Fréttablaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 38
24. maí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 38 Klúbburinn Geysir er í gamla Ópalhúsinu við Skipholt. „Hér varð sá blái til,“ segir Þór-unn Ósk Sölvadótt-ir framkvæmdastjóri glaðlega og maður fær ósjálfrátt vatn í munninn. Húsið er á þrem- ur hæðum og í því eru margar vistar verur sem Þórunn Ósk sýnir okkur Fréttablaðsfólki, eina af annarri. En við byrjum á að skrá okkur inn í húsið, það gera allir, hverra erinda sem þeir koma. Ólöf Þóra Steinólfsdóttir er í mót- tökunni. Hún kveðst í gríni vera „úr hreppnum“ en þegar nánar er grennslast kemur í ljós að hún er frá Fagradal í Dalasýslu. Um þrjátíu manns koma í klúbb- inn Geysi á dag að meðaltali, í vinnu og á námskeið, að sögn Þór- unnar Óskar. „Við erum öll jafn- ingjar hér og samstarfsfélag- ar,“ segir hún. „Eini munurinn á félögum og öðru starfsfólki er sá að starfsfólkið þarf að skila 40 klukkustunda vinnuviku en félag- arnir mæta og fara þegar þeir vilja. Það eru engar kvaðir á þeim. Svo höfum við gleðina ætíð að leið- arljósi og á fimmtudögum gerum við alltaf eitthvað skemmtilegt eftir vinnu, annaðhvort hér eða við förum í sund, keilu eða á kaffihús.“ Fólk úr öllum stéttum Allir virðast hafa nóg að gera þessa stundina. Á efstu hæð er skrifstofa og þar er fólk að útbúa fréttabréf, undirbúa málþing og uppfæra heimasíðuna www.kgeys- ir.is Þarna eru okkur réttir bækl- ingar um starfsemina sem allir eru unnir á staðnum. Þeir bera undirtitilinn „Virkni skapar vel- líðan“. Einmitt það sem Þórunn Ósk segir markmið klúbbsins snú- ast um. Að gefa fólki sem hefur átt við andlega erfiðleika að stríða möguleika á að hafa eitthvað fyrir stafni og nýta sínar sterku hliðar. „Við erum með meistara í mörgum fögum hér og nýtum okkur það,“ segir Þórunn Ósk og sýnir okkur tölvustofu. „Viðhaldsdeildarkarlarnir sem kunna á allt í sambandi við tölvur eru bara ekki mættir þennan dag- inn en það sem aðrir ráða ekki við í tölvunni, það gera þeir,“ segir hún. Við skoðum annað verkstæði með smíðatólum og verkfærum eins og í besta bílskúr. Meðal þess sem þar er í viðgerð þennan dag- inn er ryksuga og reiðhjólagjörð. „Hingað kemur fólk úr öllum stétt- um og sinnir þeim störfum sem það er sterkt í. Við reynum að kaupa sem minnsta vinnu,“ segir Þórunn Ósk. „Þrifin eru til dæmis okkar verkefni. Við skiptumst bara á.“ Sturtur og þvottavélar standa félögum til boða. „Þeir sem ekki hafa aðstöðu til að þvo af sér heima geta komið hingað og þveg- ið. Vélarnar eru í stanslausri notk- un sem er bara gott,“ segir Þór- unn Ósk. Hún segir hugmynd hafa komið upp um að kaupa þurrkara en horfið hafi verið frá því þegar einn félagi sem oft hafði séð um þvottinn hafi spurt hvað yrði þá um hans vinnu. „Því fjölbreytt- ari verkefni sem fólk tekst á við hér, því betra. Með því styrkir það sjálfstraust og færni og eflir hæfni sína í samstarfi og sam- skiptum. Hún nafna mín hefur nú reynslu af því,“ segir hún og bendir á Þórunni Helgu sem er með okkur í skoðunarferðinni um húsið. „Já, það hefur alveg bjarg- að mér að koma hingað,“ áréttar Þórunn Helga. „Að passa að næra ekki kvíðann með sænginni, það er stórt atriði.