Fréttablaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 34
24. maí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 34 Kópavogur er næststærsta sveitar- félag landsins. Í byrjun árs voru íbúar Kópavogs 32.308 talsins og hefur íbúum fjölgað jafnt og þétt síð- ustu áratugi, þó mest á fyrsta áratug aldarinnar. Kópavogur hefur síðustu kjör- tímabil einkum verið stýrt af Sjálf- stæðisflokki og Framsóknarflokki sem myndað hafa meirihluta, ef frá er talinn hluti kjörtímabilsins sem nú er að ljúka. Nú mynda Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Y-listi meiri- hluta í bænum. Y-listi býður ekki fram í kosningunum í vor og þrjú ný framboð bjóða fram, Píratar, Dögun og Björt framtíð. Meirihlutinn fallinn Meirihlutinn er fallinn í Kópavogi ef marka má könnun Fréttablaðs- ins. Sjálfstæðisflokkurinn fær 31,3 prósent atkvæða og er stærsti flokk- urinn í bæjarstjórn. Það fylgi myndi koma fjórum mönnum inn í bæjar- stjórn. Sjálfstæðisflokkurinn er því á pari miðað við kosningar árið 2010. Samfylkingin er næststærsti flokkurinn með 20,9% atkvæða og tvo menn kjörna. Afar stutt er í þriðja mann Samfylkingarinn- ar samkvæmt könnuninni. Þriðji maður Samfylkingar er næsti mað- urinn í bæjarstjórn og afar stutt er í hann. Því þarf lítið að breytast til að Samfylkingin nái þremur mönnum. Björt framtíð mælist með 16,3% atkvæða og tvo menn kjörna í bæjar stjórn. Björt framtíð er nýtt afl á sveitarstjórnarstiginu og virð- ist vera að festa sig í sessi. Fram- sóknarflokkurinn og VG koma næst og ná bæði inn einum manni hvor. Framsóknarflokkurinn er með 10,2% atkvæða samkvæmt könnun- inni og VG 8,2%. Píratar mælast með 7,6% fylgi og ná einnig inn manni í bæjarstjórn. Önnur framboð mælast með minna fylgi og ná ekki inn manni í bæjar- stjórn samkvæmt þessu. Málefni barnafólks Pétur Hrafn Sigurðsson er odd- viti Samfylkingarinnar. Flokkur- inn leggur áherslu á húsnæðismál, skólamál og málefni barnafólks. „Í fyrsta lagi viljum við auka þjónustu við barnafólk í bænum, auka frístundastyrk bæjarins upp í 30.000. Frístundstyrkur- inn hefur verið helmingi lægri í Kópavogi miðað við nágranna- sveitarfélögin og við viljum leið- rétta þetta.“ „Húsnæðismálin eru eitt af stóru málunum, við viljum efla leigumarkaðinn í Kópavogi í sam- vinnu við húsnæðis- og samvinnu- félög og skoða hugmyndir ASÍ um dönsku leiðina.“ Lækka skatta Ármann Kr. Ólafsson er oddviti Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæð- isflokkurinn telur undanfarin ár hafa kallað á skynsemi og aðhald í rekstri Kópavogsbæjar. „Nú þegar er flutt inn í stóran hluta af þeim húsum sem fyrst var byrjað á. Á sama tíma höfum við verið að lækka skatta og gjöld á íbúa bæj- arins og við munum halda áfram á þeirri braut. Þegar allt er talið hefur á síðustu árum verið lagður grunnur að nýrri sókn Kópavogs- bæjar og þar munu fjölskyldu- og skólamálin verða sett í forgang.“ Frístundakort fyrir eldri borgara Birkir Jón Jónsson er oddviti Framsóknarflokksins. „Við vilj- um koma til móts við þarfir barnafjölskyldna í Kópavogi. Þar eru skólamálin fyrirferðarmik- il sem og íþrótta- og tómstunda- málin. Við viljum auka þátttöku ungs fólks í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Við viljum frístundakort fyrir eldri borgara að upphæð 20.000 kr. sem gæti nýst í sund, tónlistarnám, nám- skeið eða tómstundir.“ Gegnsæi og sjálfsákvörðunarréttur Ingólfur Árni Gunnarsson er oddviti Pírata. „Við píratar í Kópavogi byggjum öll stefnumál á tveimur grunnstefjum, gegnsæi og sjálfsákvörðunarrétti. Við vilj- um að Kópavogsbær miðli öllum upplýsingum um rekstur bæjar- félagsins til bæjarbúa á auðlesinn hátt. Við viljum einnig að íbúar fái aukið val um þá þjónustu sem bærinn veitir.“ Þjónandi forysta Ólafur Gunnarsson er oddviti VG og félagshyggjufólks. „Húsnæðis- mál er höfuðmálið og við höfum lagt fram tillögu um eitt leigu- félag á höfuðborgarsvæðinu með samræmdum reglum fyrir alla. Við leggjum einnig mjög mikla áherslu á skólamál og að það verði skilað inn í kerfið aftur því fjármagni sem hefur verið lekið út úr kerfinu frá hruni. Við vilj- um fyrst og fremst vera þjónandi forysta, að við séum ekki endilega yfirvaldið heldur þjónar fólksins og það eigi að vera grunnstefið í vinnu bæjarstjórnar.