Fréttablaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 24
24. maí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24
Þetta er nokkuð stórt verkefni sem hefur verið í bígerð í tvö og hálft ár,“ segir tón-skáldið Anna Þor-valdsdóttir sem
heimsfrumflytur verk sitt In
the Light of Air í Hörpu annað
kvöld. Það er hinn virti banda-
ríski nútímatónlistarhópur
International Contemporary
Ensemble, ICE, frá New York
sem flytur verkið ásamt Önnu
en hópurinn sérpantaði verkið.
Verkið er umfangsmikið, fjöru-
tíu mínútna langt og í fjórum
þáttum sem bera nöfnin Lum-
inance, Seren ity, Exist ence og
Remembr ance.
„Þau vildu langt verk sem
rúmaði heila tónleika. Ég vildi
semja það fyrir fáa hljóðfæra-
leikara þar sem planið er að
flakka um heiminn með verkið.
Það er ótrúlega gaman að geta
frumflutt það hér á Listahátíð
en svo förum við til Washing-
ton og New York,“ segir Anna
sem stýrir rafhljóðum og er með
innsetningar úr Klakaböndum
Svönu Jósepsdóttur á tónleik-
unum. „Þetta er miklu meira
en bara tónleikar en með okkur
eru tæknimenn og ljósahönn-
uður sem lætur ljósin stýrast af
andardrætti hljóðfæraleikarana
sem gefur áhorfendum sjónræna
upplifun.“
Verk Önnu eru flutt reglulega
í Evrópu og í Bandaríkjunum
og hafa hlotið margvíslegar við-
urkenningar og verðlaun. Hún
hlaut Norrænu tónlistarverð-
launin árið 2012 fyrir hljóm-
sveitarverkið Dreymi.
Anna hlakkar mjög til að flytja
verkið á Íslandi en gefur sér
lítinn tíma sjálf til að flakka
á milli viðburða á Listahátíð.
„Ég ætla að reyna að sjá eins
mikið og ég get en er að æfa
alla helgina og svo förum við út
fljótlega eftir helgi til að flytja
verkið í Washington.“
Stýra ljósunum
með andardrættinum
Anna Þorvaldsdóttir heimsfrumfl ytur tónverkið In the Light of Air á
morgun ásamt nútímatónlistarhópnum International Contemporary
Ensemble. Verkið er í fj órum þáttum og sjónræn upp lifun fyrir áhorfandann.
FLOTT TEYMI
Anna Þorvaldsdóttir
frumflytur verk sitt
með ICE í Hörpu á
morgun.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ICE sérhæfir sig í flutningi nú-
tímatónlistar, allt frá einleiksverk-
um að stórum samspilsverkum.
Hlutverk hópsins er í senn að vera
leiðandi afl í flutningi nútímatón-
listar, að leita skapandi leiða til að
breikka og stækka áhorfendahóp
nútímatónlistar, sem og að sinna
kynningar- og kennslustarfi á sviði
nýrrar tónlistar.
Nuiko Wadden harpa
Cory Smythe píanó
Nathan Davis slagverk
Kyle Armbrust víóla
Michael Nicolas selló
Nick Houfek, meðhönnuður og
umsjón með ljósinnsetningu
Levy Lorenzo, forritun ljós-
innsetningar
➜ Sérhæfir sig í
nútímatónlist
Álfrún
Pálsdóttir
alfrun@frettabladid.is
Hvað? In the Light of Air eftir
Önnu Þorvalds í flutningi ICE.
Hvar? Norðurljós, Harpa
Hvenær? Sunnudag, kl. 20
„Útgangspunkturinn er að ég er að
finna mig sem Íslending og í raun
að velta því fyrir mér í hvaða sveit-
arfélagi mig langar að setjast að,“
segir franski fjölmiðlamaðurinn
Níels Thibaud Girerd sem hitar upp
fyrir sveitarstjórnarkosningarnar
með því að taka yfir þáttinn Ísland
í dag á Stöð 2 alla kosningavikuna.
Níels, eða Nilli eins og hann er
betur þekktur, hefur lítið látið á
sér kræla í sjónvarpinu undan-
farið en segist nú snúa aftur með
stæl og á alvarlegri nótum en áður.
