
segja gæfu ef skórnir hæfðu brúðhjónin eða
vagninn þeirra. Skókastið yfirfærðist
síðar í þann sið að binda skóna
aftan í farartæki brúð-
hjónanna.
Þá þykir það boða
gæfu að gifta sig á
miðvikudegi. Föstu-
dagur þykir ekki
góður til giftinga
og áður fyrr var
laugardagur ekki
talinn boða gott.
Í dag er laugar-
dagur hins vegar
vinsæll dagur til
að láta pússa sig
saman.
Heimild:
www.gullogsilfur.is
Snjókoma boðar velsæld
Brúðarförðun vors og sumars einkennist af ferskleika og dögun nýrrar tilveru í upp-
hafi hjónabandsins,“ segir Laufey
Birkisdóttir, snyrti-, nudd- og förð-
unarfræðingur á nýju snyrtistof-
unni Leila Boutique á Eiðistorgi.
Laufey sá um brúðarförðun fyrir
Brúðarblaðið og segir mikilvægt
að undirbúa húðina vel fyrir brúð-
kaupsdaginn.
„Undirbúningur gerir húðina
ferska og eykur útgeislun og sjálfs-
öryggi kvenna. Allt er það sálrænn
ávinningur því brúðinni þarf að líða
vel í eigin skinni og vera örugg með
sig á einum af stærstu dögum lífs-
ins,“ segir Laufey og bætir við að
langflestar brúðir fari í andlitsbað,
litun og plokkun, vax, hand- og fót-
snyrtingu í aðdraganda brúðkaups.
„Þá er ómissandi að fara í prufu-
förðun til að ákveða förðun fyrir
brúðkaupsdaginn og skiptir mestu
að velja réttan lit á andlitsfarða og
klæðilega liti sem tóna vel við brúð-
arkjólinn, hárgreiðsluna og óskir
brúðarinnar.“
Laufey segir brúðarförðun
sjaldnast í líkingu við árshátíðar-
förðun eða þunga kvöldförðun.
„Brúðarförðun fer eftir aldri
brúðar og er útfærð á ferskan hátt
að hennar óskum. Nú er móðins
að nota mikinn maskara
og augnblýant við létta,
ferska andlitsförðun sem
tónar frá ljósum litum út
í brúnt. Þrátt fyrir ferskt
yfirbragðið þarf þó að
vera dýpt fyrir mynda-
tökur og sviðsljós dags-
ins; við altarið, háborðið
og dansgólfið, og brúð-
kaupsförðun þarf að tolla
í sólarhring og standast
mat, drykk, svita, kossa
og hvaðeina sem fylgir
því að gifta sig.“ - þlg
Fágaður og kvenlegur yndisleiki
Brúðkaupsdagur markar nýtt og ferskt upphaf í lífi nýgiftra hjóna. Þá vill brúðurin skarta sínu fegursta og vera örugg með útlit sitt.
Um brúðargreiðsluna
sá Sigurveig Runólfs-
dóttir á hárgreiðslu-
stofunni Permu á
Eiðistorgi og formaður
INTERCOIFFURE á
Íslandi. Hún setti
rautt hár Tinnu upp í
fallegan hnút eins og
nú er hæstmóðins hjá
brúðum og endurspegl-
ar fágun og kvenleika.
Laufey málaði fyrirsætuna Tinnu Finnbogadóttur með snyrtivörum
frá Clarins. Hún notaði baugahyljara og ljósan grunn undir augun til að
gefa þeim gljáa og ferskleika. Á augnlokin notaði hún Rosewood-augn-
skuggapallíettu, blautan svartan eyeliner, sem gefur dýpt, Bronze-augn-
blýant og á augnhárin Perfect Wonder-maskara sem þykkir og lengir. Undir
augnskuggann settir Laufey grunn sem varnar litasmiti. Laufey notaði Long
Lasting-meik á húðina, Miami Pink-kinnalit og Bronzing Dua-púður fyrir
skyggingu. Á varirnar setti hún varalitagrunn, ferskjulitaðan varalit ofan á
og gloss yfir varalitinn. Varalitagrunnur heldur varalit á vörum þrátt fyrir
veislumat, kampavínsskál og kossa. Þá þarf augnmálning að vera vatnsheld
ef tár falla af hvarmi vegna geðshræringar á brúðkaupsdaginn og mikilvægt
að hafa púðurdós í veskinu. MYNDIR/DANÍEL