Fréttablaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 34
29. mars 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 34 Norræni tískutvíæringurinn var opnaður í Museum Angewandte Kunst í Frankfurt í Þýskalandi 21. mars síðastliðinn. Tískutvíæringurinn er nú haldinn í þriðja sinn en titill sýningarinnar er The Weather Diaries eða Veðurdagbækurnar, þar sem íslensk, færeysk og grænlensk fatahönnun og list voru í brennidepli. Sýningarstjórar þriðja tískutvíæringsins eru listakonurnar Sarah Cooper frá Bandaríkjunum og Nina Gorfer frá Austurríki, en þær búa og starfa í Svíþjóð. Cooper og Gorfer hafa á undanförnum árum vakið mikla athygli fyrir ljósmyndir sínar af fólki hvaðanæva úr heiminum, og einkennast verk þeirra af frásögnum fólksins með skírskotun í menningu og sögu svæðisins sem fólkið kemur frá. Fyrir Norræna tískutvíæringinn ferðuðust Cooper og Gorfer um Ísland, Færeyjar og Grænland, tóku viðtöl við fjölmargt fólk og völdu hönnuði og listamenn til þátttöku í verkefninu. Veðrið hafði mikil áhrif á þær við rannsóknina fyrir verkefnið og töldu þær sig finna sameiginlegan þráð sköpunar í gegnum veðuröflin í löndun- um þremur, þangað sem titill sýningarinnar vísar. Sýningin í Frankfurt samanstendur af ljósmyndum Cooper og Gorfer af verkum hönnuðanna og listamannanna, sem og innsetn- ingum eftir hönnuðina og listamennina. Á opnunarhelginni var vegleg dagskrá í boði á safninu tengd norrænni hönnun og listsköpun. Ragna Fróða, fatahönnuður í Berlín, stýrði málþingi um norræna hönnun og tískuheiminn. Á málþinginu fluttu David Shah og Christine Boland, sem bæði eru þekktir fyrirlesarar og fræðimenn innan tískuheimsins, erindi um tískustrauma og norræna hönnun í alþjóðlegu samhengi. Íslenski fatahönnuðurinn Steinunn Sigurðardóttir stýrði vel sóttri vinnustofu í svokölluðu hrynprjóni eða „rhythm knitting“. Þá héldu sýningarstjórarnir Cooper og Gorfer leiðsögn fyrir gesti um sýninguna. Norrænn tískutvíæringur í Frankfurt Veðuröflin voru rauður þráður í Norræna tískutvíær- ingnum sem fór fram í Frankfurt á dögunum. Þær Júlía B. Björnsdóttir og ljósmyndarinn Rut Sigurðar- dóttir kortlögðu hátíðina í máli og myndum. SÝNINGARSALUR Margt forvitnilegt er að skoða. HÖNNUÐIR Hér má sjá hönnuðina Jóhönnu Metúsalems- dóttur og Munda í góðum félagsskap. VINSÆL Steinunn Sigurðardóttir stýrði vel sóttri vinnustofu í hrynprjóni. SÝNINGARSTJÓRAR Listakonurnar Sarah Cooper frá Bandaríkjunum og Nina Gorfer frá Austurríki. ÞEYTTI SKÍFUM Mundi sá um að skemmta gestum. FLOTTAR Hrafnhildur Arnardóttir ásamt vinkonu í Frankfurt. Ísland STEiNUNN, Mundi Vondi JÖR by Guðmundur Jörundsson Kría jewelry Hrafnhildur Arnardóttir a.k.a. Shoplifter Færeyjar Gudrun&Gudrun Barbara I Gongini Rammatik Grænland Bibi Chemniz Nikolaj Kristensen Najannguaq Lennert Jessie Kleemann. Hönnuðir og listamenn sem tóku þátt í Norræna tísku- tvíæringnum 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.