Fréttablaðið - 29.03.2014, Síða 92

Fréttablaðið - 29.03.2014, Síða 92
Brúðkaup LAUGARDAGUR 29. MARS 201414 Hjátrú hefur fylgt giftingum frá ómunatíð og ber ýmislegt að varast, ef fólk tekur mark á slíkum hlutum yfirleitt. Hér fer einungis brot af þeim siðum og hjátrú sem fylgja brúkaups- deginum. Það er talið boða velsæld og frjósemi að fleygja hrísgrjónum yfir nýgift hjón. Snjókoma á brúðkaupsdag er einnig talin boða frjósemi og ríkidæmi. Tvennum sögum fer hins vegar af rigningu á brúðkaupsdag, sums staðar er hún talin boða gæfu en yfirleitt er slæmt veður talið boða óhamingjusamt hjónaband. Þá verður brúðurin að hafa varann á þegar hún fer úr húsi til athafnarinnar. Það boðar gæfu ef hún lítur í spegil á leiðinni út en ógæfu ef hún snýr sér við til að líta í spegil, eftir að hún er lögð af stað. Þó er talið að ef brúðurin smeygir silfurpeningi í skóinn sinn færi það henni auð. Ekki hefur einungis verið til siðs að kasta hrísgrjónum yfir þau nýgiftu heldur var í eina tíð stundað að kasta skóm í brúðhjónin. Það boðaði meira að segja gæfu ef skórnir hæfðu brúðhjónin eða vagninn þeirra. Skókastið yfirfærðist síðar í þann sið að binda skóna aftan í farartæki brúð- hjónanna. Þá þykir það boða gæfu að gifta sig á miðvikudegi. Föstu- dagur þykir ekki góður til giftinga og áður fyrr var laugardagur ekki talinn boða gott. Í dag er laugar- dagur hins vegar vinsæll dagur til að láta pússa sig saman. Heimild: www.gullogsilfur.is Snjókoma boðar velsæld Brúðarförðun vors og sumars einkennist af ferskleika og dögun nýrrar tilveru í upp- hafi hjónabandsins,“ segir Laufey Birkisdóttir, snyrti-, nudd- og förð- unarfræðingur á nýju snyrtistof- unni Leila Boutique á Eiðistorgi. Laufey sá um brúðarförðun fyrir Brúðarblaðið og segir mikilvægt að undirbúa húðina vel fyrir brúð- kaupsdaginn. „Undirbúningur gerir húðina ferska og eykur útgeislun og sjálfs- öryggi kvenna. Allt er það sálrænn ávinningur því brúðinni þarf að líða vel í eigin skinni og vera örugg með sig á einum af stærstu dögum lífs- ins,“ segir Laufey og bætir við að langflestar brúðir fari í andlitsbað, litun og plokkun, vax, hand- og fót- snyrtingu í aðdraganda brúðkaups. „Þá er ómissandi að fara í prufu- förðun til að ákveða förðun fyrir brúðkaupsdaginn og skiptir mestu að velja réttan lit á andlitsfarða og klæðilega liti sem tóna vel við brúð- arkjólinn, hárgreiðsluna og óskir brúðarinnar.“ Laufey segir brúðarförðun sjaldnast í líkingu við árshátíðar- förðun eða þunga kvöldförðun. „Brúðarförðun fer eftir aldri brúðar og er útfærð á ferskan hátt að hennar óskum. Nú er móðins að nota mikinn maskara og augnblýant við létta, ferska andlitsförðun sem tónar frá ljósum litum út í brúnt. Þrátt fyrir ferskt yfirbragðið þarf þó að vera dýpt fyrir mynda- tökur og sviðsljós dags- ins; við altarið, háborðið og dansgólfið, og brúð- kaupsförðun þarf að tolla í sólarhring og standast mat, drykk, svita, kossa og hvaðeina sem fylgir því að gifta sig.“ - þlg Fágaður og kvenlegur yndisleiki Brúðkaupsdagur markar nýtt og ferskt upphaf í lífi nýgiftra hjóna. Þá vill brúðurin skarta sínu fegursta og vera örugg með útlit sitt. Um brúðargreiðsluna sá Sigurveig Runólfs- dóttir á hárgreiðslu- stofunni Permu á Eiðistorgi og formaður INTERCOIFFURE á Íslandi. Hún setti rautt hár Tinnu upp í fallegan hnút eins og nú er hæstmóðins hjá brúðum og endurspegl- ar fágun og kvenleika. Laufey málaði fyrirsætuna Tinnu Finnbogadóttur með snyrtivörum frá Clarins. Hún notaði baugahyljara og ljósan grunn undir augun til að gefa þeim gljáa og ferskleika. Á augnlokin notaði hún Rosewood-augn- skuggapallíettu, blautan svartan eyeliner, sem gefur dýpt, Bronze-augn- blýant og á augnhárin Perfect Wonder-maskara sem þykkir og lengir. Undir augnskuggann settir Laufey grunn sem varnar litasmiti. Laufey notaði Long Lasting-meik á húðina, Miami Pink-kinnalit og Bronzing Dua-púður fyrir skyggingu. Á varirnar setti hún varalitagrunn, ferskjulitaðan varalit ofan á og gloss yfir varalitinn. Varalitagrunnur heldur varalit á vörum þrátt fyrir veislumat, kampavínsskál og kossa. Þá þarf augnmálning að vera vatnsheld ef tár falla af hvarmi vegna geðshræringar á brúðkaupsdaginn og mikilvægt að hafa púðurdós í veskinu. MYNDIR/DANÍEL
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.