Fréttablaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 34
29. mars 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 34
Norræni tískutvíæringurinn var opnaður í Museum Angewandte Kunst í Frankfurt í Þýskalandi 21. mars síðastliðinn. Tískutvíæringurinn er nú haldinn í þriðja sinn en titill sýningarinnar er The Weather Diaries eða Veðurdagbækurnar, þar sem íslensk, færeysk og grænlensk fatahönnun og list voru í brennidepli.
Sýningarstjórar þriðja tískutvíæringsins eru listakonurnar Sarah
Cooper frá Bandaríkjunum og Nina Gorfer frá Austurríki, en þær
búa og starfa í Svíþjóð. Cooper og Gorfer hafa á undanförnum árum
vakið mikla athygli fyrir ljósmyndir sínar af fólki hvaðanæva úr
heiminum, og einkennast verk þeirra af frásögnum fólksins með
skírskotun í menningu og sögu svæðisins sem fólkið kemur frá.
Fyrir Norræna tískutvíæringinn ferðuðust Cooper og Gorfer um
Ísland, Færeyjar og Grænland, tóku viðtöl við fjölmargt fólk og
völdu hönnuði og listamenn til þátttöku í verkefninu. Veðrið hafði
mikil áhrif á þær við rannsóknina fyrir verkefnið og töldu þær sig
finna sameiginlegan þráð sköpunar í gegnum veðuröflin í löndun-
um þremur, þangað sem titill sýningarinnar vísar.
Sýningin í Frankfurt samanstendur af ljósmyndum Cooper og
Gorfer af verkum hönnuðanna og listamannanna, sem og innsetn-
ingum eftir hönnuðina og listamennina.
Á opnunarhelginni var vegleg dagskrá í boði á safninu tengd
norrænni hönnun og listsköpun. Ragna Fróða, fatahönnuður í
Berlín, stýrði málþingi um norræna hönnun og tískuheiminn. Á
málþinginu fluttu David Shah og Christine Boland, sem bæði eru
þekktir fyrirlesarar og fræðimenn innan tískuheimsins, erindi um
tískustrauma og norræna hönnun í alþjóðlegu samhengi.
Íslenski fatahönnuðurinn Steinunn Sigurðardóttir stýrði vel
sóttri vinnustofu í svokölluðu hrynprjóni eða „rhythm knitting“. Þá
héldu sýningarstjórarnir Cooper og Gorfer leiðsögn fyrir gesti um
sýninguna.
Norrænn
tískutvíæringur
í Frankfurt
Veðuröflin voru rauður þráður í Norræna tískutvíær-
ingnum sem fór fram í Frankfurt á dögunum. Þær
Júlía B. Björnsdóttir og ljósmyndarinn Rut Sigurðar-
dóttir kortlögðu hátíðina í máli og myndum.
SÝNINGARSALUR Margt forvitnilegt er að skoða.
HÖNNUÐIR Hér má sjá hönnuðina Jóhönnu Metúsalems-
dóttur og Munda í góðum félagsskap.
VINSÆL Steinunn Sigurðardóttir stýrði vel sóttri
vinnustofu í hrynprjóni.
SÝNINGARSTJÓRAR Listakonurnar Sarah Cooper frá Bandaríkjunum og Nina Gorfer frá Austurríki. ÞEYTTI SKÍFUM Mundi sá um að skemmta gestum. FLOTTAR Hrafnhildur Arnardóttir ásamt vinkonu í Frankfurt.
Ísland
STEiNUNN,
Mundi Vondi
JÖR by Guðmundur
Jörundsson
Kría jewelry
Hrafnhildur Arnardóttir
a.k.a. Shoplifter
Færeyjar
Gudrun&Gudrun
Barbara I Gongini
Rammatik
Grænland
Bibi Chemniz
Nikolaj Kristensen
Najannguaq Lennert
Jessie Kleemann.
Hönnuðir og
listamenn sem
tóku þátt í
Norræna tísku-
tvíæringnum 2014