Fréttablaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 90
24. maí 2014 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 54 Elskulegur faðir okkar og tengdafaðir, BJÖRN R. EINARSSON hljómsveitarstjóri, er látinn. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, miðvikudaginn 28. maí kl. 15.00. Gunnar Björnsson Ágústa Ágústsdóttir Björn Björnsson Hrönn Scheving Ásta Jónsdóttir Ragnheiður Björnsdóttir Ásmundur G. Vilhjálmsson Oddur Björnsson Ásta Kristín Gunnarsdóttir Jón Björnsson María Alexandersdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNÍNA VILBORG ÓLAFSDÓTTIR Engihjalla 25, Kópavogi, lést á heimilinu sínu mánudaginn 19. maí. Útför hennar verður gerð frá Kópavogskirkju föstudaginn 30. maí kl. 13.00. Kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð. Ólafur Ásmundsson Ásta Olsen Karl Olsen Kristrún Sif Gunnarsdóttir og ömmubörn. Elskulegur sonur minn, bróðir okkar og mágur, EYJÓLFUR GUÐJÓNSSON flugþjónn, áður Snorrabraut 56b, Reykjavík, lést á Hrafnistu DAS föstudaginn 9. maí síðastliðinn. Jarðarförin fer fram mánu- daginn 26. maí í Áskirkju kl. 13.00. Guðjón Eyjólfsson Ottó Guðjónsson Guðbjörg Sigurðardóttir Karólína Guðjónsdóttir Áslaug Guðjónsdóttir Steinþór Pálsson Gunnar Guðjónsson Marta Svavarsdóttir Ástkær móðir okkar, HULDA RAGNARSDÓTTIR Lindasíðu 4, Akureyri (áður Fróðasundi 10b, Akureyri), lést þann 7. maí síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jón Ingi Cæsarsson Magni I. Cæsarsson og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elsku móður okkar, tengdamóður og ömmu, LILJU HALLGRÍMSDÓTTUR Skálateigi 3, Akureyri. Sérstakar þakkir fá Eyþór Ingi Jónsson, organisti Akureyrarkirkju, Hymnodia kammerkór, Elvý G. Hreinsdóttir, Kvennakórinn Embla, Ásdís Arnardóttir, sr. Svavar A. Jónsson, starfsfólk lyflækningadeildar og krabbameinsdeildar og Heimahlynning á Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Gréta Baldursdóttir Jón Pálmi Magnússon Geir Baldursson Svava Hauksdóttir Lilja Sigurðardóttir Valborg Rut Geirsdóttir, Baldur Geirsson, Agnar Geirsson Elísa Ósk Jónsdóttir og Sóley Margrét Jónsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, ÁRNI GUÐMANNSSON húsasmiður, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 18. maí. Útför hans fer fram frá Lindakirkju mánudaginn 26. maí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð líknardeildar og heimahlynningar. Bergljót I. Þórarinsdóttir Stefanía Magnúsdóttir Sóley Huld Árnadóttir Dagný Hrund Árnadóttir Signý Hlíf Árnadóttir og fjölskyldur okkar allra. Okkar ástkæra NANNA HJALTADÓTTIR lést þann 14. maí á Landssjúkrahúsinu í Þórshöfn í Færeyjum. Jarðarförin hefur farið fram í Skopun á Sandey. Fjölskylda hinnar látnu. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, JÓRUNN ÓLÍNA HINRIKSDÓTTIR Stigahlíð 34, lést 16. maí á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 26. maí kl. 15.00. Sigurlína J. Gunnarsdóttir Guðbrandur Einarsson Lára G. Gunnarsdóttir Vigdís Gunnarsdóttir Ágúst Karlsson Markús Gunnarsson Ragnhildur Rögnvaldsdóttir Sigurlín Matcke barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra HANNESAR Þ. SIGURÐSSONAR. Margrét Erlingsdóttir Sigurður Hannesson Margrét Karlsdóttir Kristín Hannesdóttir