“ Húsnæðis og skólamál Theodóra S. Þorsteinsdóttir er oddviti Bjartrar framtíðar. „Björt framtíð leggur áherslu á húsnæðismál og við þurfum að svara þörfum íbúa í Kópavogi hvað varðar framboð um minni íbúðir, leiguhúsnæði og félags- legt húsnæði. Skólamálin eru stóra málið og við viljum auka samvinnu milli skóla, frístunda- starfs, íþrótta- og tómstunda- starfs.“ „Við viljum ný viðhorf í þjónustu, við lítum á Kópavog sem þjón- ustufyrirtæki,“ segir Theodóra. Íbúalýðræði og húsnæðismál Árni Þór Þorgeirsson er oddviti Dögunar og umbótasinna. „Húsnæðismál. Það vantar húsnæði fyrir ungt fólk, minni íbúðir og að byggja upp leigu- markaðinn. Það er erfitt ef ein- staklingar eru kannski að finna sér leiguíbúðir og þær eru allt of stórar og dýrar og henta ekki ungu fólki. Einnig viljum við nota íbúalýðræðið á þann hátt að íbúar geti forgangsraðað verkefn- um sjálfir.“ SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR KÓPAVOGUR FYLGI FLOKKANNA 10,2% 31,3% 20,9% 0,7% 4,2% 8,2% 7,6% 16,3% Könnun 2014 7,2% 30,2% 28,1% 9,8% 13,8% 10,2% 0,7% Kosningar 2010 Sjálfstæðisflokkurinn Framsókn Vinstri græn og félagshyggjufólk Samfylkingin Fjöldi bæjarfulltrúa Björt framtíð Píratar F-listinn Næstbesti flokkurinn Listi Kópavogsbúa Dögun og umbótasinnar ÁRIÐ 2010 30.357 bjuggu í Kópavogi Í DAG 32.308 búa í Kópavogi ÁRIÐ 2010 242% skuldaviðmið Í DAG 185% Skuldaviðmið SKULDIR LÆKKUÐU UM 2 MILLJARÐA Á ÁRINU Kópavogur Hafnarfjörður Reykjavík AÐFERÐAFRÆÐIN Hringt var í 1.075 þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki miðvikudaginn 21. maí. Svarhlutfallið var 74 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Alls tóku 63,5 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. FRAMBOÐSLISTAR Í KÓPAVOGI D SjálfstæðisflokkurinnB Framsóknarflokkurinn 1. sæti Birkir Jón Jónsson, fv. alþingis- maður/MBA 2. sæti Sigurjón Jónsson markaðs - fræðingur 3. sæti Guðrún Jónína Guðjónsdóttir, hjúkrunarfr./lífsstílsleiðbeinandi 4.sæti Kristinn Dagur Gissurarson, Viðskiptafræðingur 1.sæti Ármann Kr. Ólafsson, Bæjarstjóri 2.sæti Margrét Friðriksdóttir, Skóla- meistari 3.sæti Karen E. Hall- dórsdóttir, Ms mannauðsstjórnun 4.sæti Hjördís Ýr Johnson, Kynn- ingarstjóri SamfylkinginS 1. sæti Pétur Hrafn Sigurðsson deildar- stjóri 2. sæti Ása Richards- dóttir verkefnastjóri 3. sæti Unnur Tryggvadóttir Flóvenz háskólanemi 4. sæti Hannes Friðbjarnarson tónlistarmaður 1. sæti Árni Þór Þorgeirsson frumkvöðull 2. sæti Jónína Björk Erlingsdóttir MPM 3. sæti Ágústa Sigrún Ágústsdóttir mannauðsstjóri 4. sæti Baldvin Björgvinsson kennari Dögun og umbótasinnarT Vinstri græn og félagshyggjufólkV 1. sæti Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir/ bæjarfulltrúi 2. sæti Margrét Júlía Rafnsdóttir, umhverfisfræðingur/varabæjarfulltrúi 3. sæti Sigríður Gísladóttir dýralæknir 4. sæti Arnþór Sigurðsson, forritari/ varabæjarfulltrúi 1. sæti Hjálmar Hjálmarsson, leikari 2. sæti Donata H. Bukowska kennari 3. sæti Ásdís Helga Jóhannesdóttir, BA í íslensku 4. sæti Nadia Borisdóttir, ráðgjafi Mannréttindastofu Næstbesti flokkurinnX PíratarÞ 1. sæti Ingólfur Árni Gunnarsson háskólanemi 2. sæti Einar Páll Gunnarsson nemi 3. sæti Gunnar Þór Snorrason nemi 4. sæti Bjartur Thorlacius stúdent 1. sæti Theódóra S. Þorsteinsdóttir lögfræðingur 2. sæti Sverrir Óskars- son félagsráðgjafi 3. sæti Hreiðar Odds- son, grunnskólakennari/verslunarstjóri 4. sæti Ragnhildur Reynisdóttir, sölu- og markaðstjóri Björt framtíðÆ D-listi með sama fylgi og 2010 Meirihluti Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Y-lista er fallinn samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Líkt og í Hafnarfirði eru aðeins tveir möguleikar á myndun tveggja flokka meirihluta, Sjálfstæðisflokks annars vegar og Bjartrar framtíðar eða Samfylkingar hins vegar. Sveinn Arnarsson sveinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.