Fréttablaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 40
24. maí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 40 Aðfaranótt fyrsta dag nóv-embermánaðar árið 2004 var lögreglan kvödd að fjölbýlishúsi í Kópavogi. Ung kona var látin og eiginmaðurinn játaði á staðnum að hafa banað konunni. Um var að ræða fjölskyldufólk sem lifði hefðbundnu lífi og var ekki í óreglu. Morðið var ástríðuglæpur, framið í stundarbrjálæði. „Oft er um að ræða ástríðuglæp milli maka eða fyrrverandi maka þar sem annar aðilinn kemst að því að hann hafi með einhverjum hætti svikinn, t.d. haldið fram hjá. Yfir- leitt er um að ræða skyndilegar aðstæður sem koma gerandanum að óvörum. Fórnarlömbin hafa líka oft verið brotleg í sambandinu með ein- hverjum hætti.“ Þetta segir Anna Kristín Newton réttarsálfræðingur. Ástríðuglæpir skera sig úr Ástríðuglæpir skera í sig mörg- um tilfellum úr þegar bakgrunn- ur afbrotamannsins er skoðaður eins og var í tilfelli eiginmannsins í Hamraborg en hann hafði aldrei komið við sögu lögreglu og þótti fyrir myndarborgari. „Oft er um að ræða einstaklinga sem öllu jöfnu hafa ekki verið að brjóta af sér með neinum hætti. Það er ólíkt því sem við sjáum hjá hinni hefðbundnu afbrotamanneskju sem er oft í margs konar brotum. Hún er í neyslu, brýst inn í bíla og stelur í búðum. Einstaklingar sem fremja ástríðuglæpi eins og við köllum þá eru oft bara venjulegt fólk. Ellefu ára dómur Eiginmaðurinn í Hamraborg var í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur til níu ára fangelsisvistar en Hæsti- réttur þyngdi dóminn um tvö ár. Foreldrum ungu konunnar fannst dómurinn yfir eiginmanninum í fyrstu vera léttvægur. „Okkur fannst það á sínum tíma vera lélegur dómur. Við hefðum viljað hafa hann mikið þyngri. Við missum stúlkuna og okkur fannst hann sleppa billega frá þessu. Hann hafði rétt á að sjá börnin hálfsmán- aðarlega. Þá þurftum við alltaf að fara upp á Litla-Hraun í alls kyns veðrum og stundum leist okkur ekkert á blikuna. Með tímanum vorum við farin að vona að þetta yrði styttra. Þá yrði þetta ekki eins erfitt fyrir þau. “ Ekkert einsdæmi Dómurinn sem eiginmaðurinn í Hamraborg fékk er alls ekkert einsdæmi þegar kemur að íslensk- um ástríðuglæpum. Í sambærilegu máli árið 1961 banaði maður eigin- konu sinni eftir að hún hrópaði nafn annars manns í rúmi þeirra og var sá dæmdur í sex ára fangavist. Þetta mál var einmitt haft til hliðsjónar í vörn mannsins. Árið 1992 var ung kona einnig dæmd í sex ára fangelsi fyrir að stinga unnusta sinn í stund- arbrjálæði. Í öllum þessum málum þóttu sérstakar refsilækkunar- ástæður eiga við vegna aðstæðna. Fjallað verður ítarlega um málið og fleiri hliðum velt upp í lokaþætti Íslenskra ástríðuglæpa á sunnudag klukkan 20.50 á Stöð 2. Oft er um að ræða einstaklinga sem öllu jöfnu hafa ekki verið að brjóta af sér með neinum hætti. Anna Kristín Newton réttarsálfræðingur ANNA KRISTÍN NEWTON RÉTTARSÁLFRÆÐINGUR. Innritun í Suzukitónlistarskólann í Reykjavík Innritun fyrir skólaárið 2014-2015 er hafin. Suzukitónlistarskólinn í Reykjavík býður uppá suzukikennslu fyrir nemendur á aldrinum 4ja til 7 ára. Kennt er á fiðlu, víólu, píanó, selló og gítar. Skrifstofa skólans er opin milli kl. 9.00-13.00 mánudaga-föstudaga. Nánari upplýsingar í síma 551-5777 eða á postur@suzukitonlist.is HARMLEIKUR Í HAMRABORG Ung kona fannst látin í íbúði í fjölbýlishúsi í Kópavogi árið 2004 og eiginmaðurinn játaði á staðnum. Um var að ræða fjölskyldufólk sem lifði hefðbundu lífi. Ástríðuglæpur í stundarbrjálæði Á Íslandi ganga um 1.600 pör í hjónaband á ári hverju. Árið 2001 var ungt íslenskt par í þessum fjölmenna hópi. Allt lífið var fram undan og sambandið gekk eins og í sögu fyrst um sinn. Þau komu sér vel fyrir í lítilli íbúð og eignuðust tvö börn. Þremur og hálfu ári eftir gleðistundina upp við altarið hafði sigið á ógæfuhliðina í hjónabandinu sem endaði með ástríðuglæp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.