Fréttablaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 32
24. maí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32 ● QR-kóði Rétt’upp hönd sem notar QR- kóða? Datt það í hug. Það er búið að klístra þessum asnalega kóða á allt milli himins og jarðar og hinn almenni borgari getur skannað hann inn með appi á símanum sínum og fengið frekari upplýsingar um það sem hann er að kaupa– hvort sem það er morgunkorn eða getnaðarvörur. Hvað varð um að láta upplýsingar á umbúðunum bara nægja? ● CAPTCHA CAPTCHA stendur fyrir Completely Autom- ated Public Turin test to tell Comput- ers and Humans Apart– sem sagt sjálfvirkt próf til að skilja að tölvur og mannfólkið. Afbakaðir stafir sem fólk þarf að slá inn sem tryggir að um sé að ræða fólk en ekki tölvuheila. Þetta gæti alveg eins heitið: Það mest pirrandi við internetið. TÆKNI ÞAÐ VERSTA VIÐ 21. ÖLDINA Fréttablaðið fór á stúfana og kannaði hvað fer mest í taugarnar á fólki við nútímann, hvort sem það eru poppstjörnur eða tæknin. ALMENNT OG ÓÞOLANDI SKEMMTANAIÐNAÐUR ● Mataræði Paleo, LKL, Slow Food, Atkins- kúrinn, 5:2, Zone diet, danski kúrinn og hvað þetta allt nú heitir. Þetta er fúsk, krakkar. Ekki láta glepjast. Þið verðið spikfeit svo lengi sem þið étið of mikið. ● 10.000 kallinn Ókei, við bara látum gera grín að okkur og segjum ekki neitt! 10.000 kall. Í alvöru? Hver í ósköpunum hefur efni á því að vera með nokkra 10.000 kalla í veskinu? Og haldiði í alvörunni að þeir sem hafa í raun efni á að vera með nokkra grjótharða 10.000 króna seðla í veskinu vilji vera að flagga því? ● Afsláttarsíður Í fyrstu voru Hópkaup, Aha og þessar blessuðu síður af- skaplega sniðugar. Íslendingar tóku trylling og keyptu sér hamborgara í hundraðatali bara af því að þeir voru ódýrir. Hjarðhegðunin, maður. Nú rúlla nánast sömu tilboðin í hverri viku með tilheyrandi póstaflóði og annar hver maður á örugg- lega einhver heimaföndruð perluarmbönd eða hefur gist á Hótel Einhvers Staðar. ● Nýjar umbúðir Tími þess að ganga að ein- hverju vísu er liðinn. Klassískar matvörur eru settar í nýjan búning nánast mánaðarlega og eftir stendur neytandinn örvinglaður í matvöruversl- unum landsins. Til- gangur? Enginn. ● Buff Gott og vel að þetta sé notadrjúgt en geta fyrirtæki vinsam- legast hætt að fram- leiða þessa hörm- ung, troð- fulla af lógóum og prangað þeim upp á saklaus leik- skólabörn? ● Kardashian-fjölskyldan Þetta byrjaði allt með saklausum raunveruleikaþætti á sjónvarpsstöð- inni E! árið 2007. Nú til dags er varla hægt að kíkja á fréttasíður á netinu eða fletta erlendum slúðurblöðum án þess að sjá smettin á þessu fólki. Og fyrir hvað, spyrjum við? Jú, akkúrat ekki neitt. ● Þættir þar sem fólk keppir í söng Erum við í alvörunni ekki búin að finna alla hæfileikaríka söngvara sem til eru í heiminum? En með American Idol tekur steininn út. Á næsta ári fáum við að sjá fjórtándu seríu af þessari söngkeppni. Fjórtándu seríu! Að segja að þetta prógramm sé orðið þunnt er afar vægt til orða tekið. Tárarúnkið sem eru baksögur keppenda með ljúfri fiðlumúsík í bakgrunni virkar einfaldlega ekki lengur. Og söngvararnir eru ekk- ert sérstaklega áhugaverðir. Þetta kemur svo sem ekki á óvart þar sem Bandaríkjamenn kunna ekki listina að hætta á toppnum. ● Góð saga er of oft sögð Glysmennin í Hollywood eru afar gefin fyrir að endurgera gamlar, klassískar myndir, oft og tíðum erlendar, og gera þeim vond skil. Nýjasta dæmið er