Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 13.08.2014, Blaðsíða 1
NeyteNdur Á einu og hálfu ári hefur nautakjöt í heildina hækk- að um tæp átta prósent í verði. Það er mun meiri hækkun en á öðrum kjöttegundum, en lamba- kjöt og fuglakjöt hefur til að mynda lækkað um tvö til þrjú prósent í verði á síðustu átján mánuðum. Eins og kom fram í Frétta- blaðinu í gær hefur innflutningur á nautakjöti tífaldast hér á landi vegna aukinnar eftirspurnar og minni framleiðslu innanlands. Sérstaklega hefur innflutningur á nautgripakjöti til hakkgerðar aukist síðustu misseri og á sama tíma hefur nautahakk hækkað um tæp fimmtán prósent í verði. Verndartollar eru á innfluttu nautakjöti þrátt fyrir að innlend framleiðsla anni ekki eftirspurn á markaði. Það gagnrýnir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, enda ætti vara sem hækkar í verði vegna skorts ekki að njóta verndartolla. „Okkar sjónarmið er að á meðan innlendir framleiðendur geti ekki annað eftirspurn eigi að fella niður þessa tolla,“ segir Andrés. „Þetta bitnar á neytend- um, það liggur í hlutarins eðli. Það er verið að halda uppi verð- inu með tollum og svo með vönt- un á vörunni, þá gildir gamla lög- málið um framboð og eftirspurn, og verðið hækkar enn meira.“ Ólafur Friðriksson, skrifstofu- stjóri í sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytinu, bendir á að tollar hafi verið lækkaðir í febrú- ar síðastliðnum með svokölluð- um opnum tollkvóta. Spurður af hverju verndartollar séu þó enn á innfluttri vöru sem annars fáist ekki í landinu, svarar hann að þannig séu lögin og framkvæmt sé samkvæmt þeim. „Reglan er að vernda innlenda framleiðslu, þannig að innflutta verðið felli ekki innlenda verðið,“ segir Ólafur. „Ef innflutnings- verðið er lægra er lagður tollur á mismuninn.“ Ólafur er þá spurður hvort ekki skjóti skökku við að vernda inn- lendar verðhækkanir með toll- um. „Við getum ekki vitað hvort skorturinn sé að valda þessum verðhækkunum eða eitthvað annað. Það eru sveiflur í kjöt- verði, einnig á heimsmarkaði, sem gætu einnig útskýrt þessa hækkun.“ - ebg MarkaðuriNN HVAR ERU BERIN?Náttúrufræðistofnun Íslands heldur úti plöntuvefsjá á vefsja.ni.is. Þar er hægt að sjá útbreiðslu hinna ýmsu berjategunda. Þangað er gott að líta inn áður en haldið er í berjamó. Þ egar ég var í bílskúrsböndum og tríóum í gamla daga var bara eitt hljóðver á landinu og ómögulegt að komast að. Ég ákvað þá að einhvern tímann myndi ég koma mér upp eigin hljóðveri. Þetta er því fimmtíu ára gamall draumur að rætast,“ segir Guðmundur Óli Scheving, einn eigenda Stúdíós Nornar og framkvæmdastjóri.Standsetning hljóðversins hófst fyrir tæpu ári og er starfsemin komin á fullt. „Stúdíó Norn er á góðri leið með að verða eitt fullkomnasta hljóðver landsins,“ segir Guðmundur Óli. „Við erum að taka upp tónlist, viðtalsþætti, upplestur rithöfunda og talsetja efni. Einnig færum við ýmiss konar myndefni, sem ekki er hægt að spila í dag, yfir á DVD