Fréttablaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 107
LAUGARDAGUR 24. maí 2014 | LÍFIÐ | 71
Íslenska kvikmyndin Hross í oss vakti gríðar-
lega athygli á nýyfirstaðinni kvikmyndahátíð
í Cannes, en dreifingarfyrirtækið Music Box
hefur keypt réttindin á sýningum á myndinni í
Norður-Ameríku.
„Music Box er frábært fyrirtæki sem hefur ein-
ungis myndir í hæsta gæðaflokki á sínum snær-
um,“ segir Friðrik Þór Friðriksson, framleiðandi
myndarinnar, en Music Box á til að mynda rétt-
inn á Millennium-þríleik Stiegs Larsson, sem eru
einhverjar tekjuhæstu erlendu myndir áratug-
arins í Bandaríkjunum. Það er því ljóst að þeir
Friðrik og Benedikt Erlingsson, leikstjóri mynd-
arinnar, eru í góðum höndum.
Sýningarréttur á myndinni hefur þegar verið
keyptur í Bretlandi, Frakklandi, í Sviss, á Spáni,
í Þýskalandi, Japan, Rússlandi og Eystrasalts-
löndunum, Mexíkó, Svíþjóð, Danmörku, Noregi,
Tékklandi, Slóvakíu og fyrrverandi löndum Júgó-
slavíu. Myndin er enn í sýningum í Bíói Paradís.
„Það er auðvitað mikill heiður að þetta meist-
arastykki sé að fá dreifingu víða um heim. Nú
hefur þessum svæðum verið lokað og næst á dag-
skrá er að frumsýna myndina í þessum löndum.
Það kemur svo í ljós hvað við fáum í okkar hlut,
sem fer eftir aðsókn, en eins og staðan er núna
þá lítur þetta rosalega vel út,“ segir Friðrik að
lokum. - ósk
Hross í oss í sýningar í Ameríku
Dreifi ngarfyrirtækið Music Box hefur keypt sýningarrétt á myndinni í Norður-Ameríku.
HROSS Í OSS Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI
Friðrik Þór segir Music Box eingöngu
hafa myndir í hæsta gæðaflokki á
sínum snærum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Music Box var stofnað árið 2007 en
hefur á stuttum tíma haslað sér völl
sem leiðandi fyrirtæki í dreifingu á
erlendum kvikmyndum, innlendri
sjálfstæðri framleiðslu og heimildar-
myndum í Bandaríkjunum.
Meðal þeirra mynda sem Music
Box hefur dreift í Bandaríkjunum eru
Millennium-þríleikur Stiegs Larsson,
The Deep Blue Sea, með Rachel Weisz,
og hin Óskarstilnefnda Monsieur Lazhar
eftir Philippe Falardeau.
➜ Music Box
Ofurfyrirsætan Gisele Bund-
chen er nýtt andlit ilmvatnsins
Chanel No. 5 samkvæmt tilkynn-
ingu frá fyrirtækinu sem var
send út í gær.
Leikstjórinn Baz Luhrmann
leikstýrir Gisele í nýrri auglýs-
ingaherferð en hún var valin
fyrir „sína náttúrulegu feg-
urð og nútímalegan kvenleika“,
segir í tilkynningunni.
Baz vann einnig að herferð-
inni sem skartaði leikkonunni
Nicole Kidman í aðalhlutverki.
Aðrar stjörnur sem hafa verið
andlit ilmsins eru til að mynda
Audrey Tautou, Marilyn Monroe
og Brad Pitt.
Herferðin með Gisele í aðal-
hlutverki verður frumsýnd í lok
þessa árs. - lkg
Nýtt andlit
Chanel No. 5
Nú eru liðin átján ár síðan tónlist-
armaðurinn Tupac Shakur lést,
aðeins 25 ára að aldri. Lögreglu-
maðurinn Chris Carroll, sem nú
er sestur í helgan stein, kom á
staðinn þar sem skotárásin átti
sér stað sem dró Tupac til dauða.
Hann segir að hinstu orð rapp-
arans hafi verið „Fuck you!“ eða
á góðri íslensku: Farðu til fjand-
ans! Chris var fyrstur á vettvang.
„Ég spurði hann hver hefði
skotið hann, hvað hefði gerst og
hver gerði þetta. Og hann hunsaði
mig eiginlega. Hann horfði á mig
og dró andann til að koma orð-
unum út úr sér og hann opnaði
munninn og ég hélt að hann ætl-
aði að vinna með mér. Og síðan
komu orðin: Fuck you.“ - lkg
Hinstu
orð Tupacs
ORÐLJÓTUR Tupac sparaði ekki stóru
orðin á dánarbeðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
NÁTTÚRULEG FEGURÐ Gisele er afar
vinsæl. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY