Fréttablaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 96
24. maí 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 60 „Við erum með verk eftir ung tón- skáld sem eru framtíðarfólkið okkar,“ byrjar Hilmar Örn Agn- arsson kórstjóri þegar hann er beðinn að lýsa í stórum dráttum tónleikum Kammerkórs Suður- lands í Hörpu. Hann nefnir fyrst Pál Guðmundsson á Húsafelli sem samdi lagið Ég heilsa þér Kjarval við ljóð eftir afa sinn og nafna. „Páll leikur á flautu sem hann bjó til úr sjö ára gömlum rabar- bara og er með hreinum tón eins og úr samblandi af panflautu og trompet,“ segir Hilmar Örn og heldur áfram. „Magga Stína á eitt nýju laganna. Hún hefur verið á æfingum með okkur að elta sánd- ið. Strákurinn minn, Georg Kári, sem er í framhaldsnámi í Banda- ríkjunum, er með lag sem heitir Nótt. Vala Gestsdóttir er með ynd- islegt verk við stórkostlegan texta eftir ömmu sína, móður Þórunn- ar og Lilju Valdimars. Jack White fékk Sjón til að semja texta við sitt verk sem fjallar um vatn í öllum myndum og miklar dansæfingar hafa staðið yfir hjá kórnum því hann er á hreyfingu meðan hann flytur það.“ Þá er komið að tónlist Sir Johns Tavener og Hilmar Örn nefnir strax Patriciu Rozario sópransöng- konu sem hann segir á heimsmæli- kvarða. „Patricia frumflutti flest verk Taveners. Ég bauð henni á tónleikana okkar í London í fyrra og það er eins og hún hafi alla tíð þekkt okkur. Hún syngur um hina eilífu sólarupprás og ég fékk bar- rokkhljómsveit til að spila með henni. Svo höldum við áfram með Tavener, meðal annars Shake- speare-sonnettur hans. Það er frumflutningur á Íslandi og stór viðburður. Sonnetturnar voru það síðasta sem Tavener samdi og í textanum stendur: Ekki syrgja mig þegar ég er farinn. Hann dó einmitt þremur dögum áður en við sungum í London.“ Hilmar Örn telur upp fleiri lista- menn sem koma fram með kórn- um: Adrian Peacock djúpbassa- söngvara, Björgu Þórhallsdóttur sópran, Elísabetu Einarsdóttur sópran og Hrólf Sæmundsson barí- tón. Einnig Tuiv Hirv sópran, sem syngur einsönginn í Shakespeare- sonnettunum. „Ég var að kom- ast að því að Tuiv og Patricia eru miklir vinir.“ segir hann. „Svona eru tengingar í allar áttir.“ Er kórstjórinn ekkert stressað- ur fyrir svona stórtónleika? „Ég er ótrúlega rólegur. Þetta er svo gott fólk sem er með mér og ég finn fyrir mikilli eftirvæntingu.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 16 í dag í Norðurljósasal Hörpu. Þeir eru á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík og verða endurteknir 28. maí í Skálholti. gun@frettabladid.is Miklar dansæfi ngar hafa staðið yfi r hjá kórnum Kammerkór Suðurlands heldur tónleika í Hörpu í dag. Þrjár Shakespeare-sonn ettur eft ir Sir John Tavener munu hljóma og er um frumfl utning á Íslandi að ræða. Einnig verða fl utt verk eft ir ung tónskáld, Páll á Húsafelli leikur óð til Kjarvals á rabarbarafl autu og Patricia Rozario syngur með barrokksveit. Í HÖRPU Hilmar Örn kórstjóri og Patricia Rozario sópransöngkona búa sig undir tónleikana full eftirvæntingar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL „Þetta er sumarsýning Ketil- hússins og það er mikill fengur að henni,“ segir Ármann Agn- arsson sýningarstjóri um yfir- litssýningu Gísla B. Björns- sonar, sem opnuð verður í Ketilhúsinu á Akureyri klukk- an 15 í dag. Hún nefnist Fimm áratugir í grafískri hönnun. Þar er horft yfir feril Gísla og sýnd gömul myndbrot af auglýs- ingastofu hans en hann er einn atkvæðamesti grafíker íslenskr- ar hönnunarsögu. Mörg af þekktustu vörumerkjum lands- ins eru hans smíð. Má þar nefna merki Sjónvarpsins, Norræna félagsins og Hjartaverndar. Á morgun, sunnudag, klukk- an 14 heldur Gísli fyrirlestur í Ketilhúsinu undir yfirskriftinni Góð merki og ekki. Aðgangur er ókeypis bæði að sýningunni og fyrirlestrinum. Sýningin kemur frá Hönnunar- safni Íslands. - gun Hönnun Gísla B í Ketilhúsinu HÖNNUÐURINN Mörg af þekktustu vörumerkjum landsins eru eftir Gísla. MYND/HÖNNUNARSAFN ÍSLANDS • Breyta reglum þannig að nýta megi allan styrkinn á einum stað, þar með talið í tónlistarnám • Nýta íþróttahúsin betur í tengslum við dægradvöl og styðja við aukna fjölbreytni hennar • Byggja nýtt íþróttahús við Vatnsendaskóla • Hafa frítt í sund fyrir eldri borgara og börn 10 ára og yngri Við munum tvöfalda íþrótta- og tómstundastyrkinn Áfram Kópavogur!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.