Fréttablaðið - 29.03.2014, Blaðsíða 10
29. mars 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10
HÖNNUN FYRIR LÍFIÐ ÞÝSKÍSLENSKSAMVINNA
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
17
3
6
Less emissions. More driving pleasure.
TRÚMÁL Agnes M. Sigurðardóttir,
biskup Íslands, tók ásamt starfs-
fólki Biskupsstofu þátt í athöfn
þar sem tré þjóðkirkjunnar var
plantað í Lúthersgarðinum í þýsku
borginni Wittenberg í gær.
Agnes mokaði mold að trénu og
vökvaði það. Hópurinn var staddur
í Wittenberg til að fræðast um sið-
bótina og kynnast sögu lúthersku
kirkjunnar. Verkefnið hófst 2008
og eru trén í garðinum orðin 183
talsins. Markmiðið er að trén verði
orðin 500 1. nóvember 2017 á fimm
alda afmæli siðbótarinnar.
- fb
Biskup Íslands tók þátt í athöfn í Þýskalandi í gær:
Plantaði tré þjóðkirkjunnar
TRÉÐ VÖKVAÐ Biskup tók þátt í plöntun
trés þjóðkirkjunnar. MYND/ÞJÓÐKIRKJAN
VIÐSKIPTI 365 miðlar ehf. högnuð-
ust um 757 milljónir króna á síð-
asta ári samkvæmt ársreikningi.
Hagnaður fyrirtækisins eykst um
148 prósent á milli ára, en árið áður
nam hagnaðurinn 305 milljónum
króna.
Heildarvelta fyrirtækisins í
fyrra var 9.473 milljónir króna og
og EBITDA-hagnaður 1.454 millj-
ónir. Afskriftir og fjármagnsliðir
námu 541 milljón króna á árinu.
Ari Edwald, forstjóri 365 miðla,
segir að sala Póstmiðstöðvarinnar,
sem meðal annars dreifir Frétta-
blaðinu, á árinu og aðrir óreglu-
legir liðir hafi haft jákvæð áhrif
á niðurstöðu ársins, sem nemi um
þriðjungi rekstrarhagnaðar.
Skuldir fyrir-
tækisins lækk-
uðu um tæpar
600 milljónir
króna á árinu og
segir Ari ekki
mörg fyrirtæki
sem státað geti
af betra skulda-
hlutfalli. Lang-
tímaskuldir félagsins stóðu um
áramót í 2,7 milljörðum króna.
„Þarna bæta náttúrulega óreglu-
legir liðir afkomu síðasta árs, en
engu að síður er verið að horfa til
reglulegrar afkomu þegar talað er
um að skuldir verði innan við tvö-
faldur rekstrarhagnaður [EBITDA]
fyrirtækisins í lok þessa árs,“ segir
Ari. „Það er ljóst að félagið er að
komast í ágætt form ef horft er til
þessara kennitalna.“
Ari bendir á að síðasta ár sé
fjórða árið í röð þar sem félagið
skili hagnaði, sem sé ánægjulegt í
ljósi efnahagsumhverfisins.
Þá bendir hann á að í tengslum
við flutning allrar starfsemi 365
miðla í Skaftahlíð 24 í Reykjavík
hafi mikið verið fjárfest í inn-
viðum félagsins. Meðal annars
hafi sjónvarpsútsending verið
há skerpuvædd og keyptur nýr
útsendingarbíll til að auka inn-
lenda framleiðslu. Framleiðsla á
innlendu efni tvöfaldast á árinu.
„Svo hafa 365 miðlar keypt
smærri fyrirtæki sem falla vel að
áherslum og þróun félagsins, svo
sem Midi.is, Tónlist.is og Emax,
sem veitir þráðlausa fjarskipta-
þjónustu,“ segir Ari.
Í tilkynningu um afkomu 365
miðla kemur jafnframt fram að
fyrirtækið hafi á síðasta ári byggt
upp nýtt Fjarskipta- og tæknisvið,
sem stýri áherslum félagsins í fjar-
skiptaþjónustu. „Félagið tryggði sér
4G fjarskiptaleyfi til 10 til 25 ára í
upphafi árs 2013 og hóf sölu á breið-
bandsþjónustu og heimasíma síðasta
haust,“ segir þar. olikr@frettabladid.is
ARI EDWALD
MERKI 365 MIÐLA Öll starfsemi 365 er nú í Skaftahlíð í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Hagnaður 365 eykst
um 148% á milli ára
365 miðlar högnuðust um 757 milljónir króna á síðasta rekstrarári. Eigið fé fyrir-
tækisins var rúmir 3,3 milljarðar í lok árs 2013. Póstmiðstöðin, sem dreifir Frétta-
blaðinu, var seld á árinu. Öll starfsemi 365 miðla er nú í Skaftahlíð 24 í Reykjavík.