fyrir fólk, svo sem fjölskyldu-myndir á VHS eða á 8 mm filmum. Við verðum einnig með okkar eigin útgáfu og í næsta mánuði koma fyrstu verkin út, fjórar nýjar hljóðbækur og plata með söngvaskáldi sem ekki hefur komið út áður. Þá er von á erlendri söngkonu sem ætlar að taka upp hjá okkur en við sjáum fyrir okkur að erlendir listamenn nýti sér þjónustuna líka,“ segir Guðmundur Óli.Hver sem er getur fengið að taka upp í hljóð- verinu. Einungis þarf að panta tíma. Ef fólk langar að taka upp eitt lag en hefur enga hljómsveit á bak við sig er það lítið mál.„Hjá okkur starfa hljómlistarmenn, tæknimenn og tölvunarfræðingar. Það þarf einungis að setjast niður og ræða hvað á að gera og við leysum það. Við erum með frábæran upptökustjóra sem starfað hef- ur í stórum hljóðverum í London og hjá BBC. Hér er því valinn maður í hverju rúmi og allt að gerast, nú loks fimmtíu árum síðar,“ segir Guðmundur hress. Nánar má forvitnast um þjónustu Stúdíós Nornar á heimasíðunni www.studionorn.is og á Facebook. FIMMTÍU ÁRA GAMALL DRAUMURSTÚDÍÓ NORN KYNNIR Guðmundur Óli Scheving lét gamlan draum rætast þegar hann setti Stúdíó Norn á laggirnar. Hver sem er getur tekið upp í hljóð- verinu sem Guðmundur segir eitt það fullkomnasta á landinu. LÉT DRAUMINN RÆTAST Guðmundur Óli Scheving ákvað ungur að eignast sitt eigið hljóðver. Fimmtíu árum síðar gerði hann alvöru úr því og setti á laggirnar Stúdíó Norn. MYND/GVA STUDÍÓ NORN - Hjá Stúdíó Norn er meðal ann-ars hægt að færa efni af gömlum hljóðsnældum, VHS-spólum og 8 mm filmum yfir á geisladiska og DVD. - Í stúdíóinu sjálfu er allt til staðar fyrir upptökur af öllum stærðum og gerðum. Mikið er lagt upp úr afslappaðri stemmingu svo upp-tökuferlið gangi vel. - Opið er mánudaga til sunnu-daga frá klukkan 9 til 24. - Stúdíó Norn er í Síðumúla 17108 Reykjavík. - Nánari upplýsingar á www.studionorn.is Amerískgæðavara NÚ FER HVER AÐ VERÐA SÍÐASTUR? 25% AFSLÁTTURAF SMURÞJÓNUSTU OG SMURVÖRUM ÚT ALLAN ÁGÚST MÁNUÐ! FRÍ VINNAVIÐ BREMSUKLOSSA- OG EÐA BREMSUDISKASKIPTI ÚT ÁGÚST MÁNUÐ FRÍR LÁNSBÍLLMEÐ FRAMRÚÐUSKIPTUM Í ÁGÚST EKKI KEYRA MEÐ SKEMMDA RÚÐU EINUNGIS ER HÆGT AÐ FÁ BÍL MEÐ ÞVÍ AÐ BÓKA TÍMA Á aðeins við ef viðeigandi vörur eru keyptar hjá Dekkverk. Sími: 578 7474www.dekkverk.is Nýbýlavegur 2 Kópavogi & Lyngás 20 Garðabæ - LÁTTU DEKKVERKFRÆÐINGANA SJÁ UM BÍLINN FYRIR ÞIG. - Nýjar vörur komnar!Rýmingasala hafin af eldri vöru.Hægt að gera frábær kaup á vandaðri vöru. Skipholti 29b • S. 551 0770 Fylgist með okkur á facebook.com/Parisartizkan F RTÖLVURMIÐVIKUDAGUR Kynningarblað Fyrsta fartölvan, nýjungar og ýmis ráð. Mac Os X og iOs, sem eru væntan- leg í september, eru búin frábær- um eiginleikum sem gera not- endum mögu- legt að vinna í sama verkefni í ólíkum tækjum. „Þú getur til dæmis ver vinna í verkefni í MacBook með einni snertingu fært þa í iPad-inn eða iPhone-inn en en inn annar tölvuframleiða upp á jafn mikla samhæfingu milli tækja. Sömuleiðis má s hringja og svara í símann Síminn getur bara veri anum. Ef fólk á AppleTV framt hægt að spegla skjáinn á tölv- unni yfir á sjónvarpið þráðlaust og nota sjónvarpið eins og au borð,“ útskýrir Sigurður Þór Helga- son, eigandi iStore í Kringlunni. 