„Þó að þetta sé kosningaupphitun
verða innslögin með léttu yfir-
bragði en ég flakka á milli fimm
stærstu sveitarfélaga landsins og
tek púlsinn á íbúum.“
Fyrsti þáttur fer í loftið á mánu-
daginn og þá sækir Níels Reykja-
nesbæ heim. „Ég hitti bæjarstjór-
ann Árna Sigfússon, Leoncie og
Einar Orra fótboltakappa sem öll
reyna að fá mig til að setjast þar
að. Í lokaþættinum sem verður
kvöldið fyrir kosningadaginn sjálf-
an verð ég síðan með Jóni Gnarr
borgarstjóra í minni fyrstu beinu
útsendingu.“
Níels hefur, að eigin sögn nýlok-
ið söngnámi, við virtan söngskóla
í París. Hann er spenntur fyrir að
fara aftur á skjáinn en er nokkuð
stressaður þar sem hann hefur
engan áhuga á pólitík. „Ég vona að
eftir gerð þessara þátta verði ég
aðeins fróðari um þetta litla land
og hvar besta loftslagið og „cusine-
ið“ er að finna.“
Hefur engan áhuga á pólitík
Níels Thibaud Girerd snýr aft ur á skjáinn. Í þetta sinn er umfj öllunarefnið
sveitarstjórnarkosningar og þátturinn nefnist Ostrur og ævintýri.
SKEMMTIÞÆTTIR Nilli hittir Jón Gnarr
í lokaþættinum en fráfarandi borgar-
stjóri er uppáhaldsstjórnmálamaður
hans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Ýr Þrastardóttir
fatahönnuður
Matarboð með vinum
„Ég verð líklega að jafna mig í
dag eftir að hafa verið að spila
plötur á Lebowski með Önnu
Rakel í gærkvöldi. Svo fer ég
í matarboð í kvöld með sam-
starfskonum mínum í Another
Creation.“
Jón Helgi Hólmgeirsson
vöruhönnuður
Þrívíddar-
prentaraskoðun
„Í dag verð ég löðrandi sveittur
í Spark galleríi í tengslum við
Listahátíð. Þar mun ég ásamt
mjög svo fríðu föruneyti skoða
eiginleika þrívíddarprentara.
Já, þú mátt koma.“
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans
Grasekkill í fi mmtugsafmæli
„Ég er grasekkill um helgina þar sem konan mín og dóttir eru í
sumarbústað með tengdamóður minni og mágkonu. Í kvöld
ætla ég í fimmtugsafmæli hjá móðursystur minni í Keflavík og
á sunnudag mun ég vinna þar til fjölskyldan skilar sér heim.
Sunnudagarnir fara vanalega í það.“
Guðrún Erla Geirsdóttir
myndlistarkona
Menningin aðalmálið
„Menningin verður aðalmál á
dagskrá þessa helgi. Ég ætla
að mæta á opnanir þriggja
listsýninga í dag og Innra
eyrað í Austurbæjarskóla á
morgun.
HELGIN
24. maí 2014 LAUGARDAGUR
FUGLASKOÐUN
Fuglavernd og Norræna húsið bjóða
í sameiningu upp á fuglaskoðun í friðlandinu
í Vatsmýrinni á laugardögum
kl. 16:00 í vor og sumar.
Fyrsta fuglaskoðunin er laugardaginn 24.maí
og tekur gangan um það bil klukkutíma.
Róleg og þægileg ganga sem hentar
öllum aldri - klæða sig eftir veðri
og taka sjónaukann með.
DAGSETNINGAR:
Laugardagur 24. maí kl. 16:00
Laugardagur 31. maí kl. 16:00
Laugardagur 7. júní kl. 16:00
Laugardagur 14. júní kl. 16:00
Laugardagur 21. júní kl. 16:00
Laugardagur 28. júní kl. 16:00
Norræna húsið, Sturlugötu 5, 101 Reykjavík, S: 551 7030
Ábendingahnappinn má finna á
www.barnaheill.is