Fréttablaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 16
29. mars 2014 LAUGARDAGURSKOÐUN
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
SPOTTIÐ
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Kerfisbreytingar eru gjarn-an andsvar við stöðnun. Oft er það þó svo að vin-sælla er að tala um þær
sem almenna hugmynd en að fram-
kvæma þær í einstökum atriðum.
Framförum fylgja jafnan vaxtar-
verkir. Allir kjósa að njóta ávaxta
af kerfisbreytingum en fáir vilja
bera ábyrgð á óhjákvæmilegum
fylgjum þeirra.
Á síðasta ári varð hér meiri
hagvöxtur en menn höfðu vænst.
Það er smá rós í hnappagat fyrri
stjórnar. Nýja ríkisstjórnin er til
muna áhugasamari um hagvöxt.
Því má reikna með að hann haldi
áfram. Vandinn er hins vegar sá
að framleiðni er ekki að vaxa að
sama skapi. Bilið
milli lífskjara
hér og í grann-
löndunum gæti
því haldið áfram
að breikka þrátt
fyrir vöxt.
Ein ástæðan
fyrir þessu er sú
að ríkisstjórn-
in er andvíg þeim kerfisbreyting-
um í peningamálum sem líkleg-
astar eru til að stuðla að aukinni
framleiðni. Vöxturinn verður því
einkum í greinum með lága fram-
leiðni eins og ferðaþjónustu og
svo nýjum orkufrekum iðnaði sem
þarfnast ívilnana og sérkjara á
kostnað skattborgaranna.
Framleiðniaukning er ekki
aðeins mikilvæg í atvinnulífinu.
Hún er líka brýn í ríkiskerfinu.
Þar hefur víða náðst umtalsverð-
ur árangur. Aftur á móti er það
íhugunarefni við þessar aðstæð-
ur hversu lítil athygli beinist að
kerfisbreytingum og framleiðni-
aukningu í búskap atvinnuveg-
anna.
Þegar þannig stendur á er enn
mikilvægara að knýja á um kerf-
isbreytingar á þjónustusviðum
ríkisins eigi að komast hjá stöðn-
un. Kjarabætur opinberra starfs-
manna verða þá í mun ríkari mæli
en ella að byggjast á skipulags-
breytingum og framleiðniaukn-
ingu í ríkiskerfinu sjálfu.
Rokkar hagræðingarhópsins þagnaðir
Það eru nokkur býsn að menntamálaráðherra hefur verið einn á báti í rökræð-
unni fyrir kerfisbreytingum.
Hann sendi þau skilaboð strax,
(í gömlu merkingu þess orðs), að
þær yrðu eitt af stóru verkefnum
kjörtímabilsins. Það sem skipti
þó meira máli var að hann reynd-
ist vera tilbúinn að ræða jöfnum
höndum óþægindin og ávinning-
inn.
Með öðru móti verður kerfis-
breytingaboðskapurinn ekki trú-
verðugur. Sú umræða sem stað-
ið hefur síðan um það eðlilega
sjónar mið að íslenskir grunn- og
framhaldsskólar skili nemendum
út í lífið eða til háskólanáms á jafn
mörgum árum og í grannlöndun-
um hefur því smám saman fengið
hljómgrunn.
Kröfur kennara um kjarabætur
umfram það sem samdist um á
almennum markaði mættu vel-
vilja í almenningsálitinu. Það er
ekki nýtt. Hitt kom meira á óvart
að andsvar menntamálaráðherra
um kerfisbreytingu til að mæta
þeim kostnaði féll einnig í frjóan
akur almenningsálitsins. Samúðin
með kröfugerðinni náði einfaldlega
ekki til andspyrnu við breytingar.
Ugglaust hefði menntamálaráð-
herra mátt koma fyrr með tækni-
legar útfærslur í einstökum atrið-
um. Það væri einfaldlega slæmt ef
hann félli á tíma. En það breytir
ekki hinu að hann hefur með póli-
tískri rökræðu fengið víðtækan
stuðning við sjónarmið sín úti í
samfélaginu.
Almenningur skilur að sérhver
launahækkun er pólitísk efnahags-
aðgerð. Í þessu tilviki voru þrjár
leiðir færar: Ein var framleiðni-
aukning í skólakerfinu. Önnur var
hækkun skatta. Og sú þriðja að
skera niður hjá öðrum þjónustu-
sviðum ríkisins. Ráðherrann benti
á sanngjörnustu og hagkvæmustu
leiðina til lausnar þótt enn sé ekki
ljóst hvort hann hefur erindi sem
erfiði.
Menntamálaráðherra einn á báti
Hitt voru ill tíðindi, sem menntamálaráðherra kynnti í vikunni, að áform-
uð sameining Landbúnaðar-
háskólans og Háskóla Íslands
væri komin í saltpækil. Mót-
spyrna Bændasamtakanna virð-
ist hafa ráðið mestu um það. Þar
er sannarlega ekki við menn úti í
bæ að eiga sem skella má skolla-
eyrum við.
Tillögur ráðherrans voru vel
rökstuddar og í þágu almanna-
hagsmuna. Þeir urðu að víkja
fyrir öðrum hagsmunum. Annað-
hvort verða skattgreiðendur að
borga þann brúsa eða háskóla-
kennarar með lægri launum. Eðli-
legt hefði verið að stilla Bænda-
samtökunum upp andspænis þeim
kosti að kostnaðurinn yrði dreginn
frá framlögum til landbúnaðarins.
Það hefur ekki þótt við hæfi.
Á fyrstu mánuðum ríkisstjórn-
arinnar stóð hún í skugga svo-
nefnds hagræðingarhóps sem
talaði hærra og meira en hún.