12 tíma rafhlöðuending MacBook Air 13“ er mest selda tölvan í iStore í ár. „Hún er með 12 tíma rafhlöðuendingu og því getur verið óþarfi að taka hleðslu- tæki með sér í skólann. Hún er fislétt miðað við aðrar sambæri- legar tölvur á markaðnum eða að- eins 1,3 kíló.“ Mac Book Pro Ret- ina er svo frábær fyrir þá sem vilja auðveldlega getað klippt hágæða vídeó, unnið ljósmyndir og spilað tölvuleiki, en upplausnin í skján- um er 2560x1600. Báðar tölvurnar eru með baklýst lyklaborð og SSD- diski sem er níu sinnum hraðari en hefðbundnir fartölvudiskar. Báðar þessar tölvur eru tilbúnar til notk- unar um leið og notandinn opnar þær, jafnvel þó að tölvan hafi verið heilan mánuð í hvíld (standby). Þær eru jafnframt búnar Thund- erbolt og USB 3 tengimöguleikum. Handhægar flýtiskipanir „Trackpad á Apple-fartölvum les fingrahreyfingar á sama máta og skjárinn á iPad en hægt er að notast við allt að fjóra fingur fyrir f lýtiskipanir. Meðal ann- ars til að fletta vefsíðum, stækka það sem er á skjánum eða skipta á milli forrita. Þetta er stillan- legt svo hver og einn getur búið til eigin f lýtiskipanir,“ útskýrir Sigurður. Frábærir hugbúnaðarpakkar fylgja Sigurður segir frábæran hugbún- aðarpakka fylgja hverri tölvu. Þar á meðal iPhoto, iMovie, Gar- ageBand, Pages, Numbers og Keynote en þrjú síðastnefndu forritin virka eins og Office- pakkinn og hægt er að vinna Power Point-, Excel- og Word- skjöl í þeim. Styrktarsjóður iStore Þess má geta að 1.000 krónur af hverri seldri tölvu renna í styrktar- sjóð iStore. Hingað til hefur versl- unin gefið 32 langveikum börn- um iPad en spjaldtölvurnar hafa hjálpað til við að örva hreyfigetu, tjáningu og þroska. Samhæfni, rafhlöðuending og hraðiEinn helsti kostur Apple er að láta öll Apple-tækin vinna saman. Á það jafnt við um tölvuna, iPad-inn, iPhone-inn og AppleTV- ndi býður upp á jafn mikla samhæfingu á milli tækja. MacBook Air er til í 11“ og 13“ stærð. Verð frá 154.990.- Hægt er að nota sjónvarpið sem aukaskjáborð með Apple TV. MacBook Pro Retina er kraftmikil tölva með háskerpuskjá. Verð frá 224.990.- Sigurður Helgason, eigandi iStore. Úrvalið er ríkulegt. á annarri hæð Kringlunnar. www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 13. ágús t 2014 | 18. tölublað | 1 0. árgangur Eyddu 15% meira í útlöndu m Heildarveltuaukning Visa-kreditkorta í júl í var 5,7 prósent miðað við júlí í fyrra. Innanlan ds var aukningin 4,1 prósent hjá korthöfum en 15, 3 pró- sent í útlöndum. Þetta kemur fram í tilkynn ingu frá Valitor. Aukning í áfengisver slunum var 4,3 próse nt. Þá minnkaði velta Visa-k reditkorta í kaupum á elds- neyti. Veltan í matvör u- o stórverslunum j ókst um hálft prósent. Töluverð aukning var ð í ferðum Íslendinga til út- landa