“ Hún kveðst skráð sem starfsmaður Krónunnar en vera frá vinnu þessa dagana. Þórunn Ósk lýsir í framhaldinu fyrirkomu- lagi sem hún kallar RTR – ráðn- ing til reynslu. „Klúbburinn á störf hjá fyrirtækjum og stofnunum úti í bæ, við þjálfum fólk og ef það veikist sjáum við um afleysingu á meðan, þannig að vinnuveitand- inn á ekki að skaðast vegan hugs- anlegra fjarvista. Þetta hjálpar Meistarar á mörgum sviðum Klúbburinn Geysir býður þá velkomna sem hafa glímt við geðsjúkdóma og afleiðingar þeirra, aðstoðar þá við að efla sjálf- stæði sitt og sjálfstraust og í framhaldinu að fóta sig á vinnumarkaði. Geysir fékk Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins 2014. HÚSIÐ Klúbburinn Geysir er í góðu hús- næði við Skipholt sem Kiwanis safnaði fyrir á sínum tíma. BAKARINN Þórður Ísaksson er að hræra í hvítlauksbrauð til að hafa í hádeginu. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is SAMFÉLAGSVERÐLAUN FRÉTTABLAÐSINS 2014 Í BORÐSALNUM „Hér er verið að skipuleggja heilsuvikuna sem verður í júní,“ upplýsir Þórunn Ósk. Á bak við hópinn er ávísuninni frá Fréttablaðinu stillt upp. Þórunn Ósk lofar að milljóninni verði vel varið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA félögum að fóta sig á vinnumark- aðinum og byggja upp ferilskrá á ný eftir veikindi.“ Geysisdagur og heilsuvika Eldhúsið er stórt og gott með heim- ilislegum borðsal. Þar stendur yfir heilsufundur. 14. júní verður nefni- lega svonefndur Geysisdagur og vikuna á undan verður klúbburinn með heilsuviku. Ilmur af hvítlauk berst frá brauðdeigi sem Þórður Ísaksson er að hnoða. „Hér er enginn ráðinn til að elda. Fólk gerir það af eigin hvötum, bæði félagar og starfs- menn,“ segir Þórunn Ósk. „Mér finnst svo gott að vera hér því ég þarf ekkert að kunna allt, það eru svo margir snillingar í kringum mig. Þórður hafði til dæmis aldrei komið nálægt eldhússtörfum áður en hann kom hingað en nú býður hann reglulega upp á nýbökuð brauð og kökur. Það er alger lúxus. Verst að hann stingur stundum af til Kanarí!“ Á SKRIFSTOFUNNI Björn Ægir Björnsson, Filip Simonfy, Janina Fietz, Guðmundur Norðdahl, Benedikt Gestsson, Aðalheiður Davíðsdóttir, Þórunn Helga Garðarsdóttir, Þórunn Ósk Sölvadóttir og Guðmundur Kristjánsson. Í MÓTTÖKUNNI Ólöf Þóra Steinólfs- dóttir passar að allir sem koma í húsið skrái sig. Klúbburinn á störf hjá fyrir- tækjum og stofn- unum úti í bæ, við þjálfum fólk og ef það veikist sjáum við um afleysingu á meðan, þannig að vinnuveitandinn á ekki að skaðast vegan hugsanlegra fjarvista. Klúbburinn Geysir byggir á alþjóðlegri hug- myndafræði klúbbhúsahreyfinga og fer eftir viðmiðunarreglum þeirra. Þar kemur fram að grundvallarmarkmið hreyfingarinnar er að hjálpa fólki sem á við geðræn veikindi að stríða til að þurfa ekki að dvelja á stofnunum á meðan það er að ná markmiðum sínum sem varða félagslíf, fjárhag og atvinnu. Viðmiðunarreglurnar þjóna einnig hlutverki stjórnarskrár félaga og eru siðareglur starfs- fólks og stjórnarmanna. Í þeim er þess krafist að klúbbhúsið sé staður virðingar og tækifæra. ➜ Vinnur samkvæmt alþjóðlegum reglum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.