Páll Einar Kristinsson Erlingur R. Hannesson Halldóra Halldórsdóttir afa- og langafabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, HALLDÓR ÓMAR EYLAND PÁLSSON Þórustíg 24, Njarðvík, lést mánudaginn 19. maí. Útför hans fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 27. maí kl. 14.00. Halldór Páll Halldórsson Brynhildur Ólafsdóttir Dagbjört Rós Halldórsdóttir og barnabörn. „Ég var tíu ára gömul þegar ég söng fyrst í útvarpi. Þá söng ég sæta, litla Bach-melódíu sem heitir Létt dansa litlir blómálfar sem var spiluð í barna- tímanum í útvarpinu. Þarna er ég bara barn en samt var þetta músíkalskt og fínt,“ segir söngkonan Helena Eyjólfs- dóttir. Hún fagnar sextíu ára söng- afmæli sínu á Hótel Sögu í kvöld með tónleikum og dansleik. „Næst þegar ég kom fram var ég orðin fimmtán ára og það var í Aust- urbæjarbíói. Þá var verið að kynna rokk og ról fyrir Íslendingum og breska hljómsveitin Tony Crumbie and his Rockets flutt til Íslands. Hljómsveit Gunnars Ormslev spil- aði fyrir hlé og ég var beðin um að syngja með þeim. En ég söng ekkert rokk, bara falleg lög. Mér fannst þetta óskaplega gaman og þá held ég að ég hafi ánetjast dægurlögunum.“ Síðan tók við glæstur ferill Helenu og spilaði hún lengi vel með hljómsveit Ingimars Eydal. Hún segir árin í Sjall- anum á Akureyri með þeirri sveit hafa verið eftirminnileg. „Við fengum svo góðar viðtökur frá fólki. Svo þegar hljómsveit Ingimars Eydal hætti í Sjallanum stofnaði Finnur Eydal, eiginmaður minn, hljómsveit og við fórum syngjandi og spilandi um allt land í tólf ár,“ segir Helena. Hún bætir við að maður verði að hafa unun af tón- list til að vera svona lengi í bransanum. „Þetta er ekki hægt nema þetta sé gaman. Svo er ég alltaf að syngja með svo frábærum strákum. Þeir eru allir saman góðir vinir mínir og boðnir og búnir til að spila með mér hvenær sem ég hóa.“ Helena hlakkar til kvöldsins á Hótel Sögu. „Við gerðum þetta í haust þegar ævi- sagan mín kom út. Þá vorum við með tvenna tónleika á Græna hattinum og svona eina á Hótel Sögu. Það tókst svo glimrandi vel. Húsið troðfylltist og fólk dansaði til tvö um nóttina. Það var svo gaman að sjá hvað fólkið naut þess að dansa þannig að við vildum endurtaka leikinn. Við endum á rokksyrpu á tón- leikunum áður en ballið hefst og fólk iðar í skinninu að fara að hreyfa sig og flykkist út á gólfið.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 í kvöld en með Helenu syngja Þorvald- ur Halldórsson og Alfreð Almarsson. Hljómsveitina skipa Gunnar Gunnars- son á hljómborð, Sigurður Flosason á saxófónn og slagverk, Brynleifur Halls- son á gítar, Árni Ketill á trommur, Frið- rik Bjarnason á gítar, Jón Rafnsson á bassa og Grímur Sigurðsson á trompett. liljakatrin@frettabladid.is Gaman að sjá hvað fólk nýtur þess að dansa Söngkonan Helena Eyjólfsdóttir fagnar sextíu ára söngafmæli sínu á Hótel Sögu í kvöld. Hún var tíu ára þegar hún söng fyrst Bach-melódíu í útvarpinu. LÍFSGLÖÐ Helena elskar að syngja. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN NÍELSSON Við endum á rokksyrpu á tónleikunum áður en ballið hefst og fólk iðar í skinninu að fara að hreyfa sig og flykkist út á gólfið. Helena Eyjólfsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.