Fréttablaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 65
| ATVINNA |
Eykt ehf óskar eftir öflugum og áreiðanlegum verkstjóra
til starfa vegna vaxandi verkefna fyrirtækisins .
Æskilegt er að viðkomandi hafi meistararéttindi
í húsasmíði.
Umsóknir skulu sendast á tölvupóstfang
eykt@eykt.is fyrir 4. apríl næstkomandi.
Nánari upplýsingar veitir sviðsstjóri
framkvæmdasviðs Eyktar Páll Daníel Sigurðsson í
síma 822-4422
Eykt ehf. Stórhöfða 34-40.
110 Reykjavík S: 595-4400
Verkstjóri óskast
Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa í endurhæfingu LR sem
er meðferðar- og endurhæfingardeild fyrir ungt fólk með
byrjandi geðrofssjúkdóm.
Deildin er með 7 einstaklinga í sólarhringsþjónustu en að
stærstum hluta er starfsemi deildarinnar dagdeild þar sem
um 60 einstaklingar sækja þjónustu. Deildin er mjög sérhæfð
og þjónar einstaklingum á aldrinum 18-25 ára eftir fyrsta
geðrof. Unnið er mjög fjölbreytt og sérhæft starf hvað varðar
endurhæfingu fyrir þennan hóp og er starfssemin í stöðugri
þróun. Áhersla er lögð á einstaklingsmiðaða þjónustu og virkt
samstarf við fjölskyldur.
Leitað er eftir hjúkrunarfræðingi með leiðtogahæfileika og
getu til að hafa góða yfirsýn yfir fjölþætta starfsemi deildar.
Helstu verkefni og ábyrgð
» Virk þátttaka í fjölfaglegu samstarfi og framþróun í starfi
deildar
» Hafa með höndum málastjórn fyrir einstaklinga sem sækja
þjónustu og taka þátt í almennri uppvinnslu á einkennum,
færni og getu sem og áætlanagerð er varðar þjónustu
» Teymisstjórnun og almennt meðferðarstarf
» Virk þátttaka í fjölbreyttu fræðslustarfi deildar
» Markviss vinna með fjölskyldum
Hæfnikröfur
» Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
» Einlægur áhugi á geðhjúkrun og að starfa með ungu fólki
» Framúrskarandi samskiptahæfni er skilyrði sem og
leiðtogahæfileikar
» Sveigjanleiki og jákvæðni gagnvart öllum störfum sem til
falla í starfsemi deildar
» Reynsla af starfi í geðheilbrigðisþjónustu er æskileg en ekki
skilyrði
Umhyggja • Fagmennska • Öryggi • Framþróun
Laun samkvæmt samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Sótt er um starfið
rafrænt á; www.landspitali.is, undir „laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun
um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.
Nánari upplýsingar
» Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl 2014.
» Starfshlutfall er 100%, eingöngu dagvinna.
» Starfið er laust 16. maí 2014 eða eftir samkomulagi.
» Umsókn skulu fylgja náms- og starfsferilskrá og íslenskt
hjúkrunarleyfi.
» Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun
um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum.
» Upplýsingar veitir Magnús Ólafsson, deildarstjóri,
magnuso@landspitali.is, sími 824 5537.
GEÐSVIÐ
Hjúkrunarfræðingur
· Þjónustulund
· Almenn tölvukunnátta
www.securitas.is ÍSLE
N
SK
A
S
IA
.I
S
SE
C
6
82
96
0
3.
20
14
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
6
8
4
3
5
0
3
/1
4
MEÐAL VERKEFNA ER EFTIRFARANDI:
Undirbúningur og daglegt eftirlit með
skoðunum ásamt verkstjóra
Gerð framleiðsluáætlana, rekstraráætlana o.fl.
Uppbygging þekkingarbanka um skipulag
og stýringu skoðana
Umbótaverkefni og innleiðing nýrra verkfæra
í verkstjórn
Uppgjör og innleiðing lærdóma að verkefnum
loknum
HÆFNISKRÖFUR:
Meistarapróf eða sambærilegt í verkfræði
eða viðlíka námi sem tengist greiningu rekstrar,
fjármála og/eða framleiðslu
Enskukunnátta er skilyrði
Frumkvæði, hugmyndaauðgi og lausnahugsun
Ríkur áhugi á verkefnastjórnun, skipulagi
og utanumhaldi verkefna
Reynsla af sambærilegum störfum er kostur
Nánari upplýsingar veita:
Steinunn Una Sigurðardóttir I unasig@icelandair.is
Theodór Brynjólfsson I tbrynjol@its.is
Umsóknir óskast fylltar út á www.icelandair.is/umsokn
eigi síðar en 8. apríl 2014.
VERKEFNASTJÓRI Í FRAMLEIÐSLUSTJÓRNUN
Icelandair auglýsir eftir kraftmiklum einstaklingi til að sinna starfi verkefnastjóra í framleiðslustjórnun á
tæknisviði félagsins. Í flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli fara fram stórskoðanir á flugvélum og mun
viðkomandi stýra og hafa eftirlit með nýtingu á mannafla og aðföngum auk þess að leggja til umbótaverkefna
og leiða þau til að ná fram meiri skilvirkni og skýrleika í framkvæmd þessara stóru verka. Um er að ræða nýja
stöðu og leitað er að einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt og mótað starfið.
LAUGARDAGUR 29. mars 2014 9