Formanni hans var síðan lyft til
þeirra metorða að verða sérstakur
aðstoðarmaður forsætisráðherra
til að vinna að framgangi umbóta
í ríkisrekstrinum.
Ætla hefði mátt að þessi hópur
hefði tekið hitann og þungann af
menntamálaráðherra og verið sverð
hans og skjöldur í umræðum um
skipulagsbreytingar í skólakerfinu.
Að réttu lagi hefði verið ærið tilefni
til að halda neyðarfund í hagræðing-
arhópnum í vikunni þegar tíðindin
bárust um Landbúnaðarháskólann.
En er til átti að taka höfðu rokkar
hópsins snarþagnað. Hávaðapóli-
tík sem endar þannig er heldur
haldlítil.
Samtök sem hlustað er á!
OPEL AMPERA rafbíll
Nýskr. 10/12, ekinn 7 þús. km.
Sjálfskiptur. Búnaður m.a.:
Bluetooth símkerfi, BOSE
hljómkerfi, lyklalaust aðgengi,
bakkmyndavél, DVD kerfi o.m.fl.
Var valinn bíll ársins 2012 í Evrópu.
Kletthálsi 11 Sími 525 8000
bilaland@bilaland.is
www.bilaland.is
Frábært verð
6.480 þús.
F
ramlagning frumvarpanna um skuldaleiðréttingu á
kostnað ríkissjóðs er dálítill sigur fyrir ríkisstjórnina,
sem var búin að koma sér í þrönga stöðu með tillögunni
um viðræðuslit við Evrópusambandið.
Skuldaleiðréttingin er raunar miklu umfangsminni en
gefin voru fyrirheit um fyrir kosningar, þegar framsóknarmenn
töluðu um 240-300 milljarða „svigrúm“ sem ætti að myndast
í samningum við kröfuhafa föllnu bankanna og mætti nota til
skuldaniðurfærslu. En þær hugmyndir voru hvort sem er aldrei
raunhæfar og margir bentu á það. Nú er gert ráð fyrir að 80
milljarðar fari í skuldaleiðréttinguna.
Ekki gekk heldur eftir að
skuldaleiðréttingin ætti sér stað
án kostnaðar eða áhættu fyrir
ríkissjóð. Vissulega hefur verið
ákveðið að fjármagna hana
með bankaskatti, en deilt er um
lögmæti hans og áhættan liggur
hjá skattgreiðendum öllum.
Sömuleiðis er hætt við að margir sem vonuðust eftir peningum
úr þessum potti verði fyrir vonbrigðum af því að þeir fá ekki neitt
og aðrir af því að þeir fá minna en þeir héldu. Og þá er alveg eftir
að tala um hvort þetta var yfirleitt skynsamlegasta ráðstöfunin á
því fé, sem ríkið telur sig geta náð út úr þrotabúum föllnu bank-
anna.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur lítið
gert með varnaðarorð þeirra sem hafa bent á að skuldaleiðrétt-
ingin sé líkleg til að valda þenslu og verðbólgu í samfélaginu.
Hann ætlaði til dæmis „ekki að láta Seðlabankann stoppa sig“
þegar sú stofnun var með eitthvert múður. Nú þegar útfærslan
liggur fyrir eru flestir greinendur samt sammála um að áhrifin
verði til þessarar áttar og þannig muni auknar ráðstöfunartekjur
heimila vegna skuldalækkunarinnar að einhverju leyti hverfa í
gin verðbólgunnar.
Forsætisráðherrann er þó greinilega hróðugur með að hafa
komið stóra málinu sínu í framkvæmd, þrátt fyrir varnaðarorðin.
Hann er strax farinn að tala um hvað gerist næst. Í þættinum Í
bítið á Bylgjunni í fyrradag sagði hann að það væri „eðlilegt fram-
hald að ráðast í afnám verðtryggingar á neytendalánum“.
Sumir muna kannski að í janúar skilaði nefnd forsætisráðherra
um afnám verðtryggingar á neytendalánum skýrslu, þar sem
meirihluti nefndarinnar, skipaður ýmsum sérfræðingum, komst
að þeirri niðurstöðu að afnám verðtryggingar á slíkum lánum
væri ógjörningur við núverandi aðstæður og raunar algjört
glapræði. Afnámið myndi draga úr hagvexti, þyngja greiðslubyrði
lántakenda, valda hruni húsnæðisverðs og setja stöðu lífeyris-
sjóðanna í uppnám. Forsætisráðherrann er augljóslega hundfúll
með þetta nefndarálit og hefur gert mikið úr því að einn nefndar-
maður, Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi, hafi skilað séráliti
þar sem hann er sammála forsætisráðherranum um að afnema
verðtryggingu í hvelli.
Í skýrslu nefndarinnar var raunar ekkert fjallað um þá grund-
vallarstaðreynd að verðtryggingin er verðið sem við greiðum
fyrir veikan og óstöðugan gjaldmiðil. Án hennar virkar peninga-
kerfið ekki. Við losnum aldrei við verðtrygginguna nema skipta
um gjaldmiðil – en ríkisstjórnin vill skella í lás dyrunum að eina
möguleika Íslands á nýrri mynt.
Full ástæða er til að hafa áhyggjur af að forsætisráðherrann,
hafandi komið stóru skuldaleiðréttingunni framhjá efasemda-
mönnum í samstarfsflokknum og í hópi greinenda og hagfræð-
inga, sé svo fullur sjálfstrausts að hann keyri næst afnám verð-
tryggingarinnar í gegn. Þá fyrst erum við í vondum málum.
Er afnám verðtryggingar næst á dagskrá?
Órökrétt framhald
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is