endurgerð á suður-kóresku kvikmyndinni Oldboy. Ótrúleg þessi ofurtrú að halda að hægt sé að endurgera myndir sem eru nánast full- komnar. Svo eru það blessaðar framhaldsmyndirnar. Það er merkilegt að myndir mega varla standa einar nú til dags. Um leið og mynd gengur vel má bóka að framhaldsmynd líti dagsins ljós. Og hún er yfirleitt mun lakari. ● Glee Frábært! Gerum þátt sem sýnir absúrd og afbakaðan veruleika ungmenna í bandarískum mið- skóla. En leyf- um þeim að syngja. Mikið. Helst þekkt lög sem fólk elskar. Getur ekki klikkað! Sagði enginn, aldrei. ● The Big Bang Theory Fyrsta serían var skemmtileg, önnur serían krúttleg og þriðja ágætis afþreying. En þetta eru komnar sjö seríur. Ein- hverjir myndu segja að það sé fullmikið af því góða. Fyndni Sheldons eru takmörk sett. ● Snooki Þessi skrautlega fígúra skaust upp á stjörnuhimininn árið 2009 í MTV-þáttunum Jersey Shore. Margir bjuggust við því að hún myndi hverfa af sjónarsviðinu eftir að þátt- unum lauk. En Snooki er athyglissjúk og hefur náð að halda sér í sviðsljósinu í allri sinni hlébarðamynstruðu dýrð. Við getum þakkað MTV fyrir það. ● Justin Bieber Þarf eitthvað að fjölyrða um tilgangsleysi þessa manns? ● Gangnam Style „Tónlistarmaðurinn“ Psy fór jafn fljótt úr lífi okkar eins og hann kom inn í það. Hann varð milljónamæringur á þessu eina lagi sínu með þessum hrylli- lega dansi og situr nú einhvers staðar í sínum fílabeinsturni og hlær að okkur hinum fyrir að hafa fallið fyrir þessu. ● Myndbönd af börnum að gera eitthvað fyndið Svona í alvöru talað, hver hefur áhuga á því að heyra lítil börn syngja bjagaða útgáfu af titillagi Frozen í fimm hundraðasta skiptið? Eða sjá hversu úrill börn eru þegar þau vakna? Telst þetta ekki til ofbeldis gegn veslings börnunum sem þurfa að líða fyrir húmorsleysi foreldranna þegar þau verða eldri? ● Kisumyndbönd Sjá klausu um barnamyndbönd. ● Myndbönd af fólki að meiða sig Sjá klausu um barnamyndbönd. ● Hver sem er getur orðið frægur Það er margt gott hægt að segja um YouTube en það er gjör- samlega afleitt að síðan gefi hverjum sem vill rödd. Hver sem er getur póstað einhverri bölvaðri vitleysu eða metnaðar- lausri ábreiðu á heimsfræg- um lögum og orðið frægur í fimm ● Hópar um allt „Fyrir fólk sem elskar One Tree Hill“, „Notaður skíðamarkaður– Skíðabún- aður óskast! Skíðabúnaður til sölu!“, „Erlend lög með íslenskum texta“, „Hvað ert þú ánægð/ur með í dag“, „Fimmaurabrandarafjelagið“, „Handóðir Heklarar“. Þetta eru bara nokkur dæmi um hópa á Facebook. Það virðist ekki skipta máli hversu lítilfjörlegt umræðu- efnið er, það er hlaðið í hóp við hið minnsta og við hin þurfum að þola boð í hina og þessa hópa án þess að hafa gert nokkuð af okkur. ● Hashtag Hashtag, eða kassmerki, er gott að vissu leyti. Til dæmis er afskaplega skemmtilegt að fylgjast með viðburðum í gegnum Twitter þar sem tístarar merkja færslurnar viðeigandi kass- merki. En sumir bara fatta ekki kassmerki. Og misþyrma þeim. #HérÁEkkiAðSkrifaHeilarSetningar #HérÁAðReynaAðVeraAllavega- PínulítiðFyndinn. ● Humble brag Gæti þýðst sem auðmjúkt gort. Eða bara óþolandi. Fólk humble brag-aði yfir sig í no make up selfie-æðinu þar sem fólk, einkum konur, birti myndir af sér ómálað en uppstillt. Síðan var beðið í of- væni eftir fyrsta kommentinu um hve fallegt það væri að innan sem utan. Mjög gott dæmi um humble brag. Allir ræktarstatusar geta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.