Fréttablaðið - 29.03.2014, Qupperneq 93
Ferðir29. MARS 2014 LAUGARDAGUR 15
Réttindi og skyldur hjóna
• Réttarstaða gifts fólks er sú sama
hvort sem brúðkaupið er kirkju-
legt eða borgaralegt.
• Fólk sem er gift hefur framfærslu-
skyldu hvort gagnvart öðru og
gagnkvæman erfðarétt.
• Öðrum einstaklingnum í hjóna-
bandi er óheimilt að ráðstafa
íbúðarhúsnæði, eða húsnæði sem
hjónin nota til atvinnustarfsemi,
nema með samþykki hins aðilans.
• Gift fólk ber ekki ábyrgð á skuld-
um maka síns, nema að skriflegt
samþykki liggi fyrir. Undantekn-
ingar frá þessu eru skattaskuldir,
skuldir vegna heimilishalds,
þarfa barna eða húsaleigu.
• Við skilnað gildir sú meginregla
að eignum sé skipt jafnt á milli
parsins, að frádregnum skuldum.
• Gift fólk getur gert kaupmála þar
sem kveðið er á um að ákveð-
in verðmæti séu séreign annars
aðilans og komi ekki til skipta við
skilnað.
Sambýlisfólk hefur ekki sömu
réttindi og hjón
• Fólk öðlast ekki lögformleg rétt-
indi þrátt fyrir að hafa verið ára-
tugi í sambúð.
• Helmingaskiptaregla gildir ekki
þegar fólk í sambúð ákveður að
slíta samvistum. Helmingaskipta-
regla gildir alltaf um hjón, nema
annað sé tekið fram í hjúskapar-
sáttmála.
• Enginn erfðaréttur gildir á milli
sambýlisfólks en erfðaréttur
gildir á milli hjóna.
• Fólk sem hefur verið í sam-
búð hefur engan rétt til að sitja í
óskiptu búi ef annar aðilinn fellur
frá. Fólk í hjónabandi hefur full-
an rétt til að sitja í óskiptu búi ef
annar aðilinn fellur frá.
• Skilji hjón að borði og sæng á
tekjuminni aðilinn kröfu á hendur
þeim tekjuhærri um að fá maka-
lífeyri. Slíti sambýlisfólk samvist-
um á hvorugur aðili kröfu á hend-
ur hinum um að fá makalífeyri.
• Eigi fólk börn utan hjónabands
geta þau krafist þess að búi verði
skipt ef viðkomandi fellur frá,
nema sá hinn sami hafi gert
erfðaskrá sem kveður á um
annað.
• Tryggingastofnun ríkisins leggur
sambúð og giftingu að jöfnu í al-
mannatryggingum eftir tveggja
ára skráða sambúð.
Hjónaband eða sambúð?
Hjónaband er rómantískt og heilagt en líka góð trygging. Staða giftra hjóna og para í óvígðri sambúð getur verið mismunandi þegar
kemur að stjórnsýslu og löggjöf. Sumum kann að koma á óvart hve munurinn er mikill.
Sambúðarfólk nýtur ekki
sömu réttinda og hjón.
ht.is
SELFOSS • REYKJANESBÆR • AKRANES • AKUREYRI • HÚSAVÍK • EGILSSTAÐIR • REYKJAVÍK
Nikon School
námskeið fylgir!
24,2 Megapixla
C-MOS myndflaga
Nikon D3200KIT1855VR
Stafræn SLR myndavél með 24,2 milljón punkta
upp lausn, 24,2 mm CMOS flögu á DX-sniði,
EXPEED 3, ISO 100-6400 (fer í 12800), 3” LCD
skjá, Active D-Lighting, D-Movie FHD hreyfimynd,
umhverfis- og brellustillingum, hraðri raðmyndatöku,
tvöföldu rykhreinsikerfi, HDMI C út ofl.
VR LINSA MEÐ HRISTIVÖRN
STAFRÆN SLR MYNDAVÉL
TILBOÐ
FULLT VERÐ 109.995
99.995
NIKON FERMINGARTILBOÐ
Þráðlaust farsímatengi
að verðmæti 11.990 fylgir!
Nú með nýrri
og léttari
linsu!
BRÚÐKAUPSGJAFIR
Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955
www.tk.is
- mikið af frábærum tilboðum