en bæði Iceland air og WOW air settu met í fjölda farþega í júlí. - skó Sjónmælingar í Optical Studio Tímapantanir í síma: Optical Studio í Smár alind sími 5288500 Optical Studio í Kefla vík sími 4213811 Optical Studio í Leifs stöð sími 4250500 V IÐ KO MUM V ÍÐA V I Ð ! Leggja sæstrenginn „Faster “ Google mun ásamt fi mm öðru fyrirtækj um leggja sæstreng yfir Kyrrahafið frá Band aríkj- u um til Japans. Stre ngurinn er hraðvirka ri en þekkist í dag og verð ur kerfið kallað „FAS TER“, en flutningsgeta þess verður um 60 terabi tar á sekúndu. Kostnaður við lagningu strengsins er talinn vera um 300 milljónir dollara, en það samsvarar tæpum 35 milljörðum króna. F ram- kvæmdir eiga að hef jast fljótlega og r vo nast til að mögulegt verði að taka strengin í notk un á fyrri helmingi ársins 2016. - skó Hafa veitt rúm 8.000 tonn Strandveiðum á svæð i A, sem nær frá Arn arstapa að Súðavík, lauk í gæ r. Þar stunduðu 239 b átar veiðar. Örn Pálsson, f ramkvæmdastjóri La nds- sambands smábátaeig enda, segir aflann á s væðinu hafa verið góðan. Heildarafli strandvei ðibátanna stendur nú í 8.087 tonnum. „Þar a f skiluðu veiðar á þor ski yfir 7.180 tonnum og ufsa 718 tonnum,“ segir Ö rn. Hann bendir á að enn séu 125 tonn óveidd á svæði A enda hafi slæmt ve ður haft áhrif á veiða r sum- arsins. „Sjómenn á sv æðinu telja því að bæ ta þurfi við degi svo allur afli nn náist.“ Í dag er síðasti veiðid agur á svæði B, frá N orð- firði til Grenivíkur, o g svæði C, frá Húsav ík til Djúpavogs. - hg ➜ Enn vantar talsvert upp á fjárfestingu í nýsköpu n að mati Salóme Guðmun ds- dóttur, framkvæmdas tjóra Klak Innovit. ➜ Salóme segir viðsk ipta- hraðla eins og Startu p Reykjavík og Startup Energy Reykjavík ára ngurs- ríkustu verkefnin. ➜ Tók við stjórnartau munum í mars síðastliðnum ef tir um fi mm ára starf hjá Há skól- anum í Reykjavík. SÍÐA 4 VILJA AUKA T NGSL FRUM KVÖÐLA & FJÁRFESTA mest lesna dagblað á íslandi* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl-júní 2014 Miðvikudagur 14 3 sérblöð Markaðurinn | Fólk | Fartölvur fréttir Sími: 512 5000 13. ágúst 2014 188. tölublað 14. árgangur færri en áætlað var Færri nemendur innritast í mennta- skóla en forsendur fjárlaga ráðgerðu. 2 bregðast hart við Greining á hatursorðræðu leiðir í ljós að hart er brugðist við orðum innflytjenda. 4 skoðuN Unnur Brá Kon- ráðsdóttir skrifar um biðlista eftir hjúkrunarrýmum. 14 MeNNiNg Hallveig og Hrönn bjóða upp á Kabaríur á Berjadögum. 20 lífið Robin Williams átti að baki fjölbreyttan og far- sælan feril í Hollywood. 22 sport Dagur Sigurðsson var í gær ráðinn þjálfari þýska landsliðsins. 