Fréttablaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 116

Fréttablaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 116
29. mars 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 56 tónleikana. „Þú ættir að geta bætt við erindum hér,“ segir Megas og Þórður tekur undir. Þórður seg- ist hafa unnið að útsetningunni fram að hádegi en það örlar ekki á kvíða hjá þeim þó það styttist í að slegið verði inn. „Nei, ég ákvað að úthýsa kvíðanum. Hann hefur ekkert upp á sig,“ segir Megas. Áfram KR á milli hríða Lög Megasar við Passíusálmana voru samin þegar Þórður, sonur hans, var að koma í heiminn. „Ég gerði fyrsta sálminn 1969 en árið 1973 ruddist ég í að klára þá. Svo þetta er í raun seventís-músík. Ég notaði bara einn orginal tón sem mér fannst hljóma vel með sálm- unum. Ég gerði ekkert annað á meðan. Þá var Þórður að koma í heiminn en það var ekki orðið félagslega viðurkennt að faðir- inn væri viðstaddur fæðinguna. Svo ég var bara heima að semja. Svo þegar frúin kom heim með Þórð nokkrum dögum síðar þá var aðkoman kannski ekki eins og nýbökuð móðir vill hafa það. En ég hafði ekki gefið mér tíma til að grípa í sóp eða svoleiðis. Hún heyrði svo lögin ekki fyrr en áttatíu og eitthvað. En þá taldi ég að hún væri orðin sátt. Þarna var alvanalegt að mæður væru í tíu daga inni eftir fæðingu en ef móðir fór fyrr fékk hún peninga á móti þeim dögum sem hún sleppti. Núna situr pabbinn við hliðina og hrópar áfram KR, áfram KR. Þegar ég eignaðist barn árið 1992 sat ég til dæmis við hliðina á móð- urinni og sagði brandara, það lin- aði verkina. Móðir þarf auðvitað á stuðningi að halda í þessu öllu saman.“ Megas enginn Jesús Passíusálmarnir eru eins og allir vita sagan af píslargöngu Krists „Jesús er mikið að berjast á móti valdstjórninni í sálmunum. Ég hef ekki samúð með valdstjórninni. Ég reyni að tala sem minnst við þessa menn. Þeir snúa öllu sem maður segir og reyna að finna eitthvað á mann.“ Magga Stína syngur hlutverk Jesú á tónleik- unum en aðspurður segir Megas það aldrei hafa komið til greina að snúa hlutverkunum við. „Hún hefur alltaf verið Jesús. Ég er bara sögumaður og Magga Stína er Jesús. Að snúa því við? Það væri skandall.“ Tónleikarnir eru mjög umfangs- miklir eins og áður sagði og mælir Megas með að fólk komi á þá alla. „Já, fólk verður auðvitað að vita hvað gerist næst í sögunni.“ Tón- leikarnir þrennir eru mjög ólík- ir í sniðum og spanna skalann frá hefðbundnari sálmatón yfir í rokkmúsík. Megas segist þó ekki geta sagt hver sé sinn uppáhalds Passíusálmur. „Ég geri ekki upp á milli barnanna hans Hallgríms.“ Toppnum ekki náð Það er auðvelt að velta því fyrir sér hvort fimmtíu sálma flutn- ingur sé ekki merki um að Megas ætli að hætta á toppnum og kveðja Hallgrím Pétursson. Hann segir þó að það standi ekki til. „Næst munum við halda okkar eigin þriggja daga Hróarskelduhátíð og flytja þá alla í einu, fimmtíu talsins.“ Fyrstu tónleikarnir verða þann 3. apríl næstkomandi, því næst 10. apríl og lokakafli sálmanna, sjálf krossfestingin, fer svo fram á föstudaginn langa. Hægt er að kaupa miða á einstaka tónleika eða svokallaðan páskapassa á til- boðsverði. Tónleikarnir fara fram í Grafarvogskirkju og miðasala stendur yfir á midi.is. Meistari Megas, í lit-ríku gallabuxun-um sínum, ætlar að syngja alla Passíusálma Hall-gríms Péturssonar á þrennum tónleikum í apríl. Sálm- arnir eru fimmtíu talsins og hafa margir hverjir aldrei heyrst áður. „Ég er alinn upp við að Passíusálm- arnir suðuðu í útvarpinu heima og ég lét þá pirra mig. Það var eitt- hvað við tóninn sem fór í taugarn- ar á barninu. Prestarnir leiðréttu líka alltaf flámælið sem er svo fal- legt. Svo vandist þetta allt saman og með árunum fór ég að heillast af tungumálinu, öllum dönskuslett- unum og bragfræðinni.“ Tilbúinn í fjörutíu ár Megas hefur flutt Passíusálma Hallgríms Péturssonar með reglu- legu millibili síðastliðin fjörutíu ár. Nú hefur hann blásið til risa- vaxinnar veislu í tilefni 400 ára afmælis sálmaskáldsins. Hann hefur fengið til liðs við sig hljóm- sveitina Moses Hightower, Caput- hópinn, Möggu Stínu, strengja- sveit, rokksveit og þrjá ólíka kóra en auk þess útsetur sonur hans, Þórður Magnússon, tónlist föður síns fyrir stærri sveit. Hilmar Örn Agnarsson, organisti og kór- stjóri ,er listrænn stjórnandi tón- leikanna. „Það mæðir mikið á Magnúsi,“ segir Hilmar „En hann hefur verið tilbúinn í fjörutíu ár og ég í fjór- tán. Svo við erum reynslumiklir.“ Félagarnir fluttu Passíusálmana í Skálholti árið 2001. „Þá var algjör- lega fullt út úr dyrum og við gátum ekkert gert nema að hleypa öllum inn. Þú lokar ekki Skálholtskirkju á föstudaginn langa. Þá var mætt ungt fólk, rokkarar og svona, og allt upp í áttrætt. Það var setið á gólf- inu og í stiganum og hvar sem fólk komst. Allir voru með sálmabækur. Þessi stund var alveg ógleymanleg.“ Allt að smella saman Meðan á viðtalinu stendur sitja Þórður og Megas og skipuleggja Þóttu Passíusálmarnir pirrandi Megas heldur upp á 400 ára afmæli Hallgríms Péturssonar með því að frumfl ytja lög sín við Passíusálmana. Prestar fussuðu yfi r meðferð hans á sálmunum en sjálfur segir hann að gamalt fólk hafi komið til sín og sagt að einmitt svona ætti að fl ytja þá. Þórður Magnússon, sonur Megasar, sér um útsetningu á tónlistinni enda voru lögin samin þegar hann var að koma í heiminn. ENN AÐ SKIPULEGGJA Hilmar Örn Agnarsson, Þórður Magnússon og Megas grúska í útgáfu Passíusálmanna frá 1906. Bókina hafði Megas til hliðsjónar þegar hann samdi lögin sín en svo glataðist hún honum. Vinur gaf honum annað eintak fyrir skömmu sem nýtist vel við skipulagningu tónleikanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ég hef ekki samúð með valdstjórninni. Ég reyni að tala sem minnst við þessa menn. Snærós Sindradóttir snaeros@frettabladid.is MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.