Fréttablaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 24
24. maí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24 Þetta er nokkuð stórt verkefni sem hefur verið í bígerð í tvö og hálft ár,“ segir tón-skáldið Anna Þor-valdsdóttir sem heimsfrumflytur verk sitt In the Light of Air í Hörpu annað kvöld. Það er hinn virti banda- ríski nútímatónlistarhópur International Contemporary Ensemble, ICE, frá New York sem flytur verkið ásamt Önnu en hópurinn sérpantaði verkið. Verkið er umfangsmikið, fjöru- tíu mínútna langt og í fjórum þáttum sem bera nöfnin Lum- inance, Seren ity, Exist ence og Remembr ance. „Þau vildu langt verk sem rúmaði heila tónleika. Ég vildi semja það fyrir fáa hljóðfæra- leikara þar sem planið er að flakka um heiminn með verkið. Það er ótrúlega gaman að geta frumflutt það hér á Listahátíð en svo förum við til Washing- ton og New York,“ segir Anna sem stýrir rafhljóðum og er með innsetningar úr Klakaböndum Svönu Jósepsdóttur á tónleik- unum. „Þetta er miklu meira en bara tónleikar en með okkur eru tæknimenn og ljósahönn- uður sem lætur ljósin stýrast af andardrætti hljóðfæraleikarana sem gefur áhorfendum sjónræna upplifun.“ Verk Önnu eru flutt reglulega í Evrópu og í Bandaríkjunum og hafa hlotið margvíslegar við- urkenningar og verðlaun. Hún hlaut Norrænu tónlistarverð- launin árið 2012 fyrir hljóm- sveitarverkið Dreymi. Anna hlakkar mjög til að flytja verkið á Íslandi en gefur sér lítinn tíma sjálf til að flakka á milli viðburða á Listahátíð. „Ég ætla að reyna að sjá eins mikið og ég get en er að æfa alla helgina og svo förum við út fljótlega eftir helgi til að flytja verkið í Washington.“ Stýra ljósunum með andardrættinum Anna Þorvaldsdóttir heimsfrumfl ytur tónverkið In the Light of Air á morgun ásamt nútímatónlistarhópnum International Contemporary Ensemble. Verkið er í fj órum þáttum og sjónræn upp lifun fyrir áhorfandann. FLOTT TEYMI Anna Þorvaldsdóttir frumflytur verk sitt með ICE í Hörpu á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ICE sérhæfir sig í flutningi nú- tímatónlistar, allt frá einleiksverk- um að stórum samspilsverkum. Hlutverk hópsins er í senn að vera leiðandi afl í flutningi nútímatón- listar, að leita skapandi leiða til að breikka og stækka áhorfendahóp nútímatónlistar, sem og að sinna kynningar- og kennslustarfi á sviði nýrrar tónlistar. Nuiko Wadden harpa Cory Smythe píanó Nathan Davis slagverk Kyle Armbrust víóla Michael Nicolas selló Nick Houfek, meðhönnuður og umsjón með ljósinnsetningu Levy Lorenzo, forritun ljós- innsetningar ➜ Sérhæfir sig í nútímatónlist Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is Hvað? In the Light of Air eftir Önnu Þorvalds í flutningi ICE. Hvar? Norðurljós, Harpa Hvenær? Sunnudag, kl. 20 „Útgangspunkturinn er að ég er að finna mig sem Íslending og í raun að velta því fyrir mér í hvaða sveit- arfélagi mig langar að setjast að,“ segir franski fjölmiðlamaðurinn Níels Thibaud Girerd sem hitar upp fyrir sveitarstjórnarkosningarnar með því að taka yfir þáttinn Ísland í dag á Stöð 2 alla kosningavikuna. Níels, eða Nilli eins og hann er betur þekktur, hefur lítið látið á sér kræla í sjónvarpinu undan- farið en segist nú snúa aftur með stæl og á alvarlegri nótum en áður. „Þó að þetta sé kosningaupphitun verða innslögin með léttu yfir- bragði en ég flakka á milli fimm stærstu sveitarfélaga landsins og tek púlsinn á íbúum.“ Fyrsti þáttur fer í loftið á mánu- daginn og þá sækir Níels Reykja- nesbæ heim. „Ég hitti bæjarstjór- ann Árna Sigfússon, Leoncie og Einar Orra fótboltakappa sem öll reyna að fá mig til að setjast þar að. Í lokaþættinum sem verður kvöldið fyrir kosningadaginn sjálf- an verð ég síðan með Jóni Gnarr borgarstjóra í minni fyrstu beinu útsendingu.“ Níels hefur, að eigin sögn nýlok- ið söngnámi, við virtan söngskóla í París. Hann er spenntur fyrir að fara aftur á skjáinn en er nokkuð stressaður þar sem hann hefur engan áhuga á pólitík. „Ég vona að eftir gerð þessara þátta verði ég aðeins fróðari um þetta litla land og hvar besta loftslagið og „cusine- ið“ er að finna.“ Hefur engan áhuga á pólitík Níels Thibaud Girerd snýr aft ur á skjáinn. Í þetta sinn er umfj öllunarefnið sveitarstjórnarkosningar og þátturinn nefnist Ostrur og ævintýri. SKEMMTIÞÆTTIR Nilli hittir Jón Gnarr í lokaþættinum en fráfarandi borgar- stjóri er uppáhaldsstjórnmálamaður hans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ýr Þrastardóttir fatahönnuður Matarboð með vinum „Ég verð líklega að jafna mig í dag eftir að hafa verið að spila plötur á Lebowski með Önnu Rakel í gærkvöldi. Svo fer ég í matarboð í kvöld með sam- starfskonum mínum í Another Creation.“ Jón Helgi Hólmgeirsson vöruhönnuður Þrívíddar- prentaraskoðun „Í dag verð ég löðrandi sveittur í Spark galleríi í tengslum við Listahátíð. Þar mun ég ásamt mjög svo fríðu föruneyti skoða eiginleika þrívíddarprentara. Já, þú mátt koma.“ Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans Grasekkill í fi mmtugsafmæli „Ég er grasekkill um helgina þar sem konan mín og dóttir eru í sumarbústað með tengdamóður minni og mágkonu. Í kvöld ætla ég í fimmtugsafmæli hjá móðursystur minni í Keflavík og á sunnudag mun ég vinna þar til fjölskyldan skilar sér heim. Sunnudagarnir fara vanalega í það.“ Guðrún Erla Geirsdóttir myndlistarkona Menningin aðalmálið „Menningin verður aðalmál á dagskrá þessa helgi. Ég ætla að mæta á opnanir þriggja listsýninga í dag og Innra eyrað í Austurbæjarskóla á morgun. HELGIN 24. maí 2014 LAUGARDAGUR FUGLASKOÐUN Fuglavernd og Norræna húsið bjóða í sameiningu upp á fuglaskoðun í friðlandinu í Vatsmýrinni á laugardögum kl. 16:00 í vor og sumar. Fyrsta fuglaskoðunin er laugardaginn 24.maí og tekur gangan um það bil klukkutíma. Róleg og þægileg ganga sem hentar öllum aldri - klæða sig eftir veðri og taka sjónaukann með. DAGSETNINGAR: Laugardagur 24. maí kl. 16:00 Laugardagur 31. maí kl. 16:00 Laugardagur 7. júní kl. 16:00 Laugardagur 14. júní kl. 16:00 Laugardagur 21. júní kl. 16:00 Laugardagur 28. júní kl. 16:00 Norræna húsið, Sturlugötu 5, 101 Reykjavík, S: 551 7030 Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.