26 STÚTFULLUR AF SNILLD MEÐ PÓSTINUM Í DAG NÝR 4BLS BÆKLINGUR BÁTUR DAGSINS MIÐVIKUDAGAR Pizzabátur 549kr Aðeins B T R DAGSINS MIÐVIKUDAGAR Pizzabátur 549kr Aðeins Verðbreyting á kjöti janúar 2013 – júlí 2014 7,8% 5% -2,5% -2,4% nautakjöt svínakjöt fuglakjötlambakjöt Verðhækkun á nautahakki 1750 1500 1250 1000 feb maí ágú nóv feb maí kr/kg 1.343 1.509 1.450 1.434 1.463 1.549 Skv. heimildum Hagstofu 2013 2014 Vilja auka tengsl frum- kvöðla og fjárfesta Salóme Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Klak Innovit, segir að nýsköpunar- og frumkvöðlasetrið vilji leggja meiri áherslu á að tengja saman sprotafyrirtæki og fjárfesta. Það sé helsta áskorunin í dag. Bolungarvík 8° NNA 3 Akureyri 8° NV 4 Egilsstaðir 9° SV 5 Kirkjubæjarkl. 11° SV 3 Reykjavík 14° NA 2 Hægviðri Í dag verður yfirleitt hægur vindur eða hafgola. Bjart að mestu sunnan- og vestantil en skýjað og stöku skúrir NA-til. Hiti all að 18°C. 4 Hakk hefur hækkað um 15% Nautahakk hefur hækkað um tíu prósent umfram verðþróun á 18 mánuðum. Vegna skorts á hakkefni hefur það verið flutt inn í miklu magni. Verndartollar eru gagnrýndir þegar aukin eftirspurn leiðir til verðhækkana. sjáVarútVegur Í fyrra fluttu Íslendingar út sjávarafurðir að verðmæti 18,6 milljarðar króna til Rússlands. Aukningin er 32-föld frá árinu 2003. Rússneski markaðurinn fyrir íslenskar sjávarafurðir vex hvað hraðast af þeim mörkuðum sem Ísland á viðskipti við og því er nýsett innflutningsbann til lands- ins mikið áhyggjuefni fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Í nýrri greiningu Íslenska sjáv- arklasans, eftir hagfræðingana Bjarka Vigfússon og Hauk Má Gestsson, kemur fram að útflutn- ingur á heilfrystum makríl vegi mest í vexti útflutningsverðmæta til Rússlands, en frysting hefur verið helsta leið framleiðenda uppsjávar- fisks til aukinnar verðmætasköpun- ar. Á síðasta ári skapaði heilfrystur uppsjávarfiskur útflutningsvirði upp á 38 milljarða, þar af skilar Rússlandsmarkaður 14 milljörðum, eða ríflega 37 prósentum. - shá / sjá síðu 12 Viðskipti Rússa og Íslendinga með sjávarafurðir hafa margfaldast á áratug: Milljarða verðmæti til Rússlands kVikMyNdir Leikstjórarnir Lana og Andy Wach owski hafa valið Ísland sem einn af tökustöðum nýrrar sjónvarpsseríu, Sense8. Systkinin er vel þekkt í Hollywood þar sem þau leikstýrðu og skrifuðu meðal annars Matrix-þríleikinn og Cloud Atlas og skrifuðu V for Vendetta. Tökur hefjast hér á landi 26. ágúst og standa til 6. september en Eskimo-Casting leitar nú að íslenskum aukaleikurum fyrir ser- íuna. „Við leitum að fólki á aldrin- um 18-70 ára af öllum stærðum og gerðum og engrar leikreynslu er krafist. Einnig leitum við að fólki sem er vant hjúkrunar- og læknis- störfum sem og klassískum tónlist- armönnum,“ segir Andrea Brabin, eigandi Eskimo. - áp / sjá síðu 30w Leita að íslenskum leikurum: Matrix-systkini til Íslands HValasýNiNg í uNdirbúNiNgi 1.700 fermetra hvalasýning, sú stærsta sinnar tegundar, verður opnuð úti á Granda á næstunni. Hvalslíkönin koma frá Kína og þurfti 18 fjörutíu feta gáma til að flytja þau til landsins. Erlingur Snær Erlingsson, sem vinnur við flutninga og samsetningu á líkönunum, segir þau vera frá 25 kílóum upp í tvö tonn á þyngd. FréttABlAðIð/vIlHElm

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.